Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1989, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.02.1989, Qupperneq 10
Frá ómunatíð Efni það, er áfengi (alkohol) nefnist, verður til með þeim hætti, að í sykurefni komast sveppir nokkrir (gersveppir), er hafa þá náttúru, að sykurefnið leysist sundur í tvö efni ólík. Annað þeirra rýkur að mestu burt út í loftið og samlagast því, það heitir kolsýra. Hitt verður eftir. Það er lögur, blá- tær að sjá, eins og hreinasta vatn, ef ekkert er saman við hann. Sá lögur er áfengið. Oft fara þessi efnabrigði fram án tilstuðlunar af manna hálfu. Áfengis verður því víða vart, jafnvel í vatni, jurtum og jarðvegi. En með því að það er mjög gjarnt á að sam- lagast öðrum efnum, einkum vatni, verður það þar í svo miklum minni hluta, að það finnst ekki, nema með ná- kvæmri rannsókn. Áfengið er að vísu eitur, en í fyrstu þykja áhrif þess þægileg, ef eigi er of mikils neytt. Fundu menn þvi brátt ráð til að stuðla að efnabrigðum þeim, er skapa það, og búa sér þannig til áfenga drykki. Svo langt var komið áður en sögur hefjast. Vín í Austurlöndum óx viðarteinungur nokkur, mjór og veigalítill, svo að hann veldur eigi þunga sínum, en mjúkur og seigur sem víðitág. Á honum spruttu ber, fögur á að líta, ljúffeng og sæt. Menn sprengdu berin og létu löginn koma í ker. Sveppir þeir, er fyr er getið, svífa hvarvetna í lofti og setjast mjög á ber þessi. Ef berjalögurinn fékk að standa, réðust sveppirnir brátt að sykurefninu í honum og leystu það sundur. Kolsýran rauk að mestu burt, en áfengið varð eftir. Lögurinn sæti var orðinn að áfengu víni, þvi sterkara og ljúffengara, sem berin voru sætari og lögurinn lengur geymdur. Berin sjálf voru eigi áfeng. Allar sögur um það, að menn hafi orðið drukknir af vinberjaáti, eru sprottnar af misskilningi. Ef vínber hafa frosið eða skemmzt á annan hátt, getur áfengi að vísu myndast í þeim, en aldrei nema örlítið. Vínið varð brátt uppáhaldsdrykkur og selt dýrum dóm- um til þeirra landa, er vantaði það. Enginn veit, hver fyrstur gerði vín, en átthagar þess eru taldir í vesturhluta austurálfu. Þaðan breiddist víndrykkjan smátt og smátt til þeirra landa allra, er vínvið mega bera sakir loftslags og landkosta. Ö1 Vínber þrifust eigi í öllum löndum; því var reynt að búa til drykk af öðrum efnum, er líktist víni. Menn höfðu orðið þess varir, að blautt korn verður sætt, ef það hitnar. Sterkjan, sem er aðalefni þess, breytist þá í sykur. Bygg, sem orðið hefur fyrir þeirri breytingu, kallast malt. Ef heitu vatni er hellt á maltið. leysir það sykurinn úr maltinu og verður sætt á bragðið. Ef nú gersveppirnir komast í slíkan lög, hæfilega heitan, leysa þeir sykurefnið sundur. Kolsýran rýkur burt að nokkru leyti, en áfengið verður eftir. Lögurinn er þá orðinn að öli. Því tóku menn eftir, að það flýtti fyrir breytingunni og gerði ölið betra og sterkara, ef dreggjar undan góðu öli voru látnar í löginn. Þær kölluðu forfeður vorir kveikjur. Þær eru fullar af gersveppum og hleypa því brátt ólgu í löginn (gerð). Elztu frásagnir Svo rita grískir fræðimenn, að Egyptar hafi fyrstir manna gert öl. Sagt er, að til sé handrit um 5000 ára gamalt, er lýsi ölgerð þar í landi. Þaðan breiddist síðan út sú kunnátta, land úr landi. Það hyggja fróðir menn, að drukkið hafi verið öl á Spáni og Frakklandi, áður en þar hófst vínyrkja. En hvar sem vínið kom, ruddi það sér til öndvegis, varð ríkismanna drykkur og konunga, en bændur og búalið bjuggu að ölinu. Pyþeas hét maður. Hann var farmaður mikill. Hann var frá Massilíuborg við Miðjarðarhaf. Hann kannaði ókunna 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.