Heima er bezt - 01.02.1989, Síða 16
sömu leið. Fleiri ferðir fór hann ekki
þangað.
Stuttu síðar sé ég að tveir hrafnar
koma fljúgandi frá gilinu og stefna
hátt í lofti - niður dalinn, báðum
megin árinnar. Og nú segja lóurnar
til um komu þeirra. Skyndilega beyg-
ir annar hrafninn, fer í krappan
boga, í loftinu, og lætur sig svo falla
niður að jörð. Þar hvarf hann í mó
á bak við loðvíðirunna. A litlu holti
þar rétt hjá, var stór steinn. Mér kom
þá í hug, ef ég hefði tíma síðar, eða
ætti leið þar um, að vita hvað
krummi gómaði þarna. Það reyndist
rjúpnahreiður. En þar sem ég hafði
augun á þeim bletti, er krummi
hvarf, vissi ég ekki fyrri til en annar
hrafn er komin þar líka, og hverfur
bak við runnann. Grunaði mig þá
strax að sá síðarnefndi hefði fylgst
með ferðum maka síns, þótt ég tæki
ekki eftir því. Fljúga svo báðir hrafn-
arnir þarna upp og stefna á gilið.
Þarna sá ég enn eitt dæmið um sam-
vinnu þeirra. Eftir litla stund koma
þeir svo aftur og fara aðra ferð.
Um lágnættið virtist allt hljótt. En
klukkan tæplega fjögur, næsta
morgun, voru krummar aftur komnir
á ról og flugu niður í byggð. Mér
fannst þeir talsvert lengi í burtu, en
svo kom annar með eitthvað í nefinu.
Það fór talsvert fyrir því en ekki sá
ég hvað það var.
Sól skein í heiði um morguninn og
mest allan daginn. Mér virtist áber-
andi hvað hrafnarnir urðu fengsælli
á þeim svæðum, er sneri á móti sól
en hinum, sem voru í skugga. Sló ég
því föstu að þar hjálpaði birtan
þeirra afburða skörpu sjón og sér-
gáfu til að greina það sem grunsam-
legast væri. Og einu sinni enn
sannfærðist ég um það, að fuglum,
sem verpa á snögglendi, eins og lóum
og spóum, er hrafninn hættulegri
andstæðingur um varptímann, held-
ur en tófan. En ungunum er hún aft-
ur mun hættulegri. Það mætti því
með sanni segja að fuglalífið hér væri
í hers höndum.
Á annarri nóttu, með sólarupp-
komu, náði ég síðari tófunni langt frá
greninu eða skammt norðan við fyrr-
nefnd gil. Einn yrðlingur var þá eftir
í greninu og vissi ég að auðvelt yrði
að ná honum eftir stuttan tíma. En
nú var komið tækifærið að fram-
kvæma það, sem ég hafði velt fyrir
mér, síðan ég kom á grenið.
Ég gekk fram á gilbarminn með
tófuna í hendinni, settist þar skugga-
megin við stóran stein, og hugsaði
ráð mitt. Geislar sólarinnar voru
farnir að verma. Bráðum skein hún
beint niður efir dalnum.
Ég gerði mér vel ljóst, að áður
en ég framkvæmdi áform mitt, yrði
ég að vita hvar hrafnarnir ættu ung-
ana og hvernig væri að komast upp
í hreiðrið til þeirra. Ekki mátti ég þó
snerta við þeim, áður en ég næði
hröfnunum. Mistækist árás biði ég
ósigur. Já. Herfilegan ósigur fyrir
samvisku minni.
Með hröfnunum, sem ég hafði
fylgst með á herferðum sínum síðan
ég kom á grenið, hafði ég nú meiri
samúð en með tófunum, sem ég var
nýbúin að drepa. Hvernig á þessu
stóð gat ég ekki gert mér ljósa grein
fyrir. En svona var það nú samt. Ef
til vill var veigamesta ástæðan sú, að
ég var þarna nýliði. Hinu var ég orð-
in vanur. Og - ,,svo má illu venjast
að gott þyki.“ Það er sannarlega um-
hugsunarvert. En undarleg öfl og
ólík sóttu að mér, þar sem ég sat í
skugganum við steininn, á gilbarm-
inum.
