Heima er bezt - 01.01.1995, Síða 11
Flestir völdu fyrri
kostinn með góðum ár-
angri. Margir bændur í
Fljótshlíð keyptu sér
Willysjeppa um þessar
mundir til heimanota
og ferðalaga frá bæ.
Húsmæðurnar á bæjun-
um, einkum þær yngri,
lærðu á bíl um þessar
mundir og var ég ein af
þeim, sagði Guðfinna.
Árið 1957 varð það
að ráði milli oddvita
Fljótshlíðarhrepps og
mín, að ég færi í ljós-
móðurnám í Reykjavík
og tæki að mér ljós-
móðurstarf í Fljótshlíð-
inni að námi loknu. Um
þessar mundir tók ljós-
móðurnámið eitt ár.
Með hjálp góðrar
tengdamóður og mág-
konu tók ég mig upp og
fór til Reykjavíkur. Það
var mikil breyting. Telpan okkar þá 12 ára og drengurinn
6 ára. Þau áttu svo góða ömmu heima að þetta blessaðist
allt. Að ári liðnu kom ég svo aftur heim í sveitina og tók
að mér Ijósmóðurstarfið í Fljótshlíðinni. Allt er breyting-
um háð, konurnar hætt með árunum að fæða böm sín
heima og fóru þá á sjúkrahús til að eiga börnin.
Ég var um tíma einnig ljósmóðir í Holta- og Landsveit-
arumdæmi og þar til öll umdæmin í sýslunni voru lögð
niðurmeð nýjum lögum.
Oddgeir Guðjónsson og Guðfinna Ólafsdóttir og börn þeirra á yngri árum.
Árið 1965 varð að áeggjan Magnúsínu Þórðardóttur
ljósmóður á Selfossi, að ég fór að vinna í Sjúkrahúsi Suð-
urlands á Selfossi. Fyrst í sumarafleysingum og svo allt
árið frá 1970 og þar til ég hætti lögum samkvæmt 1992.
Þetta var mikið og dýrðlegt starf og veitti mér mikla
gleði og ánægju. Ég er þakklát öllu því góða fólki sem ég
hefi unnið með þar.
Það hafa orðið miklar breytingar og framfarir á öllum
sviðum þessi ár sem ég hefi lifað og áfram heldur lífið og
breytingarnar - og vonandi allar lil bóta!
Það sést best á því hvað ég hefi elst að nú á ég sjö
barnabörn. Dóttir mín, Guðlaug, á tvö börn, Elínu Sig-
urðardóttur og Sigurð Oddgeir Sigurðarson. Tengdasonur
minn er frá Hvítárholti í Hrunamannahreppi, sonur Sig-
urðar Sigmundssonar fræðimanns og Elínar Kristjáns-
dóttur frá Felli í Biskupstungum. Hann er húsasmiður og
búa þau hjónin á Hvolsvelli.
Tunga í Fljótshlíð. Húsið er byggt 1952 afOddgeiri
Guðjónssyni.
Heima er best 7