Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 29
,,Jón í Möðrudal- var enginn venjulegur maður-já margt sem ekki er svo auðvelt að skilgreina ífrásögn og síst á bók,
einkenndihannfráöðrummönnum,ogeráhœttatekinaðfaraaðrœðaumþennanmann . .
Mynd: Eðvarð Sigurgeirsson.
-Rstudaginn 10. mars héldum við frá Grimsstöðum í átt til
Möðrudals á Efrafjalli, og lögðum við upp frá Grímsstöð-
um kl. orðin ellefu og náðum í Möðrudal kl. 9 um kvöldið.
Leið okkar lá með fjöllum, fram Víðidal, þar sem sam-
nefndur bærinn stendur. Og þar er okkur sagt að við höfum
þegar gengið 18 km frá Grímsstöðum, og eigum eftir 15 að
Möðrudal. Bærinn hér þar sem Þorsteinn Sigurðsson frá
Hólsseli býr búi sínu er að falli kominn, en gott var kaffið
og kleinurnar sem húsfreyjan, Guðrún Sigurbjörnsdóttir
bar okkur. En sporadrjúgt fannst okkur fram Víðidalinn,
enda krapsull hér um alla jörð, en lognhriðina sem varað
hafði nú um nokkurt skeið, hafði birt upp, og við sáum
glöggt fyrir Vegaskarði sem við héldum heita þar, og að
Skarðsá sem okkur þótti líklegast að félli fram með fjöll-
unum og vestur í Jökulsá, en ekki sáum við skil þessara áa
þar sem þær falla báðar saman út undan Dettifossi í sinni
súpu tveggja sýsla. Og það þyngist á fótinn hér langt austur
um grónar hæðirnar, og þar var okkur af fróðum mönnum
tjáð, að verið hefði hof einhvern tíma í fyrndinni, en ekki
sáum við þess merki, og langt þætti byggðamönnum að
sækja hingað blót í dag. En hér sjáum við aftur á móti votta
fyrir tóttum gömlum, sem Möðrudalsmenn kenndu okkur
SÍÐARI HLUTI
að verið hefðu eitt sinn hundrað sauða hús sem grafið hefði
verið hér inn í hól. Löng hefir beitarhúsagangan verið
hingað frá Möðrudal, og kindalífið sjálfsagt oft hangið á
veikum þræði.
Skammt norðan við Víðidal eru sýslumörkin, hvar
Norður-Þingeyjarsýslu þrýtur en Norður-Múlasýslan tekur
við. Ekki urðum við þessa varir, og ekki er að sjá hér gleggri
vindaskil heldur en á milli Þingeyjarsýslanna, sem hvað
vera erfitt að góma. Hér heitir Biskupsháls, þar sem talið er
að biskupar Hóla- og Skálholtsbiskupsdæmis hafi mætst á
sínum yfirreiðum á þeirri tíð, er þessi merki voru að ráðast.
Jafnvel hafi sunnan-biskupi verið það nokkurt kappsmál
að þoka landamerkjum sínum eilítið til norðvesturs. Það
hefir lengi varað þetta seiga þráatog að sunnan um auðinn
eða valdið. Ekki sel ég dýrt ýmsan þann fróðleik sem mér
hefir áskotnast og fram kemur í þessari frásögn, enda var
hann mér í té látinn ódýr.
Við þóttumst svo gott sem hafa unnið landið undan
kónginum, þegar við losuðum skíðin af okkur á Möðru-
dalshlaði þetta kvöld, og ekki höfðum við lengi knúið dyra,
þegar Jón Stefánsson bóndi snarast út á hlaðið og bauð
okkur velkomna og opnaði okkur leið inn í bæinn.
Heima er bezt 25