Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Síða 13

Heima er bezt - 01.01.1995, Síða 13
Guðfinnna á sjötíu ára afmœlisdeginum. Uppeldi barnanna var dásamlegt og ljósmóðurstörfin sem tóku við eftir að börnin mín stækkuðu. Þú talar um mannlíf fyrr og nú, segir Guðfinna og lítur tvíræðum augum á sveitunga sinn og samstarfsmann í ungmennafélaginu Samhygð á árum áður og minnug þess að „ljósubörnin“ hennar munu fylla fjögurra stafa tölu - og leiðin þeirra fyrsta út í lífið og lífshamingjan mun aldrei hafa brugðist. Ef ég á að gera samanburð, segir húsfreyjan frá Tungu, þá eru mér efst í huga kvennréttindamálin, hvað þeim hefur fleygt fram síðustu 50 ár. Það hefur oft verið þung- ur róðurinn en miðar þó í rétta átt. Það hefur verið Ijómi í huga mér yfir afrekum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem braust í því að gefa út blað til að vekja konur af Þyrnirós- arsvefninum. Oftast hefur verið til ein og ein kona sem hrist hefur upp í kvenþjóðinni. Bríet var studd af manni sínum, Valdimar Ásmunds- syni. Það má ekki gleyma að þakka mönnum eins og honum. Þeir hafa nokkrir verið til sem studdu kvenfrels- ið. Það tekur sinn tíma þessi þróun og aldrei má sofna á verðinum. Nú eru ungar stúlkur vel menntaðar og það eitt ætti að skila sér nokkuð á leið. Það er ekkert sem hindrar konur lengur nema þær sjálfar. Höfum það hugfast! Eg ætla að vekja athygli á bókinni „Aldrei, aldrei án dóttur minnar" eftir Bettý Makmoody sem greinir frá hvað íranskar konur máttu þola og eiga langt í land að ná rétti sínum. Það verðum við þó að nrtuna að sagan er bara hennar hlið, en óneitanlega sýnir það vel karlaveldið þar í landi og því miður er það of víða í heimi hér. Bráðum stend ég á afleggjaranum inn í nýja öld. Hvað hann nær langt er óráðin gáta. Það er best að vita sem minnst. Ég óska öllum góðum áformum og góðu fólki, innilega velfarnaðar á 21. öldinni. Sennilega verða þar skin og skúrir en framfarir halda áfram og breytingar verða til hins betra - vonandi! Ég hlakka til hvers dags meðan heilsa mín er góð. Hver dagur færir mér eitthvað nýtt og ég hefi oft samband við fólkið mitt, fylgist með framförum barnanna í skólanum og utan þeirra. Ég mun ferðast út meðan ég er heil heilsu. Gat ekki komið því við fyrr en ég var komin yfir fimm- tugt. Vonandi endist það til æviloka því þá er eitthvað að hlakka til. Oddgeir Oddgeir Guðjónsson er fæddur 4. júlí 1910, lengst af bóndi í Tungu í Fljótshlíð, Rangæingur að ætt og upp- runa. Þar hefur hann lifað og starfað um langa ævi og víða komið við sögu í félags- og framfaramálum fyrir sveit sína og hérað. Hann hefur fundið lífsfyllinguna í störfum sveitabóndans og séð mátt moldarinnar breyta mýrum og móum í „bleika akra og slegin tún“ og vel vaxin skógarlönd, hvar hugur og hendur hafa lagt góðum málum lið. Heima er best 9

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.