Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 17
Þessi síðasti vetur
minn í föðurgarði er
mér minnisstæðari en
aðrir. Þá byrjaði ég
að kenna og stjórna
söng, á eigin spýtur
og þá gerðust hörmu-
legir atburðir, sem
seint mun yílr fyrnast.
Seinni hluta vetrar báðu menn úr
íþróttafélaginu „Magna“, mig að æfa
karlakór innan félagsins, sem tókst
mjög vel. Þar voru einnig ágætir
söngmenn og þegar þeir héldu söng-
skemmtun gekk allt vel. Eitt sinn, er
við höfðum æfingu á Hlöðum, kom
húsfreyjan inn, Aðalheiður Kristjáns-
dóttir. Var ég þá að æfa lagið „Bí, bí
og blaka“ í útsetningu Sigfúsar Ein-
arssonar og söng Sigurður, sem áður
var nefndur, sólóna. Átti kórinn að
„púa“ undir einsönginn og segi ég í
þann mund að Aðalheiður kemur
inn: „anda“. Þá hló hún við og sagði:
„Þarf nú Sigga líka að segja ykkur
hvenær þið þurfið að anda?“_Fannst
henni ekki mikið til kunnáttu þeirra
koma. Þetta var frábærlega söngelsk
kona, á hennar heimili var sungið
seint og snemma og hafa flestir af-
komenda hennar erft þann eiginleika,
því meðal þeirra eru fremstu ein-
söngvarar landsins og dóttursonur
hennar Kristján Jóhannsson nýlega
kosinn tenór ársins sem er ákaflega
mikill heiður.
Ég var fengin til aðstoðar við jóla-
trésskemmtun kvenfélagsins og spil-
aði jólasálmana og eitthvað fleira.
Þarna var mikil varasemi viðhöfð, því
brunaslysið hræðilega í Keflavík var
nýlega afstaðið. Stóðu tveir fílefldir
karlmenn sitt hvoru megin við tréð,
með vatnsfötur hjá sér, ef svo illa vildi
til að kviknaði í trénu, því kertaljós
voru höfð á því, ekkert rafmagn var
þá komið í sveitirnar, en allt bjargað-
ist.
Mikil snjóalög voru þennan vetur.
Minnir mig að það væri í byrjun
desember að ungur piltur, Tryggvi
Hallgrímsson að nafni, fór snemma
morguns á rjúpnaveiðar, en kom ekki
heim að kveldi. Var þá hafin leit að
honum, en árangurslaust. Næstu daga
var hans leitað, af fjölmennu liði, en
allt kom fyrir ekki. Var talið að hann
hefði farist í snjóflóði, er féll úr fjall-
inu ofan við bæinn, þennan sama dag.
Stuttu síðar gerði hlákublota og
fannst þá Tryggvi heitinn, neðarlega í
flóðinu. Var hann jarðsunginn frá
Grenivíkurkirkju nokkrum dögum
síðar. Hann var aðeins 21 árs að aldri,
dugnaðar og röskleikapiltur.
En mestu ósköpin dundu yfir þann
14. des. þegar norðan voðaveður gerði
að morgni. Féð heima hafði verið lát-
ið út um morguninn og var það komið
upp í fjallið fyrir ofan Lómatjörn, en
þegar veðrið skall á, fóru bræður
mínir tveir, Ingólfur, sem þá var orð-
inn fullorðinn maður, og Valtýr, 14
ára að aldri, að sækja féð. En svo var
veðrið voðalegt, að tveir fjárhundar,
sem með þeim voru, þoldu ekki slík
ósköp og skriðu heim, uppgefnir.
Sögðu bræður mínir, að aldrei hefðu
Eiður Árnason frá Pálsgerði, sem varð
úti milli Mógils og Breiðabóls í veðrinu
14. des. 1935.
þeir komist í aðra eins raun og þá, að
koma kindunum heim, líka að þeir
hefðu aldrei haft þetta af, ef á móti
veðri hefði verið að sækja. Sögðu þeir,
að einnig hefði hjálpað, að þeir
þekktu hvern stein og barð, sem fyrir
þeim varð á leiðinni.
Biðum við milli vonar og ótta og
ósköp voru allir fegnir, er þeir komu
heim og féð var víst og komið í hús.
Veðurhæðin var afskapleg og voru
allir daufir í dálkinn, er hugsað var til
þeirra, sem ef til vill væru á ferðinni í
þessu voðaveðri.
Þegar lægði og stillti til, svo sást um
sveitina var hvergi dökkan díl að sjá,
allt slétt yfir að líta, frost og harð-
indalegt. Þá var ekki sími á hverjum
bæ, eins og nú er, en er fréttirnar bár-
ust smátt og smátt milli bæjanna, voru
þær svo átakanlegar, að engin orð fá
lýst.
Góður sveitungi okkar, sem fluttur
var til Svalbarðseyrar fyrir nokkru,
Eiður Árnason frá Pálsgerði, hafði
orðið úti milli bæja þar á ströndinni,
nánar tiltekið á milli Breiðabóls og
Mógils. Eiginkona hans, Birna
Guðnadóttir, fæddi son tveimur sól-
arhringum eftir að þetta varð, er lát-
inn var heita eftir föður sínum og er
búsettur hér á Akureyri, Eiður Eiðs-
son. Fleiri börn áttu þau hjón, og get-
ur maður ímyndað sér að jólin hafi
ekki beinlínis verið sú gleðinnar hátíð
sem venjulegt er.
Feðgar frá Látrum, Steingrímur
Hallgrímsson og Hallur Steingríms-
son, fóru á bát inn í Grímsnes þennan
morgun, að sækja kind, sem vetrar-
maðurinn þeirra átti, en hafði verið
þar frá því um haustið. Veðrið þótti
ískyggilegt, en þeir létu til leiðast að
þiggja kaffi, því ekki var margförult
milli bæja á þessum árstíma, en gam-
an að hitta góða granna og blanda
geði við þá um stund. Lögðu þeir síð-
an af stað heimleiðis, en er þeir voru
komnir út undir Látralendingu, skall
voðaveðrið á og sýndist heimafólkinu
báturinn hverfa i hafrótið, ekkert sást
meira til þeirra fyrir særoki og dimm-
viðri.
En er veðrinu slotaði fannst bátur-
Heimaerbezt 13