Heima er bezt - 01.01.1995, Blaðsíða 32
„Hvað er að sjá buxumar maður, allar
í götum,“ sagði hún.
„Það er nú ekki að undra,“ sagði
hann, „því ég skaut á þær mestöllum
skotfærunum, sem ég fór með, já og
veitti ekki af, það var hvergi neitt um
rjúpu núna nema í þeim. Þú getur varla
ímyndað þér hvað mér þótti gaman að
skjóta blessaðar rjúpurnar í buxunum.
Svoleiðis veiðiferðir fer maður ekki á
hverjum degi.“
Hún tók nú buxurnar upp og hristi
þær. Loks datt úr þeint ofan á gólfið -
grár köttur, svo aumingjalegur að hann
gat varla staðið á fótunum. Ami spratt
upp og blíndi á köttinn.
„Hristu þær betur,“ sagði hann við
Jönu.
„Það er ekki meira í þeim,“ sagði
hún.
„Ha - a - skal kötturinn hafa étið rjúp-
umar upp með fiðri og öllu saman eða
skal ekkert hafa verið í þeim annað en
kattarskrattinn?“ sagði Ámi og fálmaði
til kattarins.
„Var kötturinn í buxunum þegar þú
skaust á þær öllum þessum skotum?“
spurði Jana.
„Það hlýtur að vera því ekki hefur
hann komið í þær síðan.“
„Eg trúi því varla, kötturinn er lifandi
en þó eru buxumar allar sundurskotn-
ar,“ sagði hún og fór að skoða þær.
„Já, ég held það nú, varla lófastór
blettur heill í þeim,“ bætti hún við.
Ámi fór nú að skoða köttinn, óá-
nægður yfir því að ftnna hvergi sár á
honum.
„Hvernig atvikaðist þetta?“ spurði
hún.
Hann sagði henni þá allt eins og var.
„Buxumar hafa náttúrlega blásist upp
af veðrinu og þess vegna hefur þér
sýnst þær vera úttroðnar," sagði hún.
„Getur vel verið. En sjáðu til, þarna
hefur kisa fengið skot í sig og þama
annað rétt hjá. Bæði í gegnum stýrið.
Hver ætli hefði gert það betur en ég, að
skjóta tveimur skotum í gegnum kattar-
stýri,“ sagði Árni rogginn, „og það inn-
an í buxunum,“ bætti hann við.
„Þú er meira flónið,“ sagði hún og
hristi höfuðið, „að eyðileggja fyrst bux-
umar með bölvuðum skotunum svo ó-
mögulegt er að nota þær í bætur, þenj-
ast svo með köttinn í þeim á bakinu
undan öðru eins trölli og lyngpokanum,
slíta axlaböndin og telja sjálfum þér þá
trú um að þú sért sprunginn af mæði,
hafir fengið gat á bakið og þar streymi
lífið út um eins og loft úr útblásinni
blöðru, þykist heyra þegar loftið er að
streyma út um bakið á þér, sem er þá
ekkert annað en korrið í kettinum, sem
þú gast þó ekki sært neitt að ráði í
buxnabardaganum. Mér dytti ekki ann-
að í hug en skilja alveg við þig, ef það
gerði ekki eiðurinn. En ég fyrirbýð þér
að snerta framar á byssu á meðan við
erum saman.“
„Hvað á ég þá að gera við allt púðrið
sem ég beiddi Itann Sigga á Þúfu að
taka fyrir mig á Eyri um daginn?“ sagði
Árni.
„Ég held að þú getir selt það,“ sagði
hún.
Árni fór nú að hressast eftir þetta og
náði sér brátt, en kötturinn var lasinn
marga daga á eftir. Gróf í skottinu á
honum hvað eftir annað. Reyndi Árni
að græða hann með öllu sem honum
datt í hug en ekkert dugði. Lét hann
köttinn sofa hjá sér á hverri nóttu. En
einn morgun er Árni vaknaði var kisa
dottin í tvennt. Lá hún sjálf upp í horni
en skottið fram við stokk. Tók hún þá
að hressast fram af því, en skottlaus var
hún alla ævi síðan.
