Heima er bezt - 01.02.1989, Blaðsíða 21
Pétur Havstein amtmaður.
inn) að baki munksins og heyrði á samtalið. „Við erum
saklaus eins og blessuð glaða stjarnan, sem brosir til okkar
frá himninum,“ sagði nunnan. Eftir þetta var settur vörður
á kvöldin hjá læknum, sem sá um að fundum sleit, og ætíð
fanst mér einhver friður og farsæld hvíla yfir þessum
Nunnuhól.1
Pétur amtmaður flutti að Skjaldarvík frá Möðruvöllum.
Man eg að frú hans og börn komu til kirkju að Möðru-
völlum; leizt okkur vel á Hannes Hafstein, fallega og
gáfulega drenginn, fanst mér hann helzt líkur Tryggva
Gunnarssyni móðurbróður sínum. Tók eg eftir því hvað
innileg elska og sameining var með systkinum þessum,
enda áttu þau þá beztu móður sem hugsast gat. Frú Krist-
jana var afbragðs kona að gáfum og geðprýði. Á Möðru-
völlum var margt af ungu og glaðlyndu fólki; var oft glatt á
hjalla, en piltar kváðu rímur og lásu sögur á vetrarkvöld-
um; eg hafði gaman af mörgu, sem þar kom fram. Reimars
rímur þóttu mér afbragð, þar sem kóngsdóttirin náði
Reimari í körfuna á múrnum, þegar átti að taka hann af lifi.
Það þótti mér sönn kona að viti og hugrekki. En Bertholds
rímur þóttu mér bera af öllum rímum; þar sá eg hönd
Drottins hjálpandi og blessandi. Seinna sá eg að hinar
ýmsu rímur máttu missa sig, þær voru alt of grófgerðar til
að bæta hugsanalif fólksins, enda sló formyrkvan yfir þær
með lofsöngvum Matthíasar og fegurð og djúpsæi Stein-
gríms og hinum kjarngóðu gleðiljóðum Hannesar.
Hjónin á Möðruvöllum áttu fimm börn, fjórar dætur og
einn son.2 Eg passaði yngstu börnin. Elzta stúlkan, Jó-
hanna, og eg vorum góðir mátar, og settum saman hend-
ingar og sögðum okkur sögur af skrítnum viðburðum, sem
við krydduðum með okkar eigin hugmyndasmíð. Man eg
hvað mér þótti gaman að klæða börnin í falleg föt á
sunnudagsmorgna, áður en fólkið kom til messunnar. Séra
Davíð prófastur Guðmundsson var þá sóknarprestur,
ágætis ræðumaður og valmenni. Fyrir jólin var kirkjan
hreingerð og prýdd, ljósahjálmar fágaðir og ljósadýrðin
fanst okkur óviðjafnanleg. Gamli Þorsteinn á Lóni sá um
alt sem kirkjan útheimti til viðhalds og prýði, enda var
hann eins konar kirkjufaðir, smíðaði margar af þeim. Vil eg
fara nokkrum orðum um þennan bændaskörung og fyrir-
myndar mann, því þegar vér lesum um alla þá menning og
framför, sem nú á sér stað á íslandi, koma manni í hug
mikilmenni fyrri tíma. Einn af mönnum þessum var Þor-
steinn Daníelsson á Skipalóni við Eyjafjörð, sem var heilli
öld á undan samtíð sinni í menning og framförum. Þor-
steinn Daníelsson var hinn mesti atkvæðamaður i dugnaði
og framkvæmdum; hann var listasmiður, hagsýnn gróða-
maður og hélt prýðilegt heimili. Timburhúsið á Lóni var
orðlagt fyrir smekkvísi og þrifnað. Smíðahúsið gamla
mannsins var stórt og reisulegt, hann smíðaði Möðru-
valla-kirkju, sem var fegursta kirkja landsins á þeim tima.
Stórhýsi og íveruhús smiðaði hann mörg á Akureyri. Þil-
skip smíðaði hann, báta og byttur. Húsgögn af öllum teg-
undum smíðaði hann og alls konar verkfæri og áhöld fyrir
heimilin; seldi hann smíðar sínar á báðar hendur og græddi
á tá og fingri sem kallað var. Umboðsmaður eigna konungs
1 Þessi saga er ef til vill kveikjan að smásögunni Árni munkur eftir Davíð
Þorvaldsson.
2 Aðeins þrjú hin elstu komust til fullorðinsára. Tvær yngstu dæturnar
dóu í bernsku.
Kristján
Kristjánsson
amtmaður.
Heima er bezt 57