Heima er bezt - 01.01.1984, Qupperneq 18
Bœrinn á
Látrum á
Látraströnd.
Heimilisfólkið
stendurá hlaðinu.
Nú er þar allt
í eyði.
inn inni á Knarrarnesi á Svalbarðs-
strönd, kindin var lifandi, en Stein-
grímur, eldri maðurinn, látinn og
lagður til, svo sem venja er um lík, en
Hallur, yngri maðurinn, fannst ekki.
Var þó sýnilegt að hann hefði komist
lifandi í land. Var nú leitað, dag eftir
dag, stórt skip kom frá Akureyri með
fjölda manns og mokuðu þeir, ásamt
heimamönnum, sundur snjóinn í
brekkunum ofan við Knarrarnesið, en
fundu ekki manninn. Var þá leitinni
hætt, því menn þóttust þess fullvissir,
að hann væri ekki lengur á Iífi. Dauf-
leg hafa jólin einnig orðið hjá fólkinu
á Látrum í þetta sinn.
Er leið að páskum og snjórinn fór
að minnka, fannst Hallur heitinn, hátt
uppi í brekkunum. Þótti sýnt, að hann
hefði ekki vitað, hvar hann var stadd-
ur, því ef hann hefði vitað það, var
stutt að fara til Garðsvíkur, sem er
næsti bær. Var hann jarðsunginn í
Grenivík laugardaginn fyrir páska.
Urðu þeir feðgar harmdauði öllum
íbúum hreppsins, vegna mannkosta
þeirra og vinsælda.
Áður hafði fjölskylda þessi búið á
Skeri, bæ innar á Látraströndinni.
Nokkrum árum áður kom þar fyrir
það slys, að snjóflóð féll úr fjallinu og
tók af fjárhúsin með öllum bústofn-
nsr
inum. Fáeinar ær sluppu, sem voru í
kró, þar sem flóðið náði ekki til, sum-
ar þó slasaðar. Einnig sluppu nokkrir
gemlingar lifandi, því þeir voru í kofa
spölkorn frá slysstaðnum. Eftir þessi
miklu áföll fluttist fólkið burtu, Hall-
ur heitinn með sína fjölskyldu í Látur
vorið eftir, en foreldrar hans nokkrum
árum seinna. í millitíðinni áttu þau
heima á Jaðri. Þessar upplýsingar hef
ég fengið frá dóttur Halls heitins, sem
býr í Hrísey, Ósk heitir hún og gift
Garðari Sigurpálssyni. Aðra dóttur
áttu þau sem Hildur hét, var hún bú-
sett í Reykjavík, en er nú látin. Kona
Steingríms hét Helga Pétursdóttir, en
kona Halls, Anna Sveinsdóttir, látin
fyrir fáum árum.
Víða urðu slysfarir á landinu í
þessum voðaveðri. Tuttugu og fimm
manns fórust alls, svo margur hefur
átt um sárt að binda, af völdum þessa
illveðurs og í hvert sinn sem ég fer um
Svalbarðsströndina og sé Knarrar-
nesið, þá kemur þessi óttalegi atburð-
ur í hug minn, þótt langur sé nú tími
liðinn síðan þetta gerðist.
Löngum hafa íbúar í þessu harð-
býla landi þurft að glíma við kulda og
illviðri, margir lotið í lægra haldi fyrir
því ofurefli. Fór svo einnig þann 14.
des. 1935.
14 Heima er bezt