Heima er bezt - 01.02.1989, Síða 11
stigu norður í lönd, fór víða um Bretland og kvaðst hafa
komið við land 6 dægra sigling norður þaðan. Það land
ætla margir, að verið hafi Norvegur. í því landi segir hann,
að menn hafi gert sér drykk af korni og hunangi. Það var 12
öldum fyr en sögur vorar hefjast.
Mjöður og mungát
Tvenns konar áfengan drykk heimagerðan drukku for-
feður vorir í Norvegi, þá er vér höfum fyrst sögur af. Þeir
eru nefndir mjöður og mungát.
Mjöður var gerður af einum hluta hunangs og níu hlut-
um vatns. Lögurinn var soðinn niður til helminga og
kryddaður bragðmiklum jurtum, „grasaður“, kveikjum
síðan komið í hann, er hann var hæfilega rokinn og
geymdur síðan. Mjöður þótti dýrindisdrykkur. Við hann
skemmtu Einherjar sér á kvöldum í Valhöll.
Mungát var alþýðudrykkur, heimagert öl, misgott eftir
kunnáttu þeirra, er gerðu, og missterkt eftir því, hve mikið
var af maltinu móts við vatnið, og hversu heitur lögurinn
var, er kveikjunum var komið í hann. Stundum var vatni
hellt á sama maltið tvisvar eða þrisvar, og hefur síðasta
hitan þá orðið alldauf.
Vín hefir verið lítið þekkt með Norðmönnum eða ekki,
fram til þess er víkingaferðir hófust þaðan vestur um haf, í
lok 8. aldar. En upp frá því gerast samgöngur tíðar við
Bretlandseyjar og suðlægari lönd, þar sem vínyrkja var á
komin fyrir löngu. Svo mikið fannst forfeðrum vorum um
þann drykk. að Óðinn situr einn að honum í Valhöll, enda
þarf hann enga vist aðra. „Vín er honum bæði matr og
drykkr“').
Drykkja í Norvegi
Fram undir lok 8. aldar áttu Norðmenn litla verzlun við
aðrar þjóðir og engar samgöngur á sjó, nema við Dani og
') Sn. Edda 38. k.
Humall.
Þjóðverja. Það ræður að líkindum, að þá hafi drykkjur eigi
verið þar tíðar með alþýðu manna, því að hunang var þar
eigi mikið til mjaðar og korn varla nóg til matar. En þá er
viðskipti hófust við vesturlönd, fara siglingar óðum vax-
andi og verzlun við aðrar þjóðir. Þurfa Norðmenn þá eigi
lengur að hlíta þeim föngum einum, er land þeirra gaf af
sér. Sækja þeir upp frá þvi til annara landa malt til mun-
gáts, hunang til mjaðar og jafnvel vín. Slíkar vörur máttu
þó í fyrstu höfðingjar einir og ríkismenn veita sér og
mönnum sínum, því að verzlunin við vesturlönd var að
mestu í þeirra höndum. Þess er getið til frægðar Þórólfi
Kveldúlfssyni, að hann sendi skip til Englands eftir vörum
þessum (árið 874)1). Og til höfðingsskapar Erlings Skjálgs-
sonar (997-1027) er það talið eitt með öðru, að þar var bæði
sumar og vetur máldrykkja að dögurðarboði en að nátt-
verði var ómælt drukkið2). Þótti eigi vel veitt með konung-
um eða að veizlum með höfðingjum, nema drykkur væri
bæði nógur og góður. Var þá oft drukkið fast og sló stund-
um í kapp. Það þótti karlmennska að þola mikinn drykk.
Það taldi Þór sér til íþótta í höll Útgarða-Loka3). Svo er að
sjá, sem margir hafi lítt gætt hófsins, ef óspart var veitt.
Lauk svo stundum, að menn lágu í spýjunni á gólfinu eða
sofnuðu út af, þar sem þeir voru komnir. Það þótti þó
ósvinna, og varað er við því í Hávamálum, að drekka frá sér
vitið, og sá maður talinn hjörðum heimskari, er eigi kann
magamál sitt, en hitt ámælislaust af hverjum manni, að
hætta drykkju í tíma og ganga snemma að sofa.
Alþýða manna hefur þá enn varla smakkað áfenga
drykki nema í veizlum og heimboðum, og þá sjaldan annað
en mungát. Slíkt fór mjög eftir árferði. Svo segir Snorrt:
,,Þá var ár mikið og drykkjur miklar“4).
Þá er fram líða stundir eykst mjög verzlun Englendinga i
') Eg. 17. k.
2) Hkr. Ól. Har. 21. k.
3) Sn. Edda 46. k.
4) Ól. Har. Hkr. 84. k.
Heima er bezt 47