Heima er bezt - 01.02.1989, Page 14
KARI TRYGGVASON:
Kvæðið um krumma
Dökkum vængjum krummi klýfur
kafaldsbyl um vetrarnótt.
Allt í kring er auðn og myrkur,
allt í kring er dauðahljótt.
Dökkum vængjum krummi klýfur
kafaldsbyl um myrka nótt.
Orkuvana einstæðingur
ásér hvergi griðastað,
þegar lífsins loka-myrkur
læsist hjartarótum að.
Kalt er úti í kafaldsbyljum,
- krummi gamli reynir það.
Fennir yfir fell og ása,
flugið daprast gömlum væng.
Krummi gamli kuldaloppinn
kastar sérámjallarsæng.
- Fennir yfir fell og ása,
felur dökkan, stirðan væng.
Veiðibjöllumar
Yfir vorbláum vötnum
veiðibjöllurnar hlakka.
Fögur er fannhvít bringa,
fönguieg kápan blakka.
Yfirþeim oftþó hvílir
annarra þungi stuggur.
Fylgist því, með í förum
flóttahugur og uggur.
Geðríkir grimmdar seggir
gína við hverri veiði.
Lömbin litlu þær hremma,
lepjaupp brönduseiði,
ungum og eggjum ræna.
Yfir þeim flestir kvarta.
Fallega sniðnum fötum
fylgir oft vesalt hjarta.
Myndirgerði Barbara W. Árnason.
50 Heima er bezt