Heima er bezt - 01.01.1995, Side 29
Það eru alltaf einhverjir aðrir sent
standa á bak við þetta og stjórna.
Hefurðu orðið eitthvað vör við þá
sem það gera?
Nei, og ég veit ekki hverjir það
eru.
Veistu ekki um hjálpendur þína að
öðru leyti?
Nei, ég veit ekkert um það hver
kann að hafa notað mig til þess arna.
Aftur á móti man ég eftir því að ég
fékk mjög góða hjálp þegar ég gekk
með elsta strákinn minn. Þá var
pabbi löngu dáinn. Hann dó þegar ég
var 14 ára gömul. Að vísu hafði mig
dreymt hann eins og gengur. Svo var
það uni sumarið að við sátum úti á
túni. Það var nú ekki búið að byggja
eins mikið í Reykjavík þá og nú er.
Ég átti þá heima við Hrísateig, og ég
man að kirkjan var í smíðum. Á
þessum tíma voru mjög fá hús við
Hrísateiginn og Laugateiginn. Þarna
voru því þessi fínu tún og við sem
sagt sátum þarna úti og nulum góða
veðursins.
Þá bar þarna að konu sem ég hafði
að vísu séð en þekkti ekki. Hún var
ættuð vestan úr Breiðafirði og var í
heimsókn hjá fólkinu í húsinu. Hún
sat og horfði á mig þarna úti. Þá brá
svo við að ég gat bara ekki hreyft
mig og það fór svona einhver ein-
kennilegur straumur um mig þannig
að mér varð kalt í þessu líka glaða-
sólskini sem var á, og það var nú að
mér fannst hlýrra í gamla daga en
núna. Ég sat þarna og var bara hrein-
lega eins og negld niður. Ég hugsaði:
„Hvern fjárann er kerlingin að
glápa svona á mig.“
Þar sem ég átti í vændum að verða
einstæð móðir innan tíðar datt mér
helst í hug að hún væri að hneykslast
á því með sjálfri sér, því að það hefði
nú ekki þótt gott í ungdæmi hennar.
Ég varð öskureið við tilhugsunina,
en hreyft mig gat ég ekki.
Það leið þó nokkur stund við þess-
ar aðstæður þar til ég fann allt í einu
að ég var laus. Þá var ég sko fljót að
rísa á fætur og skunda heim. Frænka
mín kom á eftir mér og spurði hvort
ég væri orðin veik.
„Nei,” sagði ég. „Ég ætla bara
ekkert að sitja undir augnaráði þess-
arar kerlingarálku. Hún getur sett út
á einhverja aðra en mig.”
Þessi kona er dáin fyrir allmörgum
árum.
Fékkstu að vita hvað hún var að
gera þarna?
Reyndar ekki fyrr en löngu seinna.
Meðgangan var orðin mér svo erf-
ið að ég vaknaði alltaf upp mjög
snemma á morgnana, svona unr kl.
4-5. Þá fannst mér alltaf að það væri
eins og að fóstrið væri fast upp undir
bringspölunum. Ég þóttist hafa séð
það á lækninum sem ég hafði farið í
skoðanir til að hann fylgdist óvenju-
vel með mér og mér fannst hann
kalla nokkuð ört á mig í skoðanir. En
hann sagði mér aldrei neitt.
Eins og ég sagði vaknaði ég alltaf
við þetta því að þá var orðið svo
kæfandi að það var engu líkara en að
ég væri að kafna.
Einn slíkan morgun fannst mér
eins og ég væri vöknuð. Þá sá ég,
líklega hef ég verið í einhvers konar
svefnástandi, að pabbi kom inn. Ég
hafði aldrei séð hann með þessum
hætti áður þó mig hefði oft dreymt
hann. Ég sá einungis efri hluta hans,
niður að mitti, cn að öðru leyti var
hann eins og í móðu. Hann kom inn
og gekk að höfðalaginu hjá mér og
klappaði á höfuðið á mér og sagðist
vera kominn með gesti. í því sá ég
að frænka mín, sem var dáin, kom
inn og ég sá hana á sama hátt og
hann. Á eftir þeim kom læknirinn
okkar, þ.e. heimilislæknir foreldra
minna. Hann var einnig látinn þegar
þetta gerðist, en þau voru öll miklir
vinir. Reyndar dóu þau öll úr sama
sjúkdómi. En læknirinn kom fulllík-
amnaður ef svo má segja, íklæddur
grænleitum fötum, í sportjakka með
föstum spæli í bakinu og hálfsíðum
pokabuxum. Hann hélt á læknatösk-
unni svo allt var afar eðlilegt.
Svo bara skyndilega hvarf allt, líkt
og ég hefði verið svæfð. En síðan
vaknaði ég inn í þetta aftur, þ.e.a.s.
ég sá hann ganga frá rúntinu og
frænku mína á eftir honum og pabba
á hælunum á þeim út.
Þegar pabbi kom inn fyrst fannst
mér hann ekki opna dyrnar alveg
heldur svona í hálfa gátt og komu
þau öll inn um dyrnar þannig.
En eftir að þau höfðu farið út aftur
þá kom hann inn aftur að vörmu
spori, gekk til mín og sagði:
„Magga mín, nú fer þetta allt vel
og þér kemur til með að ganga mjög
vel með að eiga barnið.”
Svo fór hann. Ég tók eftir að hann
lokaði ekki dyrunum.
Mér fannst ég nú sofna þessum
venjulega svefni, ef svo má segja.
Ég vaknaði svo við það að frænka
mín og maður hennar stóðu við rúm-
ið mitt og spurðu þau hvort ég hefði
verið veik í nótt.
„Nei,” sagði ég.
„Nú, af hverju svafstu svona ein-
kennilega?”
„Ég svaf ekkert einkennilega,”
svaraði ég.
„Jú,” svöruðu þau, „og þú hefur
farið fram, því hurðin var hálfopin.”
Ég innti þau eftir því hvernig hún
hefði verið opin. Þau sýndu mér það
en það var siður þeirra á meðan ég
var hjá þeim að koma inn á hverju
Heima er hest 25