Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Page 20

Heima er bezt - 01.01.1995, Page 20
með henni verður margt gott fólk, t.d. tveir ungir menn er gera munu góða hluti í fjár- og ferðamálum og hún mun reynast ábyrg í starfi. Þau öfl sem stóðu að R-listanum munu starfa með Jóhönnu að kosn- ingum loknum og ná góðum árangri á ýmsum sviðum. Það er eitthvað óþægilegt sem koma mun aftan að Davíð eða Sjálf- stæðisflokknum, en hann mun þó halda sínu. Jarðhrœringar og eldsumbrot Eg sé mikil eldgos og finn mikinn jarðskjálfta en er ekki viss um hvar það verður. Eg tel þó margt benda til Ítalíu og ártalið 1999 til 2000 tel ég láta nærri. Þetta verður stórt og áhrifamikið gos. Annað eldgos á nálægum slóðum verður einnig um svipað leyti en það verður lítið. I kjölfar þessara gosa sýnast mér koma tvö til þrjú smágos hérlendis. Einu þeirra mun fylgja nokkurt ösku- fall og þar finn ég fyrir Kötlu. Það sýnast vera einhver tengsl milli þessara gosa. Þau erlendu munu verða afstaðin þegar hér gýs. Heimsmeistara- keppnin í handbolta Heimsmeistarakeppnin hér í hand- bolta verður mjög vel sótt. Að vísu mun sú aðsókn fara hægt af stað og skapar það talsverðan titring hjá að- standendum keppninnar en fljótlega fer hún vaxandi og verður eins og áður er sagt ntjög góð. Á meðan keppnin stendur yfir verður hér einstök veðurblíða. Söngvarar Kristján Jóhannsson og Björk munu halda sínum hlut og í ágúst til október verður einhver ávinningur hjá Björku. Diddú mun skjótast upp á frægð- arhiminninn einu sinni enn mjög fljótlega. Oþekktur söngvari, sennilega laus og liðugur, mun koma fram og ná góðum árangri hér heim og erlendis. Vísindi Nokkrir einstaklingar munu skara frarn úr á ýmsum sviðum svo sem raf- og tölvusviði, læknisrannsókn- um hér og erlendis, með rneiru. Þetta nær yfir þetta ár, 1996 og 1997. Ymis mál Eg sé fyrir mér mikinn samruna í stjórnun fyrirtækja. Þetta á ekki við um það sem þegar hefur verið gert, t.d. í sjávarútvegsfyrirtækjum og öðrum stærri fyrirtækjum að und- anförnu, heldur á þetta við um fyrir- tæki almennt og virðist það vera mótleikur við hingaðkomu erlendra fyrirtækja. Gert til þess að draga úr kostnaði og óraunhæfri samkeppni hér innanlands. Þegar frjálsræði útlendinga eykst hér til margs konar starfsemi mun flytjast hingað talsvert af erlendu fólki sem ætlar sér stóra hluti því því finnst landrými mikið. Þetta set- ur ugg að landsmönnum og þjappar þeim betur saman. Þetta gengur svo langt að heimamenn óttast að þeir hverfi í erlent mannhaf. Hér langar mig til að minna á að það stendur einhvers staðar í Biblí- unni að guli kynstofninn muni flæða yfir heiminn. Síðan ég las þetta hef ég mikið hugsað um það því mér fannst þetta svo skrítið þá en nú tel ég mig sjá meiningu þessara orða í öðru ljósi. Eg tel að nú sé ver- ið að opna svo mjög á fólksflutninga á milli landa, bæði með afnámi ým- issa hafta svo og með síauknum ferðamöguleikum milli landa að blöndun kynstofna verði svo mikil að húðlitur breytist verulega. í stað hvíta og gula litarins komi brúnn lit- ur meira fram. Þetta er auðvitað eðlileg afleiðing þeirrar opnunar sem í vændum er og er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu. Sá minnihluti sem kemur inn í annað þjóðfélag samlagast því á sama hátt og við höfum séð nýbúana okkar samlagast okkar þjóðfélagi vandræðalaust um árabil. A þessu ári munu koma hingað að minnsta kosti þrjú fyrirtæki erlendis frá, Irving-oil kemur ásamt einu tryggingaélagi en ég sé ekki hvert hið þriðja er. 16 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.