Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1989, Síða 30

Heima er bezt - 01.02.1989, Síða 30
komi til aðstoðar, og gefi þeim næringu. Þá myndi þessi blásni melur breytast í fagran blómsturreit. Það tók að rofa til í huga mínum og ég talaði af meira viti en ég hafði áður gert. Mjöll hjálpaði klárnum úr klíp- unni, og hann var farinn að kroppa eins og hinn. - Mjöll, nú ætla ég að segja þér nokkuð, sem ég veit að mun koma þér meir á óvart, en allt sem þú hefur áður heyrt. Raunar býst ég við, að þú munir ekki trúa einu einasta orði af því sem ég hyggst segja þér. En ég vil segja þér sannleikann, þó mig gruni að þessi játning komi of seint. Þú ert komin í ferðafötin, en því frekar vil ég að þú vitir sannleikann. Ef til vill hugsar þú af meiri samúð og hlýju til mín þá. Frá því ég man fyrst eftir, hefur okkur alltaf verið strítt hvort á öðru. Við vor- um kölluð litlu hjónaleysin og það leiddi til þess að mér fór að verða í nöp við þig. Eg vildi kenna þér um, hvað við vorum kölluð. Eg fór því að telja sjálfum mér trú um að þú værir bæði ljót og leiðinleg. Þótt ég gleymdi því stundum, þegar við vorum tvö ein að leik. En nú, er ég mæti þér hér og þú ert að fara, ef til vill alfarin, þá hafa augu mín loksins opnast og ég sé í gegnum þessa sjálfsblekkingu. Já, stundum sjáum við hlutina líka of seint. En þú verður að trúa mér, Mjöll, að ég elska þig. Eg skal að vísu játa, að þessi stund eða staður eru ekki sem best til þess fallin að játa þér ást mína. Og ég hefði ekki sagt þér það nú, ef þú hefðir ekki verið á förum. Ég vil að þú vitir þetta, áður en þú ferð. Ég veit að hér eftir verður engu breytt. Liðið er liðið, en þó langar mig samt til, að við skiljum vinir, eins og við höfum alltaf verið, þrátt fyrir heimsku mína. Ég lít á Mjöll, sé að ofurlítill andvari leikur í ljósu hári hennar. Það er fjallaandvari, já, blær austfirskra fjalla og fegurðar. Augu hennar eru tárvot. Þar sé ég það fegursta blik, sem ég hefi nokkurn tímann litið. Það er líkast því að horfa ofan í lindina í túnfætinum heima á Fjalli á kyrrum vormorgni. Ég veit og skil, að þetta fagra blik og brosið á ég einn og enginn annar. Þó geri ég mér ekki grein fyrir því á þessu andartaki, hvers vegna slík hamingja hefur fallið mér í skaut. Nei, en veit þó, að þessari stundu mun ég aldrei gleyma, heldur geyma í minningasjóði sem helgan dóm. Það er líkast þvi sem sólin standi í stað og tíminn sé ekki lengur til, aðeins fjallaandvarinn í hári Mjallar minnir á lífið. Þvílík stund. Hér eftir verður þessi staður mér sem heilög jörð. Ég þarf að rétta litlu gróðurnálunum hjálparhönd í harðri lífsbaráttu þeirra. Já, maður lofar og lofar, en svíkur svo flest. Mjöll hverfur til min, leggur hendur um hálsinn á mér. - Elsku vinurinn minn, segir hún. Eftir þessari stund hefi ég lengi beðið og ef maður á vonina, er hægt að bíða lengi. Þú segir, að nú sé allt um seinan. En, vinur minn, þarf svo að vera? Ég get að vísu ekki breytt ferða- áætlun minni eða svikið ráðningu mína. Enginn maður með heilbrigða skynsemi gerir það. En koma ekki dagar eftir þennan dag? - Mjöll, þykir þér virkilega vænt um mig? Ég horfi á lækinn, sem rennur þarna rétt hjá okkur. í vor í hlýindum söng hann háum þróttmiklum rómi um leið og hann minntist við klappir og steina, en nú suðar hann aðeins hjáróma röddu við síluð föl stráin á lækjarbakkan- um. - Trúir þú því virkilega ekki, segir hún, tekur báðum höndum um háls mér. Hefur þig aldrei grunað neitt. Aldrei séð eða lesið það úr augum mínum. Ég hef að vísu reynt að leyna þessu. Þú hefur verið svo fráhrind- andi. Fyrst var þetta aðeins barnaleg vinátta, en sú vinátta hefur þróast í ást. Þú verður að trúa mér. Stundum hef ég verið alveg örvingluð, en þá hefur vonin gefið mér þrek til að bíða þessa dags. Ó, kysstu mig! Geturðu ekki komið suður líka? - Mjöll. Ég veit að allir þekkja það, hvað hægt er að gefa í skyn í einu orði. - Nei, þú getur ekki látið þau vera ein, eftir að vesal- ings bróðir þinn fór til tunglsins. - Ég vona að þú reiðist ekki, Mjöll. Ég vil ekki að þú gerir það. - Hér í þessari sveit skulum við alltaf dvelja. Já, búa vinur minn, segir Mjöll. Ég þegi, get ekkert sagt. En ég skal viðurkenna það, að mér hraus hálfpartinn hugur við að þurfa að búa hér uppi í afdal. Ef þú hefðir ekki farið að asnast þetta, þá... jæja... sleppum því. - Fyrirgefðu, ég varð bara hálfsmeykur er ég sá þig þarna niðri í hvamminum. Ég vissi eiginlega ekki hver var þarna á ferð. Já hvort það var konan í... - Hræddur, segir hún. Er það öll þin ást? Og hún horfir beint í augu mér. - Elskan mín, ég átti ekki von á þér. Ég hélt bara að það væri húsfreyjan í hvamminum sem.... - Húsfreyjan í hvamminum? Það var spurn í svip Mjallar. Hver er hún? - Hefurðu ekki heyrt um hana? Sumir þykjast sjá hana hér enn, en ég trúi ekki öðru, en að hún sé komin þangað sem við öll eigum eftir að fara. - Hvernig stendur á henni hér, spyr Mjöll. - Það er raunaleg saga, saga um trúgirni, svik og lítil- mennsku okkar karlmannanna. Ég vil helst ekki segja þér hana núna, elskan. - Jú, vinur minn, segðu mér hana, já, og einmitt núna. Kannski er það í sambandi við örlög okkar, að við hitt- umst og tjáum hvort öðru hug okkar og ást. Ef til vill eigum við að læra eitthvað af þeim raunalega atburði, sem þú segir að hér hafi gerst áður fyrr. Hver veit, vinur minn. Mjöll strýkur lokkana frá augunum og kyssir mig. - Endur fyrir löngu bjuggu rík hjón á Grund. Þau áttu eitt barn og var það sonur. Eins og títt var á þeirri tíð höfðu þau margt vinnufólk og þar á meðal var ung stúlka, er Hallgerður hét. Hafði hún alist að einhverju leyti upp hjá þeim hjónum, en þó verið greitt með henni af sveit- inni. Það segir töluvert. Hún var hreppsómagi. Þau bóndasonur og Hallgerður voru á svipuðu reki og voru því leiksystkini. en er þau eltust og þroskuðust, þá fór það svo, að þau felldu hugi saman. Þó munu þau 66 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.