Heima er bezt - 01.01.1984, Side 31

Heima er bezt - 01.01.1984, Side 31
nokkru trú sinni og tilbeiðsluþörf, en þurfi ekki að klífa fjöll og firnindi til slíkrar þjónustu, þó þetta hús leggi því að öðru leyti skyldur á herðar. í Möðrudal hefir verið búið frá ómunatíð, en heimildir benda til, að hér hafi búskapur lagst niður um 30 ára skeið eftir lát síðasta prestsins sem sat staðinn, Bjarna Jónssonar (1645-1716). Margt gat komið hér til, t.d. voru eldgos í Kverkfjöllum um þetta árabil, þegar þykkt öskulag lagðist yfir Þingeyjarsýslur og vestur til Eyjafjarðar, og fjölmargar þrálátar hörmungar gengu yfir þetta blessað land. í Möðrudal eru, sunnudaginn 12. marz 1933: 800 sauð- fjár, 40 hross, þar af 17 hryssur og 10 gripir í fjósi. Hrútana telja þeir sér í hóp 38. Ekki telur Jón að túnið gefi nema 100 hestburði, og heyskapur alls utan túns nálægt 1000 hestar, og má hver maður sjá hvað skeð gat ef hin verstu harðindi gengu, og sannarlega gengu þau ekki alltaf hér hjá garði, þó að Jón vildi bægja þeim frá. Og mikil er mannaferð um slíkan stað, t.d. um 5 vikna tíma sumarið 1932 voru hér aðeins fjórir dagar gestalausir, segir bókhald heimilisins. Allur húsbúnaður hér, sem kannski er ekki ýkja flúraður, er handaverk húsbóndans, og hér hanga reiðverin í röðum og öll söðlasmíði hér er líka hans verk. Ekki flúruð, sagði ég. Jú, víst er hér líka flúr, og ég á í pússi mínu reglustriku, útskorna höfðaletri, sem Jón sendi mér eitt sinn og hafði skorið. Að vísu bar hún þess merki, að tíminn hefði harðbrjósta staðið yfir Jóni, og heimtað að hann sinnti fleiri verkefnum samtímis. Hver þekkir ekki þess háttar húsbónda. Þá leikur hann á heimilisorgelið og vægir hvorki fótaskörum, belg eða hnéklöppum. Og ekki hefir hann heldur gleymt litum og pensli eða ritblýinu, þó hann yrði ekki með jafn skjótum hætti frægur og Stefán sonur hans, þegar hann málaði graðhestinn svo mikið vaxinn niður, svo að Reykvíkingar mættu einnig kynnast þeirri tegund „vorgleði“. Lengi man ég myndina sem Jón sýndi mér sem hann hafði teiknað af litlum dreng, sem var að vísu bundin hörmulegri raunasögu frá þessum vetri, og hann sagði mér frá. Þó að hann bæri ekki tilfinningar sínar á torg, drap hann á fleiri dapurleg atvik. Og svo er kominn sunnudagurinn 12. marz. Orðin alhvít jörð af nýjum snjó frá síðastliðinni nótt, og komið töluvert frost hér efra, en Möðrudalsmenn láta ekki á sig ganga, nú söðla þeir 7 hesta sem á járnum eru, og Jón fer með gesti sína þeysireið eftir fannbreiðunni að stöku fjalli einu í vestari Möðrudalsfjöllum, sem Slórfell heitir, og það er ekki til setu boðið, því á þetta fjall verður að ganga, sem er nál. 844 m hátt, og í þetta fóru alltaf 2-3 klst. og nístingskalt var og hörkufrost þar uppi. Þoka lá á austurfjöllunum, en sá óravítt til suðurs og vesturs, og enn er það Herðubreið sem af öllu ber. Og Jón fer að þylja okkur vísdóm sinn, og upp úr honum rennur runa af nöfnum sem allir eiga að þekkja, og tilheyra ríki hans: „Kverkfjöll, Snæfell, Eiríksstaðahneflar og Bræðra- skarð, Ferjuklettur“, kallar Jón