Heima er bezt - 01.04.1996, Qupperneq 5
ÞORÐURINGIMARSSON
Hanna María Pétursdóttir, Þingvallaprestur og þjóðgarðsvörður:
„Ég hef alltaf
valið mer
bar ctu“
Hún segist vera sveitamaður í húð og hár en gæti þó
eins verið stjórnmálamaður eða framkvæmdastjóri í
dagsins önn, þar sem hún leggur kaffibolla á sófaborðið
á milli okkar. Um leið lítur hún sem snöggvast í átt til
stofugluggans, þar sem hamraveggurinn blasir við hand-
an Öxarár og flatirnar fyrir neðan eru þaktar snjó og
baða sig í síðdegissólinni. Útsýni sem líkja má við
myndverk meistara.
Það er febrúar á Þingvöllum og viðmælandinn er
Hanna María Pétursdóttur, Þingvallaprestur og þjóð-
garðsvörður. Á Þingvöllum hefur hún barist fyrir ýmsum
endurbótum - einkum þeim að auðvelda fólki að fara um
svæðið og njóta þeirrar náttúru og sögu sem það hefur
að geyma. Endurbætur á Þingvöllum eru þó ekki fyrsta
baráttan sem hún leggur hönd að því hún kveðst ætíð
hafa valið sér baráttu að viðfangsefni.
Hanna María er ein þeirra, sem ruddu braut kvenna að
prestsstarfinu og hún hefur einnig fengist við kennslu og
uppeldismál auk þjóðgarðsvörslunnar, sem nú á mikið
rúm í huga hennar.
„I því umhverfi nýtur sveitamaðurinn og náttúruunn-
andinn sín,“ segir hún og kveðst vera einfari í eðli sínu -
einfari sem sé háður náttúrunni.
„Faðir minn átti alltaf hross og ég ólst því upp við
mikla útiveru með hrossum og hestamennsku. Á há-
skólaárunum í Reykjavfk, fannst mér nauðsynlegt að
fara austur til foreldra minna, næstum um hverja helgi,
til þess að vera úti, fara á hestbak og upplifa tengslin við
landið og náttúruna. Af þeim sökum gat ég ekki tekið
eins mikinn þátt í félagslífi og ég hefði annars kosið því
þegar ég þurfti um helgar að velja á milli sveitarinnar og
einhverra viðburða í bænum þá togaði útilífið jafnan í
mig og ég var lögð af stað austur fyrr en varði. Ert þetta
hélt í mér lífinu og þótt ég yrði af ýmsu öðru fyrir bragð-
ið þá sé ég ekki eftir því.“
'ÍHeima er bezt 121