Heima er bezt - 01.01.1984, Side 14

Heima er bezt - 01.01.1984, Side 14
og var það sérstök ánægja að fá þau í heimsókn. Auk þess tókum við á móti fjölda annarra gesta frá íslandi, t.d. Lúðrasveit Reykjavíkur, leikurum og dönsurum, glímu- köppum og um haustið Karlakór Reykjavíkur. Haustið 1975 vorum við hjónin heiðruð ásamt 5 öðrum Kanadabúum með því að „The Icelandic National League“ og ríkisstjórn íslands bauð okkur í heimsókn til íslands. Þetta var gert í viðurkenningarskyni fyrir okkar þátt í hátíðahöldunum. Árið 1976 stofnuðum við Marjorie ásamt Stefan og Olla Stefansson fyrirtæki sem nefnist „Viking Travel", eða „Víkingaferðir“, og fyrir tilverknað þessa fyrirtækis, sem nú er fullgild ferðaskrifstofa, hefur mörgum tekist að heimsækja ísland undanfarin ár. Stefansson-hjónin eru ekki lengur meðeigendur okkar að fyrirtækinu. Síðan á árinu 1975 hafa margir hópar sótt okkur heim í Gimli. Svo fáeinir séu nefndir, þá má minnast á alþingis- menn, starfsmenn viðskiptaráðuneytisins og landbúnaðar- ráðuneytisins, lögreglustjóra, skákmeistarann Friðrik Ólafsson, Hans G. Andersen og frú, ambassadorshjónin frá Washington í Bandaríkjunum, og marga kóra, — ég ætla ekki að nefna neinn, því eins er víst að ég gleymi einhverj- um. Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri og frú hafa líka komið. Skólaárið 1975-76 var líka ung námskona frá Is- landi búandi hjá okkur. Hún sótti skóla og fullnumaði sig í enskri tungu. Vera hennar hér gerði bæði okkur og henni kleift að afla margra nýrra vina. Árið 1981 var Marjorie valin til að vera Fjallkonan á 100 ára afmæli Gimli. Fjallkonan er venjulega valin úr hópi þeirra sem hafa lagt eitthvað af mörkum og starfað að félagsmálum íslendinga hér og er þar að auki af íslenskum ættum. Síðast en ekki síst verður hún að kunna íslensku. Marjorie var fyrsta Fjallkonan sem flutti ávarp sitt bæði á íslensku og ensku. Henni fannst það óhjákvæmilegt til að halda athygli unga fólksins og þeirra sem ekki skilja ís- lensku. Eftir allar ferðir okkar hjónanna til íslands, og með tengslum við alla ættingjana sem við höfum eignast, er ekki ofmælt að okkur hafi opnast nýr heimur og við eignast ný heimkynni. Okkur finnst við vera lánsöm að geta sagt, að við eigum heima í tveim stórfenglegum löndum, og satt að segja er stundum vafamál að ákveða, hvar „heima er bezt“. Tveir leggir Marjorie Árnason telur til skyldleika við dr. Kristján heitinn Eldjárn, forseta Islands, og fjölskyldu hans. Eins og sjá má af þessu yfirliti yfir tvo ættleggi frá sr. Hallgrími Eldjárnssyni á Grenjaðarstað, hafa þau Marjorie og forsetinn fyrr- verandi verið skyld í 6. og 7. lið sem kallað er: Sr. Hallgrímur Eldjárnsson Ættleggurinn til Marjorie Árnason: Eldjárn Hallgrímsson Kristín Eldjárnsdóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Kristín Eldjárnsdóttir (yngri) Sesselja Jóhannsdóttir Egilsína Guðlaug Doll Marjorie Árnason Ættleggurinn tildr. Kristjáns Eldjárns: Sr. Þorsteinn Hallgrímsson Sr. Kristján Þorsteinsson, Tjörn Sr. Þórarinn Kristjánsson, Vatnsf., Tjörn Sr. Kristján Eldjárn, Tjörn Þórarinn Eldjárn, Tjörn Dr. Kristján Eldjárn Fjölskyldan með mökum og bama- bömum 1983: 1. Marjorie, 2. Kristján Theodór, 3. Kristján Delbaere, 4. Natalie Delba- ere, 5. Marjorie Delbaere, 6. Ray- mond Delbaere, 7. Wendy Delbaere, 8. Joseph Hurlburt, 9. Robert Hurlburt, 10. Kathleen Hurlburt, 11. Danielle Becker, 12. Kristine Becker, 13. JackBecker. 10 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.