Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Síða 8

Heima er bezt - 01.01.1995, Síða 8
Agœtu lesendur. „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka,“ eru fleyg orð, hálfgerð einkennisorð hverra áramóta sem hljóma víða í eyrum á vængjum söngsins á þeim tímamótum. Enn hefjum við vegferð á nýju ári, það gamla að baki eins og segir í Ijóðlínunum, fram undan nýtt ár með nýj- um fyrirheitum. Vart er að efa að margir hugsa sér, svona um leið og púðurreykur áramótanna er að hverfa frá vitum, að gera nú enn betur í ýmsum efnum á nýja árinu en því gamla. Þvf miður er reyndar ekki víst að all- ir þeir sem slík heit strengja í jákvæðum tilgangi séu einmitt þeir sem virkilega þyrftu að gera slík heit og standa við þau. Þegar horft er til baka við ára- mótin, eins og gjaman er tíðkað og ýmislegt það rifjað upp sem átt hefur sér stað á síðasta ári, koma upp ýmislegar myndir af atburðum þjóðfélagsins og ekki endilega allar birtu gæddar eins og við er að búast. Eitt af því sem upp kemur er viðhorf manna gagnvart því sem kallað er „eignarréttur einstaklingsins," og þá um leið hversu ótrúlega mörgum finnst sjálfsagt að sniðganga hann í eigin þágu. Ótrúlega víða er til staðar fólk sem finnst það að hirða eða stela hluturn sem einhver af gleymsku eða athugaleysi hefur skilið eftir á almennum vettvangi. Og þarf slíka gleymsku jafnvel stundum ekki til. Ef eitthvað er þá finnst ntanni þessi lífsskoðun jafnvel fara vaxandi heldur en hitt. Sjálfsagt á þar hlut að máli sú staðreynd að land okkar færist stöðugt nær því að verða hálfgert borgríki en það vill nú gjarnan öllu frekar vera fylgifiskur þéttbýlisins að stolið sé frá náunganum. S.l. sumar var ég eitt sinn staddur á stórri sýningu hér í Reykjavíkurborg ásamt fleirum, sem frarn fór utan dyra. Veðrið var gott og fylgdist fólk með því sem fram fór, m.a. af nokkuð stóru bílastæði í grenndinni. Var ekki óalgengt að fólk stæði utan við bifreiðar sínar svo bctur mætti fylgjast með því sem fram fór. Þegar leið að lokum sýningarinnar fór fólkið að týnast af vettvangi hvert af öðru. Tók ég þá eftir því að einhver hafði gleymt yfirhöfn sinni, sem hann hefur að öllum líkindum lagt frá sér einhvers staðar á bifreið sína og síðan ekki munað eftir að grípa hana með sér þegar inn var sest aftur og ekið af stað. Yfirhöfnin sat því eftir á miðri bílastæðaflötinni þegar flestir voru farnir. Þar sem umrætt bílastæði var ótengt svæði því sem sýningin fór fram á þá var ekki um það að ræða að koma flíkinni til sýningarstjórnar sem óskilamun, eins og oftast er gert í slíkum tilfellum. Varð niðurstaðan því sú að skipta sér ekki af hinni gleymdu yfirhöfn, eigandi hennar hlyti að sakna hennar Ojótlega og snúa til baka í leit að henni. En í sömu andrá sést til tveggja pilta, 16-17 ára gam- alla, sem koma gangandi af tilviljun og eru þeir augsýni- lega að stytta sér leið yfir bílastæðaflötina á leið í annað bæjarhverfi. Leið þeirra liggur framhjá yfirhöfninni í svo sem 5 metra fjarlægð. Þeir eru rétt að segja komnir fram- hjá henni þegar annar þeirra rekur augun í hana, snar- stansar og gerir síðan lykkju á leið sína að henni. Og án að því er virtist nokkurrar frekari umhugsunar beygir hann sig eftir flíkinni, eftir að hafa virt hana fyrir sér lít- ils háttar, tekur hana upp og bregður um öxl sér. Gengu þeir félagar síðan áfram sína leið, eins og ekkert hefði í skorist, niðursokknir í samræð- ur. Ekki varð annað séð en að félaga þess sem yfirhöfnina tók, hefði þótt þetta hin sjálfsagðasta og eðlilegasta athöfn. Ekki þarf að tíunda það að eftirgrennslan hins rétta eiganda hefur til lítils orðið, hafi hann snúið aftur til leitar. Svona lagað vekur mann til umhugsunar um hið al- menna siðferði þjóðfélags rnanna í dag. Þessi litli at- burður skýrir líka það sem margir þeir er verða fyrir því að gleyma einhverju þar sem fólk fer um, hversu fljótt það er horfið, jafnvel þótt snúið sé til baka innan örfárra mínútna. Og eru sjálfsagt til margar sögur af slíkum at- vikum, hverri annarri líkar. Nefna mætti manninn sem var að koma erlendis frá og kotn við í fríhöfn flugstöðvarinnar til þess að versla eins og algengt er. A leið sinni út í áætlunarbflinn sem beið fyrir utan lagði hann fríhafnarpokann frá sér við dyra- stafinn á tneðan hann kom töskum sínum í hendur bíl- stjórans. Þegar hann ætlaði síðan að grípa poka sinn þá var hann gersamlega horfinn og allt sem í honum var og sást ekki meir. Þama skiptu sköpunt einungis nokkrar sekúndur nánast að segja. Og viðbrögð mannsins segja kannski líka vissa sögu. Hann var auðvitað argur út af missi pokans og þess sem hann geymdi, en í raun öllu frekar út í „athugaleysi" sjálfs síns en framferði þess sem pokanum stal. Honum t’annst það sem sagt nánast fyrirsjáanlegur hlutur að pokinn hyrfi úr því að hann í hugsunarleysi leit af honum stundarkorn. Skilaboðin eru í rauninni þessi: „Svona er þetta nú, þú getur sjálfum þér um kennt ef þú passar ekki betur upp á hlutina.“ Er ekki siðferðið orðið hálföfugsnúið þegar svona at- vik þykja nánast orðin sjálfsögð? Og það sem einkennilegast er í rauninni varðandi þessi Framhald á bls. 34 4 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.