Heima er bezt - 01.02.1989, Page 7
Auður Ásgrímsdóttir og Hlynur Angantýsson ásamt Auði Tinnu
Hlynsdóttur.
— Já, — þá er það nú fuglinn sem kemur fyrst upp í
hugann, því þarna eru geysileg fuglabjörg og ætli þau séu
ekki eitthvað um 20 til 30 km samtals og um 40 til 50 metra
há að meðaltali. Það eru engar ýkjur að halda því fram að
þau séu bókstaflega þéttsetin af fugli frá brún og niður úr.
— Hvaða fugl er mest áberandi?
— Það er skeglan — hún er langmest áberandi, ekki síst
vegna þess að hún hefur ákaflega undarlega hætti, þar sem
hún flýgur látlaust dag og nótt yfir nesið þar sem það er
styttst yfir milli Skoruvíkur og Skála, bókstaflega látlausar
hringferðir.
— Heldurðu að fugli fari fjölgandi þarna á nesinu?
— Nú skal ég ekki segja, það hefur verið talsvert mikil
eggjataka á þeim stöðum í bjarginu þar sem svona allra
best er að komast að. Ég er ekki viss um að svartfugli fjölgi
þarna, en skeglunni fjölgar samt ábyggilega og fýllinn er nú
meira að segja farinn að verpa lengst inni í landi, en sam-
kvæmt kenningunni átti hann ekki að geta þrifist nema sjá
til hafs.
— Hvað með selinn?
— Það er slæðingur af sel þarna, en örugglega minna af
bæði sel og hval en áður var.
— Eru fiskimiðin þarna í kringum nesið jafn fengsæl og
áður?
— Það held ég að megi segja, — bátar sækja þarna mjög
út af Fontinum.
— Þegar þú liggur við svona lengi í senn, 2 til 3 vikur í
einu, — er þá ekki svolítið yfirþyrmandi allt þetta fuglagarg
og náttúrugnauð þar sem þetta svæði verður að teljast
frekar vindasamt?
— Nei, nei, — aldeilis ekki, þetta virkar ákaflega þægi-
lega á mann, — mér finnst ég raunar vera bara einn skarf-
urinn í hópnum.
— Svo ertu líka alltaf að ganga fram hjá eyðibýlum og
fornum mannvistarleifum af ýmsu tagi. Hvað viltu segja
um það?
— Já, — þá koma nú Skálar sérstaklega í huga, sem var
á sínum tíma mjög svo blómlegt pláss með mikilli útgerð-
ardrift. Þar hafa átt heima töluvert á annað hundrað manns
allt árið þegar mest var en yfir sumartímann hækkaði sú
tala talsvert, enda voru Færeyingar fastir kaupendur á ís og
beitu. Það er talið að þeir á Skálum hafi staðið framarlega í
atvinnuþróun þegar staðurinn var í sem mestum uppgangi.
En þegar ég geng um þennan eyðistað þá orkar það einna
mest á mig að ganga um grafreitinn sem liggur spottakorn
frá staðnum alveg fram á bjargbrún, en þar rétt hjá einmitt
er eitt grenið sem ég verð að vitja um á hverju vori. Þarna er
þó það fólk sem eftir er, en ég hef ekki orðið var við nein
óþægindi af þess völdum, enda sjálfsagt mesta prýðisfólk.
— Þú hefur þá ekki rekist á Skáladrauginn?
— Nei, sem betur fer.
— Kanntu af honum að segja?
— Já, aðeins, — ég get að minnsta kosti sagt þér hvernig
hann var í vextinum, því þetta var nú eiginlega ekki nema
neðri hluti af manni og sjálfsagt heldur óyndislegur sel-
skapur fyrir þá sem þóttust nú sjá hann. Og ég hef heyrt að
menn hafi verið svo myrkfælnir þarna að það tók engu tali,
mig skal sosum ekki undra það, okkur myndi sjálfsagt falla
allur ketill í brók(!) ef við mættum kauða.
— Hefur vera þin þarna á nesinu eftir þessi níu ár breytt
þér eitthvað?
— Jú, jú, — þetta hefur breytt mér, — ekki er því að
neita.
— Áður en þú svarar því betur, telur þú þig skilja hina
fornu útilegumenn eitthvað betur eftir þessa reynslu?
— Ég er auðvitað líka útilegumaður svona í nútímaleg-
um skilningi þess orðs, en með íslensku útilegumenn fyrri
tíma, sem þurftu að bjarga sér allt árið um kring og þola
vosbúð, kulda og hungur, það er mér nánast allt að því
óskiljanlegt hvernig það gat gengið, og þarf nú ekki úti-
legumenn til. Því mér finnst það kraftaverk hvernig fólk gat
yfirleitt þrifist í þessu landi hér á öldum áður.
Angantýr ásamt
tengdamóður sinni,
Helgu Margréti
Haraldsdóttur.
Heima er bezt 43