Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1995, Page 34

Heima er bezt - 01.01.1995, Page 34
hundrað manns. Svo ekki var að undra þótt menn létu klárana valhoppa ögn fram eyrarnar. En þegar sást heim að Klömbrum og vatnið kom fram í munn- inn á mönnum, fóru þeir að láta svipu- ólarnar smella. En þegar þeir riðu í hlaðið, var komið rok og rigning, svo ófært var úti hverju kvikindi. Fóru menn að spretta af og koma hrossum sínum í haga, en Arni hljóp strax til að láta kýmar inn í fjós. Þegar því var lokið kom Sigurður á Þúfu til Ama, því hann var einn boðs- mannanna, og fékk honum kassa all- stóran. „Hér kemur nú loksins púðrið, sem þú beiddir mig að taka fyrir þig út á Eyri um daginn. Það hefur dregist að skila því, en verst er að það hefur blotn- að dálítið held ég, svo það er betra að þurrka það,“ sagði Sigurður um leið og hann fékk honum kassann. Gengu síðan allir til baðstofú. Borð var reist upp eftir endilangri baðstof- unni og lagðir á það dúkar. Fór boðs- fólkið síðan að raða sér í sætin. Gekk það ekki þrautalaust, því baðstofan var lítil, en fólkið margt. Jana og Katrín gengu vel fram í að taka á móti reiðföt- um ferðafólksins og masa við gestina. Var farið að rökkva þegar allir voru komnir í sæti sín. Var stór hlaði af disk- um og hnífapörum á borði fremst í bað- stofunni, sem þær tóku og fóru að raða inn á borðið fyrir framan gestina. „Mér finnst full þörf á því að við fáum eitthvað til að seðja mesta hungrið, áður en aðalveislan byrjar,“ sagði Jana um leið og diskamir voru lagðir á borð. Frammistöðukonan flýtti sér ekkert eftir matnum. Hún vissi að hann var al- veg tilbúinn, svo ekkert þurfti annað en bera hann inn á borðið. Nú er að segja frá Árna. Hann lagði kassann í bæjardyrnar og gekk út í skemmu. Mætti hann Ólafi, syni Þórðar á Barði, á hlaðinu. Ólafur var nýlega giftur og bjó nú á Barði móti föður sín- um. Þótti hann fyrir öðrum ungum mönnum þar í sveit, enda hafði hann menntast nokkuð. Var hann fyrir stuttu kominn í hreppsnefndina og var talið víst að hann yrði kosinn oddviti innan skamms. Ámi bauð honum inn í skemmu, tók þar upp kút allgjörvilegan og saup á. Bauð hann Ólafr, sem hann þáði. Kastaði hann síðan reiðtygjum ferða- fólks inn í skemmuna en Árni fór með kútinn inn í bæjardyr og lagði hann í dymar. „Og þarna liggur púðurkassinn,“ sagði hann, „þarna hefur hann blotnað. Eg má til með að þurrka hann, það yrði meira tjónið fyrir mig ef ég missti þama tíu pund af púðri, bara fyrir klaufaskap- inn úr honum Sigga. Það færi þá líklega að hallast búskapurinn minn úr því. Að missa tíu pund og það af púðri. I eld- húsinu verður best að þurrka það,“ taul- aði hann um leið og hann fór með kass- ann inn í eldhús og lagði hann á hlóðar- steininn. „Þarna getur hann þomað af ylnum úr hlóðunum,“ sagði hann um leið og hann færði blauta hornið á kassanum nær eldinum í hlóðunum. Hann leit um- hverfis sig í eldhúsinu og gafst á að líta. „Hér er gaman að vera. Mikill dýrð- arljómi er að sjá blessaðan matinn svon allt í kringum sig. Gestirnir hafa sannar- lega nóg að gera, ef þeir eiga að ljúka þessu öllu í nótt,“ sagði hann um leið og hann gekk út úr eldhúsinu. En þegar hann leit inn um búrdyrnar sá hann þá sjón sem hann gleymdi aldrei síðan, meðan hann lifði. Þar stóðu báðar kýmar, sín við hvort borð, og voru með mestu spekt að gera sér gott af öllu fína brauðinu. Heilu jóla- kökurnar og sódakökurnar sá hann þær gleypa alveg heilar. Marmarakökur, vínartertur, sandkökur, eggjakökur, hungangskökur, kryddkökur, gyðinga- kökur, sykurhringi, möndlukökur, napóleonshatta og margt fleira sá hann hverfa ofan í þetta ógurlega ginn- ungagap. En þegart þær höfðu kyngt hverri mtinnfylli, þeyttu þær kafþykk- um reykjarstrók fram úr sér lengst inn í búrhorn. Að vísu hefði hann ekki vitað um öll þessi nöfn á kökunum ef Jana hefði ekki sagt honum um morguninn nafn á hverri brauðtegund, sem hann hafði sótt út á Eyri. En af því að það hafði ætíð verið besta námsgrein hans að læra nöfn á matartegundum, mundi hann ótrúlega vel allt sem Jana hafði sagt honum um morguninn um fína brauðið. Áma varð svo mikið um sýn þessa að hann varð að styðja sig við dyrastafinn. Kálfurinn var þama líka og hirti hvem mola sem niður féll. Ó, nú skil ég,“ stamaði Árni loks, „þær hafa farið úr fjósinu í gegnum eld- húsið, af því ég batt þær ekki áðan.“ Hljóp hann þá inn í búrið og ruddist um fast, enda voru þær þá búnar með allt sem ætilegt var. En þegar hann kom þeim út úr búrinu, röltu þær á undan honum fram í bæjardyr og stigu ofan á kútinn, svo innihaldið skvettist í allar áttir. Ámi var viti sínu fjær, stökk á kýrnar með mikilli reiði og ætlaði að slíta af þeim halana en í því kom Ólafur inn í dymar. „Hvað er hér á seyði?“ spurði hann. „Nei, brúðguminn og kýmar, en hvem fjandann ertu að gera við halann á þeim, ertu flæktur í þeim eða hvað?“ spurði Ólafur. „Þetta eru ekki kýmar, þar er allt hel- vítis fína brauðið. Kúturinn veit hvort ég segi ekki satt.“ „Mér sýnist hann liggja þarna allur mélbrotinn.“ „Það er ekki til neins að skamma hann fyrir það, því það er ekki honum að kenna,“ sagði Ámi. í sama bili heyrðist ógurlegur dynkur með braki og brestum. Var það líkast því að hundrað skruggur féllu í senn. Keyrði það langt fram úr öllu því, sem Ámi hafði heyrt um sína daga. Kom sterkviðri svo mikið innan úr eldhús- göngunum alla leið fram í bæjardyr, að Árni varð að halda sér svo hann ekki fyki. Þreif hann báðum höndum um háls Ólafi og hóf sig upp á herðar hon- um og hélt sér þar dauðahaldi. Bað- stofuhurðin flaug upp á gátt, en öllu þessu fylgdi svo mikill ódaunn og fýla, að Árna lá við köfnun. Ólafur vildi nú losa sig við Áma. Tókst honum það loks og féll Árni þá ofan í dyrnar. Heyrði Ólafur hann segja um leið: „Nú er fína brauðið farið að verka, það sýnir óþefurinn.“ „Þú er sá mesti beinasni sem til er undir sólinni," sagði Ólafur reiður. „Eða hvern tjandann varstu að sprengja þama inni í bænum?“ „Eg, sprengja, ekki neitt. Ég hef alltaf verið að berjast við kýmar upp á líf og dauða,“ stundi Árni upp. „Þær eru þeir 30 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.