Heima er bezt - 01.01.1995, Qupperneq 22
I lauginni á Hveravöllum.
VIÐ KJALVEG
Ein dýrmætasta og stór-
fenglegasta náttúruperla
sem við Húnvetningar
getum státað okkur af er
án efa Hveravellir við
Kjalveg. Þetta jarðhita-
svæði norðan undir
Kjalhrauni sem hefur að
geyma marga gullfall-
ega vatnshveri, ásamt
svo mörgu öðru sem
vert er að skoða.
egar nálgast Hveravelli má sjá
|gufustróka upp frá hverunum
og þá kemur einhver undarleg
timnning í brjóstið, einhver gleði eða
eftirvænting. Mín tilfinning er sú að
Hveravellir séu ein af aðalorkustöðv-
um landsins, eins og til dæmis Borg-
arvirki, Asbyrgi og Snæfellsjökull.
Það er sérstakt andrúmsloft á Hvera-
völlum. Mér finnst ég anda að mér
orku og endurnýjun á þessum heill-
andi stað. Ef við tölum um að staðir
hafi heilunarmátt, þá mundi ég mæla
með því að fólk færi á Hveravelli.
Hvort sem kraftaverk gerast þar eður
ei þá get ég lofað því að líðanin
verður betri og ferðin ógleymanleg.
Margir merkir hverir eru á Hvera-
völlum. Má þar nefna Eyvindarhver,
sem kenndur er við Fjalla-Eyvind,
Bláhver og Grænhver, sem bera þessi
nöfn vegna lita sinna, Öskuhólshver,
sem er hrúðurstrýta með miklu gufu-
uppstreymi, og Bræðrahveri, en auk
þessara eru ótal margir sem ég kann
ekki nöfn á. A Eyvindarhver má
glögglega sjá að í honum hefur verið
soðið.
Ferðafélag Islands reisti sæluhús á
Hveravöllum 1938. Við þetta gamla
sæluhús stendur laug sem er um
margt mjög sérstök. Er hún hlaðin og
sérstaklega notaleg. Bæði laugin og
umhverfið er svo náttúrulegt að
mann langar til að dvelja þarna langa
stund. En Ferðafélagið reisti annað
hús stutt frá hinu gamla árið 1980.
Gamalt hlaðið hús stendur sunnan
18 Heima er best