Veislan
Vikuna áður en Árni ætlaði að halda
brúðkaup sitt var mikið að starfa í
Klömbrum. Jana vildi halda reglulega
veislu og bjóða mörgu fólki.
„Eins mörgu og Klambrabærinn tek-
ur,“ sagði hún „Það er ekki svo oft, sem
maður giftir sig,“ bætti hún við.
Fallegustu kindunum var slátrað og
soðnar niður í trog. Árni sleit tvennum
leðurskóm til að útvega áhöld þau, sem
hafa þurfti til veislunnar og bjóða fólk-
inu í hana. Voru það allt helstu ntenn
og konur sveitarinnar sem boðið var.
Allir vissu um hinn mikla viðbúnað í
Klömbrum, svo mörgum var forvinti á
að koma til að sjá alla dýrðina. Jana
varð að taka tvær stúlkur til að hjálpa
sér með það sem þurfti að gera fyrir
helgina. Baðstofan var öll þvegin hátt
og lágt. Þótti það undrun sæta, því það
hafði ekki verið gert fyrr í manna minn-
um. Búrið var sópað hatt og lágt,
veggirnir tjaldaðir með striga og borð-
um slegið upp langs með báðum veggj-
um, því þar átti allur fínasti veislukost-
urinn að geymast. Einnig var tekið til í
eldhúsinu, því þar voru kjöttrogin
geymd, auk margra annarra matarteg-
unda. Pottbrauðin voru bökuð hvert á
fætur öðru og kaffið brennt niður í stór
ílát.
Þetta voru sannkallaðir gleðidagar
fyrir kýrnar, því þær fengu marga góða
mélklessuna og brauðbitann en það var
þeirra uppáhaldsmatur. Kálfurinn fékk
nú alls ekki að koma í búrið á meðan á
þessu stóð, en þar hafði hann verið tíður
gestur um sumarið, svo honum brá
mjög við.
En sá sem verst bar sig af öllum var
Árni. Hann var alveg búinn að missa
matarlystina af vökum og áreynslu og
auk þess var hann orðinn svo sárfættur
af hlaupunum að hann þoldi í hvorugan
fótinn að stíga. Loks undir helgina
sendi Jana hann út á Eyri eftir öllu „fína
brauðinu.“ Fór hann ríðandi, svo hon-
um fannst það stór hvfld fyrir sig. En
þegar hann fór að ríða til lengdar fór
svefninn að pína hann. Hann dottaði
ofan í hestfaxið og var mörgum sinnum
nærri oltinn af baki.
Loks komst hann þó slysalaust út á
Eyri. Hafði hann þar litla viðdvöl. Tók
hann brauðið, sem var í tveimur köss-
um og lét hann þá á hrossið, sem hann
hafði í taumi. En þegar hann var
skammt kominn upp fyrir kaupstaðinn
rykkti sú brúna, sem hann teymdi, svo
hann var nærri dottinn af baki. En í því
hrukku kassarnir af henni. Árni stökk af
baki og fór að stumra yfir kössunum en
þegar hann leit upp var Brúnka farin að
velta sér. Árni rak hana á fætur aftur.
Var þá klyfberinn allur genginn úr lagi.
Varð hann fokvondur þegar hann sá
skemmdirnar.
I því bar þar að tvo menn ríðandi.
„Sæll vertu,“ sögðu þeir.
„Já, ég held það nú,“ sagði Ámi.
Hann grúfði sig ofan að klyfberanum
og var í óða önn að gera við hann.
„Em kaupmennirnir heima?“ spurðu
þeir.
„Þeir eru allir mölvaðir eftir merina,"
sagði Ámi ergilegur „Þið sjáið að brot-
ið af einum situr þarna í gatinu,“ bætti
28 Heima er best