Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Side 19

Heima er bezt - 01.01.1995, Side 19
órólegt. Það eru auknar líkur á ósætti milli manna í þeim málum. Seinni partinn í mars og apríl verða þó ljósari punktar uppi sem gætu, ef vel tekst til, valdið betra ástandi. Náist ekki samningar fljót- lega við kennara virðist þar hörð vinnudeila framundan því samstaða þeirra virðist mikil. Þó sést hér í samkomulag sem hugsanlega verður gert til mjög stutts tíma, t.d. hálfs árs eða svo. Mér virðist sem tveir menn í ríkis- geiranum geri sér öðrum fremur grein fyrir þeim vanda er að steðjar og muni beita öllum mætti sínum til þess að forða frá vandræðum. Hvort það tekst sé ég ekki að sinni. Mér sýnist því miður, að alls kyns órói verði í þjóðfélaginu og hags- munaátök allt til aldamóta eða til ársins 2002, en þá fer að stillast til og ró og sættir að komast á milli manna. Smuguveiðar Það er allt útlit fyrir það að Smuguveiðar haldi áfram og að sætt- ir náist við Norðmenn. Hinsvegar sýnist mér veiðarnar færast nær Grænlandi en nú er. Afkoma sveitarfélaga Það munu flest, ef ekki öll, sveitar- félög vera búin að ná lágmarki eða núlli, hvað afkomu snertir og því fara þau að rétta úr kútnum á ný. Eg sé sérstaklega Siglufjörð í þessu sambandi. Ég sé líka skóverksmiðju en veit þó ekki hvar á Norðurlandi hún er. Það er bjart yfir henni og ég hygg að til hennar komi erlendur skósmíðasérfræðingur, ég held helst að hann sé ítalskur og af honum verður góður fengur. Loðnubræðslan á Fáskrúðsfirði mun fara hægt af stað en verða í góðu gengi seinni part ársins. Skólamál Það verða ýmsar breytingar í skólamálum á næstu tímum. Kennsluformi verður breytt og það koma erlendir aðilar að því máli. Is- lenskir kennarar fara einnig eitthvað utan vegna þeirra mála. Breytingin mun m.a. ná til Háskóla Islands og einhvers sérstaks skóla á lands- byggðinni, mér sýnist það helst vera norðanlands. Þessi mál eru í vinnslu og koma eitthvað í framkvæmd næsta haust og síðan á næstu tveimur árum. Það koma fram nýjungar í kennsluformum en það sést ekki enn hverjar þær verða. Sjávarútvegur Það verða hér áfram mörg stór og öflug fiskiskip en sókn þeirra færist fjær landi. Þau munu fiska meira á úthafi en nú er. Smábátaútgerð mun aukast verulega því menn fara að gera sér grein fyrir því að veiðarfæri þeirra eru hagstæðari fyrir fiskistofna og uppbygginguna þar. Ferskfiskútflutningur mun aukast mikið flugleiðis. Það verður nteiri sérhæfing í þeim flutningum og við það lækkar flutningskostnaður veru- lega. Fiskiðnaður nær sér upp og áfram verða miklar umræður um fisk- vinnslu og veiðar. Ymsar tilraunir verða gerðar sem skila góðum ár- angri. * Islenskt vatn Jarðhiti verður í hávegum hafður hér og þegar erlendir markaðir opnast þá eykst þörfin á meiri gróð- urhúsaræktun og það verður arð- vænlegt að leggja fé í slíkar fram- kvæmdir. Sama má segja um ásókn útlendinga í heilsumátt heita vatns- ins. Ég sé mikla og breytta uppbygg- ingu í Hveragerði og víðar vegna þessara mála og einhvers staðar verður byggt stórt heilsuhæli. Ég sé ekki hvar, en það kemur til vegna ásóknar útlendinga að slíkum stöð- um. Sala á íslenska kaldavatninu mun aukast mikið erlendis. Rússland Ég er mjög hrædd við Rússland. Það verða miklir erfiðleikar og átök. Júlí-, ágúst- og septembermánuðir verða mjög viðsjálir og hættulegir því þá fer eitthvert mikið afl af stað. Það kemur einhver utanaðkomandi aðili, einstaklingur, Rússum til hjálp- ar, mér sýnist þetta vera Svíi eða Svisslendingur, aðalsmaður að tign. Hann hefur störf sín á þessu ári en því mun verða haldið leyndu til árs- ins 1996. Með honum mun starfa einhver rússneskur aðili og þó að þeir vinni vel er langt í land því fólk- ið í Rússlandi ræður illa við nýfeng- ið frelsi. Stjórnmál Baráttan verður hörð og óvægin. Þó munu sverðin verða slíðruð um síðir. Jóhanna mun verða sterk því Heima er best 15

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.