Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Page 12

Heima er bezt - 01.01.1995, Page 12
Með tveimur af Ijósuhörnum sínum. hefi hús að sýsla við, svo prjóna ég og les mikið, syndi og hjóla. Á sumrin vinn ég mikið í garðinum við húsið okkar. Hann er nokkuð stór og hressandi að vinna í hon- um og vera úti þegar gott er veður. Eg hefi alltaf haft gaman af að hjálpa öðrum, enda hef- ur það verið mitt starf að hlúa að og hlynna að fólki. Guðfinna og systkini hennar. Sonur minn, Olafur Sveinn, á fimm börn. Hann býr í Brussel og vinnur þar hjá EFTA. Kona hans er frá Edin- borg í Skotlandi og heitir Fiona McTavis. Börnin hans heita Hulda, Berglind, Arndís Finna, Geir og Brynjar. Dætur sínar á hann með fyrri konu sinni, Elínu Jóhanns- dóttir, Kópavogi. Árið 1991 ákváðum við hjónin að flytja frá Tungu til Hvolsvallar. Eg var enn í fullu starfi á Selfossi og því oft ekki heima. Oddgeir var löngum einn við búskapinn, þvf bömin okkar voru þá farin að heiman og búin að stofna sín eigin heimili. Við áttum litla íbúð á Sel- fossi og þar var minn annar dvalarstaður, en margt breyt- ist með árunum og við ákváð- um að breyta til. Skógrækt ríkisins á Tumastöðum, næsta bæ við Tungu, keypti jörð og hús í Tungu og við fluttum á Hvolsvöll. Þetta var mikil breyting eftir nær 50 ára bú- skap í blómlegri sveit. Við keyptum notalegt einbýlishús að Litlagerði 18 og þar dvelj- um við nú í góðu umhverfi með góðum nágrönnum. Eg hætti að vinna á Selfossi þegar ég var 70 ára og varð að finna mér eitthvað til dundurs. T.d. reyni ég að heimsækja barnabörnin mín í Brussel minnst einu sinni á ári, en ég á fjögur þeirra þar. Dóttir Guðlaugar minnar hefur lagt áherslu á fjölþætt nám þar ytra og vinnur um þessar mundir í fjármáladeild EFTA. Þar var erfitt að hætta og hafa ekkert fyrir stafni, en ég 8 Heima er hest

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.