Heima er bezt - 01.01.1995, Side 37
Klömbrum fyrr en á fjöru og þakið það
svo á aðfallinu."
Fékk hún þá almanak yfir á Barði og
Sigurð á Þúfu til að vera með Ama.
Tókst þá loks með ráðum hennar og
visku, sakir hennar miklu náttúru en at-
gangi þeirra, mikils manndóms og karl-
mennsku að koma þakinu á eldhúsið á
réttum tíma. Lét hún þá síðan setja
vangskjól á strompinn með öllum þeim
útbúnaði, sem þar til heyrði.
Jana kvartaði aldrei síðan um reyk í
eldhúsinu, enda var hann eftir það engu
meiri ef hvassviðri var nógu mikið úti,
heldur en hann hafði áður verið í logni.
Mikið fannst Árna til um vitsmuni
konu sinnar. „En í reykjarfræðinni á
hún engan sinn líka, því þar er hún
heima,“ sagði hann.
Þegar fram liðu stundir tók Jana að
færa það í tal við Áma mann sinn að
hann mætti ekki verða eftirbátur fyrra
mannsins síns sæla.
„Verður þú nú að fara að hefja þig
upp til mannvirðinga í sveitinni," sagði
hún. „Og þó þú komist ekki svo hátt að
verða hreppstjóri eða hreppsnefndar-
oddviti, þá er fleira matur en feitt ket,“
sagði hún. ,,Þú kannski gætir orðið
hreppsnefndarmaður, heyskoðunamiað-
ur eða meðhjálpari. Það er virðuleg
staða hvort embættið sem er. En til þess
að komast sona hátt veður þú að vera
auðmjúkur og undirgefinn þínum yfir-
mönnum og einkanlega verður þú að
muna eftir því að taka ofan fyrir þeim
hvar sem þú sérð þá álengdar.“
Ámi kvaðst skyldi gera sitt besta til
að þetta gæti tekist. „En ég kvíði fyrir
öllum lærdómnum, sem er við það. Eg
veit ekki einu sinni hvort ég er maður
til þess sagði hann.
„Sei, sei, þetta kemur allt af sjálfu
sér. Þegar þú ert kominn í neðsta haftið
í virðingarstiganum þá tekur hvert haft-
ið við af öðru, alveg eins og í hverjum
öðrum stiga, þangað til þú ert kominn
upp í efsta haft og þá er ekki lengra
hægt að komast," sagði hún.
Árni fór nú að sækja mannfundi.
Hann kom á hvern sveitarfund sem
haldinn var. Tróð sér inn á hrepps-
nefndarfundi, sóknarnefndarfundi, Bún-
aðarfélagsfundi, stúkufundi og alla
mögulega fundi sem haldnir voru. Hann
fór að vasast í pólitík og reyndi að safna
atkvæðum fyrir þingmannsefni þau er í
kjöri voru.
Ef tveir voru í kjöri reið hann bæ frá
bæ til að safna áskrifendum fyrir annan.
Hélt hann vanalega út vikutíma en
þegar árangurinn varð minni en hann
vildi snerist hann í lið með hinum því
hann hugði þá þeim megin betra að
vera og vænna til virðingar. Var hann
þannig beggja vinur og báðum trúr á
meðan hann var í þjónustu þeirra hvors
um sig.
Loks tók honum að leiðast þófið. Og
eitt sinn er ár var liðið frá því að hann
byrjaði á þessu braski sínu sagði hann
mæðilega við Jönu:
„Seint ætla ég að komast upp í neðsta
haftið. Mér finnst ég sitja í sama rass-
farinu ennþá, sem ég sat í þegar ég byrj-
aði.“
„Þolinmæðin þrautir vinnur allar,“
sagði Jana.
Vorið eftir stóð svo á að kjósa þurfti
tvo menn í hreppsnefnd. Reið Árni á
fundinn og hugðist nú að komast í hið
auða sæti eða að falla að öðrum kosti.
