Heima er bezt - 01.02.1989, Side 4
ÖRN INGI:
„M félli okkur allur
ketill í brók“
Viðtal við Angantý Einarsson, kennara og refaskyttu
á Raufarhöfn
Þegar ég fór fram á það við Angantý að fá að spjalla við
hann um refaveiðar og útilegumannalif hans á Langanes-
inu, tók hann því ljúfmannlega en stakk upp á því að við
fengjum okkur vænan göngutúr inn á heiði og að viðtalið
færi fram á meðan. Ég hrökk hálfvegis við og benti honum
á að ég hefði engan skófatnað í það og væri þar að auki
fremur tímabundinn. Ég gat ekki betur séð en að Angantýr
glotti út í annað við þessi undanbrögð, en lét gott heita og
bauð til stofu.
— Angantýr, má ég biðja þig svona í upphafi að til-
greina ætt þína og uppruna?
— Já, já, — það er sjálfsagt mál. Ég er sonur Einars
Knstjánssonar rithöfundar frá Hermundarfelli í Þistilfirði
og Guðrúnar Kristjánsdóttur konu hans, nú afar mínir og
Einar Kristjánsson og Guðrún Kristjánsdóttir sem situr með Ein-
ar Guðmundsson.
ömmur bjuggu líka í Þistilfirði, einnig langafar mínir og
langömmur og ættir mínar æði langt aftur eru nær allar
markaðar hér í Þingeyjarsýslum.
— Varstu þá í heiminn borinn að Hermundarfelli?
— Já, — ég er fæddur að Hermundarfelli 28. apríl 1938,
en flutti fjögurra ára í Hagaland, þaðan átta ára til Akur-
eyrar. Þar lauk ég síðan stúdentsprófi 1958. Á æskuárum
var ég í sveit hér fyrir austan á sumrin og í síld á Raufar-
höfn þegar það ævintýri stóð sem hæst. Eftir tveggja ára
háskólanám fór ég í kennslu, fyrst á Þórshöfn og síðan á
Raufarhöfn, upp frá því hef ég lengstum verið hér fyrir
austan.
— Nú skulum við snúa okkur að því sem við ætlum helst
að ræða um, þ.e.a.s. útivistarlífið, refaveiðina og síðan
hugleiðingar út frá því. — Hvar skal byrja?
— Nú, ég er grenjaskytta í Sauðaneshreppi á Langanesi,
einnig í Raufarhafnarhreppi. Ég byrjaði 1980 þannig að ég
Hagaland eins og það var þegar Angantýr fluttist þangað með
foreldrum sínum.
40 Heima er bezt