Einhvers staðar lengst inni héldust
í hendur gamall vani og ennþá eldri
trú. ,,Guð launar fyrir hrafninn“,
mælti trúin ,,og - hefnir líka. Ja-há“,
sagði vaninn. svo bætti hann við og
varð býsna myndugur: „Þegar
hefndin verður á vegi þínum þá er
of seint að iðrast.“ Svo þögnuðu
bæði.
Þessar raddir fengu þó ekki
áheyrn. Lífið hafði brynjað mig fyrir
þeim. Ég lét því til skarar skríða.
Ég læddist austur á gilbarminn og
sá fljótt hvar bústaður hrafnanna
var. Hann leyndi sér ekki. Ofan til
í bjarginu,á einum stað, var ofurlítill
skúti. Þar inni var sprekahrúga mikil
og allt umhverfið neðan við hvítt af
driti. Við rætur klettsins var stór,
dökkgrænn grasblettur. Umhverfis
hreiðrið húktu fjórir, nærri fullvaxnir
hrafnsungar. Ég þóttist sjá leið til að
komast í hreiðrið. Hitt sá ég strax,
að auðvelt var að skjóta alla ungana,
og það jafnvel í einu skoti.
Ég hraðaði mér aftur vestur á
brúnina svo langt að ég sæi vel yfir
dalinn. Þar faldi ég mig í skugganum,
milli kletta, og beið tækifæris.
Hvorugan hrafninn sá ég. Það var
mitt lán. Þeir voru flognir til veiða.
Þá grunaði ekki hvað til stóð. Ann-
ars hefðu þeir verið á varðbergi.
Kæmu þeir á sama tíma og ég sá þá
á heimleið í gærmorgun, gat það orð-
ið fljótlega. Ég gægðist því við
klettabrún og sá vel undan sól yfir
allan dalinn.
Næstum undantekningarlaust
flugu hrafnarnir yfir ytri brún gilsins,
þegar þeir færðu ungunum mat. Ég
hafði fylgst vel með því. Þeim megin
var hreiðrið og þar leyndist ég nú.
Talsverður tími leið. Ég var ró-
legur meðan ekkert heyrðist í full-
orðnu hröfnunum. Til unganna
heyrðist heldur ekkert. Grunaði þá
hvað til stóð? Ólíklegt var það en
samt sáu þeir mig.
Þei - þei. Þarna kemur annar
hrafninn neðan dalinn. Það blikar á
blásvarta vængi og kropp. Hann fer
hægt og hljóðlega. Skyldi þetta vera
síðasta ferðin? Hann stefnir beint á
mig, móti sól. Ég Ieynist í skuggan-
um. Ólík er nú aðstaða okkar. Ég
þrýsti mér fast upp að klettinum, er
ég stend hjá. Hrafninn getur tæplega
greint mig, fyrr en hann er komin í
færi. Samt er sjón hans skarpari og
eftirtektin vökulli en ég fæ skilið,
jafnvel þó hann fljúgi á móti birt-
unni.
Nú heyri ég glöggt vængjatökin.
Hann flýgur hjá í dauðafæri. Um leið
sér hann mig. Hann sleppir ein-
hverju, hvítu og svörtu, snarbeygir
og rekur upp krúnk. Skotið berg-
málar í gilinu. Hrafninn steypist
niður. Margar svartar fjaðrir svífa á
eftir. Það leyndi sér ekki að hagla-
drífan var þétt. Báðir vængir brotn-
uðu.
Ég set á mig hvar hrafninn féll í
urðina neðan við, og einnig það sem
hann bar. Eftir nokkur augnablik
bíar lóa. Var það skothvellurinn,
sem hún heyrði? Sennilega. Nei.
Vængsúgur í lofti og svo - krunk. Ég
kippist til, halla mér afturábak fast
52 Heima er bezt