Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Page 18

Heima er bezt - 01.01.1995, Page 18
um landið hef ég sagt ýmsum frá þessum skynjunum mínum og sumar þeirra eru þegar farnar að líta dagsins ljós, aðrar eiga lengra í land en þeim mun fjölga verulega þegar á árið líð- ur og þær verða margar komnar fram fyrir næstu áramót, til mikilla bóta fyrir bændur og búandlið þessa lands. Hlutfall tekna bænda af mjólkuraf- urðum mun minnka vegna aukinna tekna frá öðrum búgreinum og mun íslenska fjallalambið eiga stóran þátt í því. Með aukinni markaðsleit erlendis fyrir íslenskar matvörur munu margar þeirra komast í góða sölu. Það mun þegar kominn einhver skriður á markaðsleitina en hún mun aukast ár frá ári, m.a. vegna þess að aðrar þjóðir fara að gera sér grein fyrir hreinleika íslenskrar fæðu um- fram þá erlendu. Auðvitað er það svo að hér verður engin hraðbylting á, heldur þróast þetta jafnt og þétt frá ári til árs. Með vorinu hefst markaðsleitin af miklu afli og strax í ár skilar hún miklum arði. Það spyrst fljótt út að hér á landi séu notuð minni eiturefni við gróður en í öðrum löndum og að lambið gangi allt sumarið úti í óspilltri náttúrunni. Ég sé verulega ræktun á einhverri korntegund sem ekki er ræktuð hér nú og sem notuð verður til ræktunar og uppbyggingar á gróðri. Ég sé líka mikið átak hjá bændum í upp- græðslu alls örfoka lands. Hér verð- ur það unga fólkið sem harðast geng- ur fram, því það sér framtíð í landi sínu. Þetta hef ég skynjað mjög sterkt. Það verkur athygli mína að hér mun verða einhver órói vegna breyt- inga erlendis frá, það er eins og ein- hverjar nýjungar þaðan, sem koma hér inn á markaðinn valdi þessu. En ég hygg að þetta verði ekki stórmál. Við munum átta okkur á því fyrr en síðar, að við eigum betri og hollari matvörur hér heima en við getum fengið erlendis frá og því munu þeir sem að okkur sækja verða að vægja. Það er einhver gróður hér, sem tengist sauðfjár- og hrossarækt, er breytist og verður vannærðu landi til góða. Þetta er ekki trjágróður heldur einhver annar gróður en ég sé þetta ekki greinilega. Hvað svo sem það er mun það hafa góð áhrif á jörðina. Nú kemur Melrakkasléttan sterkt upp í huga mér. Ég finn fyrir hugar- farsbreytingu þar hjá fólki sem verð- ur til þess að þar eykst ræktun veru- lega og búfé fjölgar þar til muna á komandi árum. Ég vil geta þess hér að á Mel- rakkasléttu hef ég aldrei komið og hef þar af leiðandi enga hugmynd um hvernig þar er umhorfs, en, samt sem áður, sé ég greinilega ört vax- andi gróður þar og fjölgandi bú- stofna í náinni framtíð, því bændur þar eru að gera sér grein fyrir mikil- vægi lands og fénaðar. Það verður einhver einn maður öðrum fremur sem mun styðja við landbúnaðinn og sókn hans. Það verða átök og skiptar skoðanir um framtíð landbúnaðarins en þrátt fyrir það mun hann ganga vel fram og ná miklum framförum í áranna rás. Það eru nokkrir ungir menn sem eru að fara út í eitthvað nýtt í þessari grein en það er ekki komið enn út í umræðuna. Það er þó ekki langt und- an. I huga minn kemur sterkt upp einhver útflutningur á ís og súkku- laði. Ég sé ekki hvernig þetta verður en það á ekki langt í land og mun ganga mjög vel. Já, þetta verður eitt af því fyrsta sem kemur fram. Þá má ekki gleyma smærri hlutum, svo sem pylsunum sem nú eru komnar með verulega útþrá. Svo mun líka vera um sitthvað fleira því auðvitað vilja litlu krílin líka út í heim. Og þá er það nú blessað hangiketið, það verður brátt mjög eftirsótt í útlandinu. Það fer að vísu hægt af stað en verður líka því eftir- sóttara er fram líða stundir. n Veður í febrúar eða mars mun gera mjög slæmt veður. Já, það verður aftaka veður, eitthvað í átt við hvirfilvind því það fylgir þessu mikið sog og þó að ég geti ekki staðsett það örugg- lega þá finnst mér Austurlandið lík- legasti staðurinn. Þetta veður stendur stutt yfir en það er vissara að gefa því góðar gætur og huga að öllu lauslegu því það mun fáu eira. Mér finnst að einhver skepnufellir verði af þessu mikla veðri. Það eru líka miklar líkur á að talsvert verði um rigningar á Suðausturlandi, að því er ég best fær séð, á komandi sumri. Heyskapur Fram eftir vori verður fremur óhagstætt fyrir gróður víðast hvar, þó að undanskildu Suðausturlandi, svo sem áður segir. Bændur þurfa þó ekki að örvænta því seinni hluti sum- ars verður hagstæður gróðri og heyskap. Vinnumarkaðurinn Þegar ég huga að vinnumarkaðn- um þá verður því miður að segja að ýmislegt bendir til þess að þar verði 14 Heima er hest

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.