Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Side 31

Heima er bezt - 01.01.1995, Side 31
Framhaldssagan: ARNI I KLÖMBRUM 14. HLUTI, SOGULOK ú er að segja frá Jönu. Hún stóð úti og sá til ferða Árna, sá hún einhverja flygsu clta hann. Sá hún Árna hverfa við túngarðinn en llygsan kom heim á tún og alla leið heim að bæ. Stansaði hún í skjóli við bæinn. Fór Jana að forvitnast hvað þetta væri. Sá hún þá að þetta var poki, fullur poki af lyngi. Tók hún hann og bar hann inn í skemmu og gekk síðan inn því hún bjóst við Áma á hverri stundu. En er hana fór að lengja eftir honum, gekk hún út aftur. Sá hún þá að hann var að skríða heim í hlaðið. „Hvað er að sjá þig maður, þú hefur þó aldrei slasað þig á byssunni?“ sagði Jana. „Ja, nei, nei,“ sagði Árni stynjandi, „það er nú eitthvað verra en það. Eg á ekkert eftir annað en taka síðasta and- varpið.“ „Hvað segirðu maður. Ertu að deyja, eða hvað?“ spurði Jana og hljóp til hans fram á hlaðið. „Ég er sprunginn, algerlega sprung- inn. Ég fann þegar ég sprakk, það er einhvers staðar hérna að aftanverðu. Sko.“ Og hann benti á mjóhrygginn á sér. „Hvað sprengdi þig?“ spurði Jana. „En tröllin, bölvað flagð, sem elti mig. Það píndi mig lil að hlaupa þangað til ég sprakk af mæði. Þess vegna er ég nú að andast... ekki út um munninn eins og aðrir menn heldur andast ég út um Jón Guðmundsson frá Beruvík gatið á bakinu... Þar fer seinasti lífs- neistinn út eins og allt það loft sem hef- ur streymt þar út um mig, síðan ég rifn- aði... Þú ættir að koma hérna og heyra hvernig gaular í gatinu þegar loftið er að pressast út um það.“ Jana hljóp til hans og hlustaði. „Jú, það er satt,“ sagði hún, „mér heyrist eitthvað undarlegt hljóð koma úr bakinu á þér. En hvað hefurðu þarna á bakinu?“ „Það eru buxurnar mínar fullar af rjúpum,“ sagði Árni, dálítið hressari í málrómnum. Jana losaði þær nú af honum. „Mér heyrist hljóðið koma úr buxun- um,“ sagði hún. „En komdu nú með mér í bæinn.“ Að svo mæltu fór hún að toga í Árna og vildi fá hann til að rísa á fætur. „Æ, æ, taktu ekki svona hranalega á mér. Sérðu ekki hvað ég er orðinn sam- anskroppinn og aumur?“ Eftir mikla fyrirhöfn kom hún honum inn í baðstofu og tók svo að afklæða hann. „Ég sprakk þegar ég stökk yfir tún- garðinn,“ sagði Árni. „Ég heyrði svo glöggt brestinn hérna í bakinu.“ „Ætli það hafi ekki verið axlaböndin þín, ég sé að þau hafa slitnað þarna að aftanverðu," sagði Jana, „að minnsta kosti sést ekkert á bakinu á þér.“ „Er ekkert gat eða rifa?“ spurði Ámi með ákafa. „Ekki sést það. En vissirðu hvað var á eftir þér hérna heim að túninu." „Það var tröllið. Hvað á ég að segja þér það oft?“ svaraði Árni. „Það var lyngpoki en ekkert tröll,“ sagði Jana. „Ég náði honum og bar hann inn í skemmu.“ „Pokinn sem fór upp í háaloft og fauk svo út í veðrið?“ sagði Ámi. „Ég get sýnt þér pokann, ef þú trúir mér ekki en hljóðið sem þú hélst að kæmi úr bakinu á þér heyri ég að kemur alltaf öðru hvoru úr buxunum, en ekkert heyrist nú í bakinu á þér, síðan ég los- aði þig við þær,“ sagði Jana. „Þetta gleður mig mikið og mér finnst ég hressast alveg ótrúlega fljótt, þegar ég veit að það var aðeins lyng- pokinn sem elti mig. Ég finn það alveg á mér að þessi pinkilskratti hefði ekki gert mér mein, þótt hann hefði oltið á eftir mér helmingi lengri leið en þetta. En ég var svo hræddur um að þetta væri tröll að ég gleymdi öllu nema að hlaupa. En leystu nú snærið utan af buxunum og skoðaðu veiðina, þá vona ég að þú sjáir að ég kann að fara með byssuna,“ sagði Ámi og var nú farinn að hressast. Heima er best 27

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.