Heima er bezt - 01.01.1995, Qupperneq 28
fengið að ljúka okkar verkefni í því
efni eigum við alltaf að vera tilbúin
að mæta kallinu þegar það kemur.
En svo ég haldi nú áfram að segja
frá draumnum, þá fannst mér að ég
bæði guð þama um að leyfa mér
annaðhvort að fara aftur niður til
þeirra eða að pabbi kæmi þá og sækti
mig fram fyrir tjaldið. Um leið og ég
var búin að biðja um þetta fór ég aft-
ur niður í hinn jarðneska líkama
minn og vaknaði í rúmi mínu.
Vegna þessarar atburðarásar sem
varð í beinu framhaldi af draumnum
sem ég var að segja frá, hef ég að
ölluni líkindum misskilið hann eitt-
hvað og dregið þá ályktun að það
væri ég sem myndi missa eitthvað
eða deyja.
Mér fannst ég vera að deyja, eins
og sagt er, þegar þetta var að eiga sér
stað. Eg var komin að þessu tjaldi en
vissi að ég kæmist ekki inn fyrir það
nema með leyfi þess æðri máttar sem
yfir okkur ræður. Við verðum alltaf
að fá aðstoðina til þess að komast
yfir landamærin eins og við segjum.
Það er erfitt að lýsa þessu tjaldi en
ég held að ég megi segja að það hafi
verið svona eins og Ijósbrúnleitt á
litinn. Þetta var ekki neinn skær eða
stingandi litur, en engan sá ég og í
raun ekkert nema tjaldið og þá sem
voru niðri á jörðinni.
Þetta er sem sagt í fyrsta sinn sem
ég tel að ég hafi farið úr líkamanum
eins og það er kallað. Eg fór svo ekki
aftur í slíkt ferðalag utan hans, að ég
tel, fyrr en ég fór að aðstoða fólkið
sem ég hef hér sagt frá, fyrst þar sem
flugvélin fórst og svo varðandi skip-
in. Mér vitanlega er ég ekki lengur í
slíku hjálparstarfi og álít ég að það
stafi af þeim meðulum sem ég þarf
að nota í dag, því ég held að þau geti
truflað svona hluti. Maður sefur á
annan hátt og nær ekki sömu tökum
á þessu. Hins vegar hefur mig
dreymt ýmislegt sem síðan hefur
ræst nokkurn veginn. Eg hel’ upplif-
að hluti sem áttu eftir að eiga sér stað
og jafnvel hafa verið að gerast um
svipað leyti og mig dreymdi þá.
Meðulin hafa ekki truflað mig
þannig, ekki alltaf a.m.k. Eg veit að
ég þarf að gera ýmislegt og þarf að
fara ýmislegt, en það þurrkast yfir-
leitt út síðan ég fór að nota þessi lyf.
Eg man ekki nógu vel það sem ég
hef þurft að fara og gera. Það hafa
verið svona gloppur, því ég hef
| seinna munað það, jafnvel þegar það
kom fram og ég stóð frammi fyrir
því og sá að ég var búin að lifa þetta.
Lyfin gera það einhvern veginn að
verkum að þegar maður vaknar þá er
þetta búið. Nema að maður væri með
blýant og myndi skrifa það um leið.
Manstu eftir lcmdslagi himtm meg-
in?
Nei, t.d. þegar ég fór með þessa
sjómenn fannst mér þetta eiginlega
sama landslagið. Mér fannst þetta
eiginlega mjög slétt, eins og grænar
grundir. Mér fannst ég bara koma
þarna að á græna velli og mér fannst
ég skila þeim yfir á nákvæmlega
sama landslag, bara fallegra.
Fannst þér vera sólskin þarna?
Já, það var bjart, mjög bjart. Það
var líka mjög bjart yfir þeim og þótt
þetta bæri ábyggilega mjög fljótt og
hastarlega að fannst mér samt að
þeim liði ekkert illa.
En voru þeir húnir að átta sig á
því að þeir voru dánir?
Já, sérstaklega fannst mér menn-
irnir á fyrra skipinu vera meira búnir
að átta sig á því. Hinir voru svona
eins og þeir gerðu sér eiginlega ekki
grein fyrir því hvar þeir voru, eða því
að þeir væru komnir yfir. Mér fannst
heimþrá þeirra eiginlega sterkari,
enda hafa þeir kannski komið lengra
að og hafa verið famir að hlakka til
heimkomunnar. Hinir voru bara að
koma úr róðri.
En urðu einhver orðaskipti á mílli
ykkar, sem þú manst eftir?
Nei, engin. Mér fannst ég eitthvað
tala til þeirra um að þeir skyldu
fylgja mér og mér fannst þeir nota
hendumar þegar við fórum úr skip-
inu. Eg leiddi þá og þannig er það
alltaf. "
Finnst þér þú gera þetta ósjálfrátt
eða er þetta eitthvað sem þér finnst
að þurfi að gera?
24 Heima er hest