Heima er bezt - 01.01.1995, Qupperneq 16
M |§fí
r
W m má
un miklu magni af girðingarstaurum,
jólatrjám og fleiri skógarnytjaafurð-
um. Ungmennafélagið Þórsmörk í
Fljótshlíð hefur að mestu annast
gróðursetningu í Tunguskógi ár
hvert.
Ef svo fer sem horfir telur Oddgeir
að innan fárra ára skili skógurinn
góðum smíðavið og nú þegar eru
gildustu trjástofnarnir 30-40 sm í
þvermál.
Hjónin frá Tungu, nú að Litlagerði
18 á Hvolsvelli, eru gestrisin og góð
heim að sækja. Eftir að spurningum
og spjalli við þau var að mestu lokið,
einnig ökuferð í farkosti húsbóndans
austur á bóginn, hvar gagnviðurinn
Barnabörn Guðfinnu og
Oddgeirs.
Þegar þau hjónin í Tungu,
Oddgeir og Guðfinna, hófu bú-
skap þar árið 1942 gengu þau
fljótt til verka og byggðu litla
íbúð við gamla Tungubæinn
sem nokkuð var kominn til ára
og fremur þröngt þar á þingi.
Þetta nýja húsnæði bætti úr
brýnni þörf næstu árin.
Arið 1952 rís af grunni nýtt
íbúðarhús á nýjum stað,
skammt frá gamla bænum í
Tungu. Þetta hús er nú í eigu
Skógræktar ríkisins, eins og
áður segir, og býr þar nú einn af
starfsmönnum Skógræktarinnar
á Tumastöðum. Tunguskógur.
Skógrækt hefur löngum verið
eitt af hugsjónamálum Tungu-
bóndans, enda faðir hans, Guðjón Jónsson bóndi í Tungu
í 42 ár, áhugamaður mikill um skógrækt og aðrar lands-
bætur. Árið 1952 afhenti hann Fljótshlíðarhreppi sjö ha af
landi sínu undir skógrækt. Fljótlega var landið girt og
gróðursetning hófst. Voru það einkum greni og furuplönt-
ur sem þar voru gróðursettar og hefur Oddgeir haft um-
sjón með skóginum - Tunguskógi - frá upphafi að fyrstu
skógarplönturnar festu þar rætur fyrir meira en 40 árum.
Tungu- og Tumastaðalönd liggja saman og hefur stór
landspilda af Tumastaðalandi næst Tunguskógi verið tek-
inn til skógræktar og mun þetta skógræktarsvæði allt vera
eitt það vöxtulegasta í sýslunni og skilar árlega við grisj-
vex, er gengið meðfram skápum og hillum í húsi þeirra
Litlagerðishjóna. Þar gefur að líta listasmíði húsbóndans
í ótal myndum og eru munir þessir allir að efni til úr
Tunguskógi.
Síðast (næstum í trúnaði) sé ég, svart á hvítu, þykkan
bunka af ljóðum og lögum sem Oddgeir bóndi hefur
samið og lagt til í tómstundum sínum, sönggyðjunni
samtíð og framtíð til heilla.
12 Heima er best