út í frostnæðinginn, kannski sagði hann Ferjufjall eða Ferjuás, sem hvort- tveggja er þar til vestanmegin Jökulsár á Fjöllum, og talin er líkleg leið Norðlendinga til sjóróðra suður í Ixm. Þarna var fyrr ferjustaður sem annast var um frá Möðrudal, á leið þeirra sem fóru þvert yfir Ódáðahraun, en hér eru ekki fjarri 70 km leið milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Möðrudalur teygir arma sína hér vestur um og á sér „kvóta“ eins og nú er sagt, vestan megin árinnar. Vel að merkja, þetta er allt miðað við aðra tíma en í dag, þegar þeir skreppa frá Reykjavík í jólaboð í Þjórsárdal, og eru sólarhring að moka sig áfram með stóra bflinn aðra leiðina. Hér ofan af fjallinu blasa við Bæjarlönd, víðáttuengjar og beitilönd þeirra Möðrudalsmanna, þar sem þenja má sláttuvélina um óravegu, nærri eins og akrarnir í Vestur- heimi, og Jón talar um. Hér má stráfella hrossanálina og brokið um votengið, sem allt verður sama lostætið í jötum í Möðrudal. Þvflíkt líka land sem Guð og feðurnir hafa gengið um. Okkur er kalt þarna uppi á fjallinu en fáum enn ljósari yfirsýn um rflci Jóns í Möðrudal eftir þessa ferð, og renni- vakur var reiðhestur húsfreyjunnar heim að Möðrudal, en á honum sat ég. En ekki er ég viss um að þessir skaflajárn- uðu fjallafákar hefðu unnið í þolraun á keppnisvelli, og ekki er heldur víst að það séu þeir sem skrifað stendur um: Með reistan makka, og enn reistari makka þegar þeir eru dauðir, rétt eins og það væri maður, eða ætti afmæli. Það fer að ganga á tímann okkar, þó Jón vilji helst fara með okkur á morgun á hestum austur á Jökuldal, þar sem hann á marga vini, og freistingin var mikil því hann kvað þar aukin heldur vera mikla músik og söng, en við sláum þessu frá okkur, og getum þá líka séð eftir því þennan ævispotta sem eftir var. En í Möðrudal dönsuðum við og trölluðum til klukkan fjögur á mánudagsnótt. Þarna var upp á ýmsu fundið, rétt eins og væri á ungmennafélags- fundi vestur í Bárðardal. Ég dæmdist til að semja sögukorn, þar sem í vantaði öll lýsingarorðin, og gekk um meðal lýðsins og fékk lánuð lýsingarorðin, las svo upp, og heitir hugverk í dag. Þetta dugði bara vel á stað og stund og mætti víst enn gera. En ekki er nú sagan verðlaunaleg í vasabók- inni minni. En fleira var til ráða og Jóhanna, unga húsfreyjan, tróð orgelið — rétt staðin upp af sænginni frá sínu agnarlitla ungabarni. Tróð hún orgelið af miklum móð, og það var sjaldan til sætis boðið og Jóhanna brá fyrir sig dansspori, hér var ekki til siðs að sængurkonur tefðu sig lengi við rúmlegur þó fætt hefðu barn, en vestar í sýslum létu aldnar ljósmæður konur liggja eftir barnsburð langt fram á næsta meðgöngutíma. Hér dansaði ljósmóðirin við sængurkonuna, ef þeim gafst kostur á að dansa saman. En gott var að vera hér laus við skíðin þó færð væri í betra lagi. iðjudagurinn 14. marz er risinn hér í Möðrudal. Það er hríðarveður og frost, og kominn heimferðardagur. Héðan, þar sem fátækir menn eða fyrirmenn landsins hafa gengið Heima er bezt 27

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.