Heima er bezt - 01.01.1984, Side 36
Gott að fá
þetta íslenskað
EÐLISFRÆÐI
fyrir framhaldsskóla. 2A Aflfræði.
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar.
Síðastliðið ár kom út 1. hefti af eðlisfræði
þessari, og nú sér 2. heftið dagsins ljós.
Höfundar eru 4sænskir eðlisfræðingar, og
3 íslenskir eðlisfræðikennarar hafa þýtt
hana á íslensku. Þar sem bók þessi er
einkum ætluð eðlisfræðideildum fram-
haldsskólanna, þar sem mikið er kennt í
stærðfræði, er þess ekki að vænta að leik-
menn í þeim fræðum geri henni skil. En
bókin virðist skýrorð og gagnorð og efnið
víða tengt daglegu lífi og á nokkrum
stöðum sniðið við íslenska staðhætti.
Gerir það bókina í senn aðgengilegri og
áhugaverðari. Eiga þýðendur þakkir skilið
fyrir það framtak sitt að snara bókinni á
íslensku, því að alltaf verður það að teljast
ókostur að verða að nota kennslubækur á
erlendu máli. Eitt þykir mér þó vanta, og
það er að í orðaskránni hefðu alþjóðleg
(ensk) nöfn verið látin fylgja hinum ís-
lensku.
Smámyndir úr
þjóðlífinu
Jón Bjarnason frá Garðsvík:
FÓLK, SEM EKKI MA GLEYMAST.
Akureyri 1983. Skjaldborg.
Hér hefir Jón frá Garðsvík safnað í eitt
nokkrum þáttum og viðtölum í bókar-
form, sumt áður prentað en annað nýtt.
Frásögn hans er hressileg að vanda og
nafn bókarinnar vel valið. Þótt ekki sé hér
sagt frá nokkrum þeim, sem hæst gnæfa í
þjóðfélaginu, eru þau öll, sem frá er sagt
fólk, sem ekki má gleyma né lífsbaráttu
þess, sigrum þess og ósigrum. Kalla má að
allir séu þættirnir smámyndir úr þjóðlífi
voru á þessari öld, þræðir í hinni marglitu
voð þess.
Fjölbreytnin er furðumikil, enda leitað
til fólks í mismunandi störfum. Margt er
smátt til tínt, og á öðrum stöðum hefði
lesandann fýst að frétta meira en þarna er
sagt, t.d. af Theodóru á Kambsmýrum,
lífsbaráttu hennar og dulskynjunum. Mest
er frásagnargleðin í þætti Stefáns Nikó-
demussonar, en bestir þykja mér þættirnir
um Konuna í hjólastólnum (Kristínu
Guðmundsdóttur) og Saga Guðna Þor-
steinssonar. Sérstaks eðlis er frásögn
Bjama föður Jóns af Fyrirbrigðunum á
Grýtubakka 1923. Sú frásögn birtist á
sínum tíma í Morgni og vakti mikið umtal,
bæði í heimasveit og úti um land. Og enn
eru atburðirnir jafntorskildir og þá. En í
einu orði sagt eru þessar frásagnir Jóns
betur geymdar en gleymdar, og það er
meginatriðið.
Verðlauna-
kverið
fsak Harðarson:
ÞRIGGJA ORÐA NAFN
Rvík 1982. Almenna bókafélagið.
Þetta ljóðakver hlaut verðlaun í bók-
menntakeppni Almenna bókafélagsins s.l.
ár, og hefir hlotið mikið hrós, en ekki
höfða ljóð þessi til mín, allt um það þótt
þau séu gagnorð, og stíllinn víða þrótt-
mikíll. Kvæðin skiptast í þrjá flokka:
Villigötur, Afvegir og Vegurinn til
Sunnuhlíða. Má vera, að þar sé höfundur
að finna sjálfan sig eftir myrkrið og
ömurleikann í fyrri þáttunum. Að minnsta
kosti benda síðustu ljóðlínurnar í þá átt:
Og myrkrið ífólkinu
breytist í gegnum tímann:
Það þynnist og þynnist
uns það verður að LJÓSI
OG LJÓSIÐ ÍMANNINUM
mun skáka sólinni.
Þýðingin er
þrekvirki
A. D. Salinger:
BJARGVÆTTURINN f GRASINU.
Rvík 1983. Almenna bókafélagið.
Saga þessi, sem Flosi Ólafsson þýðir, kom
út fyrir nokkrum árum, og að nú skuli vera
efnt til nýrrar útgáfu sýnir, að henni hefir
verið vel tekið, og er það raunar sama
sagan og í heimalandi hennar Bandaríkj-
unum, svo og öðrum þeim löndum, þar
sem hún hefir komið út. Hún fjallar um
bandarískan ungling, sem hrökklast úr
skóla og lendir á hrakhólum. Er lýsing
höfundar á tilfinningum og öfgum ungl-
ings á gelgjuskeiði í senn raunsæ og
óvægin. Og sennilega á sagan mest vin-
sældir sínar að þakka því, hversu raunsæ
hún er, ekki einungis eins og til hagar í
Bandaríkjunum, heldur mun að finna
margt hið sama hvar sem er. Hún er hisp-
urslaus, kannske svo sumum finnist nóg
um. Þýðing Flosa á slangurmáli amerískra
unglinga er áreiðanlega þrekvirki.
Mikil spenna
James M. Cain:
PÓSTURINN HRINGIR
ALLTAF TVISVAR.
Rvík 1983. Bókaklúbbur Almenna
bókafélagsins.
Það er stórt stökk frá virðulegum
kennslubókum yfir ískáldsögu sem þessa.
Birtist hún nú í annari útgáfu, en var
prentuð hér á Akureyri fyrir löngu síðan.
Þetta er ein hinna miklu spennusagna, þar
sem allt gerist með leifturhraða að kalla,
ástir, æðisgengnar bílferðir, morð, skelf-
ingar og hver veit hvað. Hvergi slaknar á
spennunni síðu eftir síðu frá upphafi til
enda. Sagan er þannig valin bók handa
þeim, sem hvíla sig við lestur þess kyns
sagna, enda hefir hún notið vinsælda víða
um heim og verið kvikmynduð. Þýðandi
er Maja Baldvins.
Hið nýja stafrofskver
Brian Reffin Smith:
TÖLVUR.
Rvík 1983. örn og örlygur.
Svo má heita, að tölvan grípi sífellt meira
og meira inn í líf nútímamannsins með
hverjum degi, sem líður. Á fáum árum
hefir hún breyst úr því að vera vélarbákn
stórra stofnana í lítið heimilistæki, sem
nota má við flest hin daglegu störf. Þegar
svo er komið er tölvan ekki lengur tæki
hinna fáu útvöldu, heldur hvers og eins,
næstum því í hvaða starfi eða stétt hann
er. Af þessu leiðir að kunnátta í meðferð
32 Heima er bezt