Þegar á fundinn kom heyrði hann sér til
mikillar undrunar að enginn vildi verða
fyrir valinu. Stóð hann þá upp á fundin-
um og sagði:
„En hvað segið þið um mig, piltar?
Eg er orðinn margreyndur maður og
fær í flest.“
„Þig?“ sögðu menn og litu til Árna.
Sonur Þórðar á Barði stóð þá upp og
sagði brosandi:
„Þú ert vel þess maklegur, Ámi
minn, að hljóta virðulegt nafn eftir allar
þær mannraunir sem þú hefur ratað í
um ævina. Því mér er nær að halda að
enginn einn maður hafi komist í furðu-
legri eða frásagnarmeiri ævintýri en þú
á vorunt dögum. Og legg ég það til við
sveitunga mína að þú fáir hið maklega
og hljómfagra nafn að vera útnefndur
„idiot“ sveitarinnar. Er það nafnbót
ekki lítil og ert þú allra manna best að
því kominn að hljóta þann sæmdartitil.
„Idiot“ er hádanskt nafn eins og kamm-
erráð eða jústizráð, sem æðstu embætt-
ismönnum er gefið að nafnbót. Þú ert
heiðarlega búinn að ávinna þér nafnbót
þessa fyrir löngu síðan.“
Margir brostu að ræðu þessari en
Arni stóð upp, horfði myndugur í kring-
um sig og sagði:
„Ég þakka auðmjúklega fyrir þennan
mikla heiður, sem mér er auðsýndur og
þó ég skilji ekki vel þetta virðulega
nafn þá er auðheyrt að það er fallegt,
hverja þýðingu senr það hefur. En það
er vandi að muna það en fylgja því eng-
in heiðursmerki eða vandasöm störf?“
bætti hann við.
„Heiðursmerki verða að fylgja því,
annað held ég fylgi ekki þessari nafnbót
- „Idiot.“
Settist hann við að kenna Árna nafnið
og um kvöldið var hann orðinn full-
numa í að muna það og reið hann þá
heim.
Það var hátíðarsvipur á Árna þegar
hann heilsaði Jönu konu sinni. Henni
sýndist jafnvel vera á honum reigings-
svipur.
„Ertu kominn í hreppsnefnina?“
spurði hún.
„Onei, en ég fékk nú annað virðu-
legra nafn,“ sagði hann. „Ég er útnefnd-
ur idiot - já, og það með heiðri og
sóma.“
„Hvað er það?“ spurði hún.
„Nú það er stór dönsk nafnbót, kona,
alveg eins og á kammerráðinu á Stað.“
„Hvaða nafnbót hefur hann?“ spurði
hún.
„Hvaða, ja, ég gleymdi nú alveg að
spyrja að því enda hefði það ekki verið
til neins. Ég átti nóg með að muna mitt
eigið nafn.“
„Og hvaða embætti fylgir þessu
nafni?“
„Embætti - embætti? Nafnið á víst
sjálft að vera eiginlega embættið.“
„Þetta er náttúrlega ekkert nema
nafnið tómt,“ sagði hún.
„Nafnið er í sjálfu sér fallegt -
„idiot,“ og svo á ég að fá eitthvert heið-
ursmerki, sögðu þeir,“ sagði hann.
Að nokkrum tíma liðnum kom heið-
ursmerkið. Var það gullroðinn skjöldur
á stærð við undirskál. Var grafið á hann
„Idiot“ með stórum stöfum. Varð Árni
glaður við og sýndi konu sinni hann.
„Skjöldurinn er úr ekta gulli, það er
svo sem auðséð,“ sagði hann.
En Jana átti bágt með að trúa því að
svo væri. Tók hún hníf og tálgaði í
röndina á honum. En þegar hún skóf af
honum gyllinguna var svart járn undir.
Árna varð illa við þessa rannsókn.
„Nú ertu búin að eyðileggja fyrir mér
Heima er best 33