Heima er bezt - 01.02.1989, Qupperneq 2
Hallgrímur skáld Pétursson lýsir ald-
arhætti 17. aldar í löngu kvæði og
þykir af sem áður var, þegar Island
átti völ manna, þá allt stóð í blóma.
Og í ellefta erindi kemst hann svo
að orði:
,,Nú er öldsnúin
á aðra leið búin,
þaryfir má klaga.
Frœkleikur lúinn
af landi burtflúinn,
því líða menn baga.
Röksemdin rúin,
sést rýr vina trúin
og rekin úr haga.
Agirnd framknúin,
en grœr lastagrúinn,
flest gengur aflaga. “
Já, Hallgrímur lifði á erfiðri öld og
ólíkur er hagur vor eða samtíðar-
manna hans. Þó verður varla hægt
að neita því, að misjafnlega árar á
ofanverðri tuttugustu öld, þótt aldrei
hafi Islendingar lifað betri tíð og átt
jafn margra góðra kosta völ til fram-
fara. Pað ku þurfa sterk bein til að
þola góða daga og svo virðist ýmsum
sem góðæri undangenginna áratuga
séu nú farin að mýkja beinin um of
og eyða þeim andlega merg, er
gjörði fámenna þjóð við nyrsta haf
sjálfstæða og að athyglisverðu menn-
ingarsamfélagi.
Páll Skúlason prófessor í heim-
speki við Háskóla Islands lýsir stöðu
vorri, íslendinga, neðanmáls í for-
spjalli að bókinni Pælingum (bls.
16). Þar segir hann m.a.: ,,Það er
umhugsunarvert að margt er líkt
með aðstæðum Aþenubúa til forna
og Islendinga nú á dögum. Þeir eru
álíka margir og byggja ,,borgríki“
þar sem náin tengsl eru með
mönnum, hvers kyns viðskipti
blómstra, stjórnmál eru fjörug og
„Nú er öld snúin“ -
eða hvað?
ruglingsleg, menningarviðleitni er af
öllu tagi og tortryggni gætir í garð
útlendinga, en fólk telur sig hafa vit
á öllum sköpuðum hlutum og lætur
skoðanir sínar óspart í ljós á manna-
mótum.“
Það fer ekki á milli mála, að um
margt er rætt hér á mannamótum,
því ráðstefnuglaðir erum vér og þá
eru Islendingar ófeimnir við að láta
ljós sitt skína í fjölmiðlum, sem
óvíða eru fleiri, ef miðað er við
mannfjölda. Um fátt er meira rætt
um þessar mundir, en þá ákvörðun
stjórnvalda, að heimila bruggun og
sölu áfengs öls hér á landi. Virðist
það að margra áliti sáluhjálparatriði
fyrir íslenskt þjóðlíf og ótvíræður
menningarauki, að aflétt verður því
banni, sem lengi hefur hvílt á brugg-
un slíkra veiga. Oft hafa þó komið
fram hugsjónamenn, sem hafa hlýtt
þeirri köllun og barist fyrir afnámi
bannlaganna. Það gerðist m.a. árið
1932, þegar fjórir þingmenn, Bjarni
Asgeirsson, Jón Auðunn Jónsson,
Hannes Jónsson og Guðbrandur
Isberg, fluttu frumvarp til laga „um
ölgerð og sölumeðferð öls“. Sam-
kvæmt því frumvarpi skyldi fjármála-
ráðherra heimilt að veita leyfi til
framleiðslu og sölu áfengs öls, allt að
,,4% af áfengi að vigt, þegar það er
fullgerað,“ eins og það er orðað í
frumvarpinu. En þá kom í ljós, að
á þingi sátu menn, sem ekki töldu
ráðlegt að aflétta banninu. Einhver
skeleggasti fulltrúi bannmanna var
Vilmundur Jónsson þingmaður ís-
firðinga, þá nýskipaður landlæknir.
Flutti hann ítarlega ræðu á Alþingi
eða öllu heldur erindi um áhrif öl-
drykkju á aðra áfengisneyslu. Þessi
ræða varð fræg, enda segir svo í dag-
blaðinu Tímanum, 24. ágúst 1977, ,,að
ræða Vilmundar hafi riðið frumvarp-
inu að fullu og stöðvað framgang
þess.“ Af þekkingu og andlegri
skerpu kveður hann flutningsmenn
frumvarpsins í kútinn, hrekur rök-
semdafærslur þeirra, svo frumvarpið
var fellt. Vilmundur teflir fram
rökum úr hagskýrslum ýmissa þjóða,
sem leiða ótvírætt í ljós að ölið eykur
nautn annarra áfengra drykkja. Sam-
kvæmt þessum tölum drukku Islend-
ingar þá mjög lítið öl miðað við aðrar
þjóðir eða 2,45 I á ári og eingöngu
óáfengt öl. Vín drukku þeir þá sem
svaraði 1,5 1 á mann á ári. Grannar
okkar í Danmörku drukku þá afar
mikið af öli, líkt og enn tíðkast þar
í landi, eða 62,71 1 á mann á ári, eða
um 25 sinnum meira en við, og þó
var víndrykkja í Danmörku svipuð
og hér á landi við upphaf fjórða ára-
tugarins, eða 1,49 1 á ári. Þá benti
læknirinn á Þjóðverja, sem hafa
löngum verið miklir öldrykkjumenn
eins og Danir og drukku þá þrisvar
sinnum meira vín. Af vísindalegri
rökhyggju tefldi Vilmundur fram
ýmsum óhrekjanlegum dæmum úr
hagskýrslum Evrópulanda, sem
leiddu í Ijós að áfengt öl hefur örv-
andi áhrif á alla áfengisneyslu.
Þeir sem talað hafa gegn bjórfrum-
varpinu hafa vakið athygli á hættunni
á því, að drykkjuskapur barna og
unglinga muni enn færast í vöxt og
er þó kominn á það stig, að ugg og
áhyggjur vekur. Sá vandi var óþekkt-
ur hér á landi á fjórða áratug þessar-
ar aldar. En Vilmundur landlæknir
lagði forðum áherslu á þennan þátt
bjórdrykkjunnar í vaxandi áfengis-
neyslu og benti á það, að með svo-
nefndum Spánarvínum hafi kvenfólk
bætst í hóp þeirra íslendinga, er víns
neyta. Áður höfðu fullorðnir karlar
nær eingöngu neytt víns hér á landi.
En með ölinu telur hann að röðin
komi að börnunum og skrifar um
það á þessa leið: ,,Ég segi þetta ekki
38 Heimaerbezt