Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.04.1996, Qupperneq 6
'anna María hefur verið trú tilfinningum sínum og aldrei flutt á mölina utan fimm daga í viku hverri á árunum í guðfræði- deildinni. í baráttu, sem tengst hefur störfum hennar í gegnum tíðina, hefur hún þó þurft að beita kænsku stjórnmálamannsins og krafti atvinnurekandans. Ef til vill blandast þessar persónur allar í konunni, sem situr and- spænis mér í stofu í Þingvallabænum og virðir umhverfið fyrir sér milli þess sem hún lítur yfir farinn veg. „Ég ólst upp í Hveragerði. Faðir minn er Pétur Þórðar- son, ættaður úr Ölfusinu, en móðir mín heitir Alda And- résdóttir frá Vestmannaeyjum en ættuð norðan af Skaga. Að baki Vestmannaeyingnum í mér er nokkuð óvenjuleg saga því langamma mín tók sig upp með böm frá manni og búi fyrir norðan og flutti til Vestmannaeyja, þar sem hún hóf að starfa við saumaskap og vinna á þann hátt fyr- ir sér og börnunum. Eflaust hefur fátæktin og baslið verið aðdragandi þessarar ákvörðunar og til hennar hefur þurft mikinn kjark. A þeim tíma voru slíkir hlutir nánast taldir óhugsandi og trúlega einsdæmi að kona færi frá heimili sínum með þessum hætti. En amma bjargaði sér ágætlega í Vestmannaeyjum og kom börnunum upp að öllum lík- indum við betri lífsskilyrði en henni buðust í harðbýlli sveit fyrir norðan.“ Hanna María segir að þótt amma sín hafi lifað betra lífi í Eyjum en norður á Skaga þá hafi þessi flutningur henn- ar á mölina ekki orðið til þess að draga úr tilfinningu af- komendanna fyrir sveitinni, að minnsta kosti ekki sinni því hún hafi ætíð verið mikill sveitamaður í sér og haft sterkar tilfinningar til landsbyggðarinnar. Hanna María fór þrettán ára til náms í Skógaskóla und- ir Eyjafjöllum og hélt framhaldsnámi áfram á Laugar- vatni. I Skógum kynntist hún meðal annars Þórði Tómas- syni, safnverði, og þau kynni höfðu að hennar sögn mikil áhrif á hana. „Þórður er mikill áhugamaður um þjóðfræði og hann vakti með mér áhuga á hinu þjóðlega og raunar þjóðfræð- inni sem fræðigrein. Hann býr yfir mikilli þekkingu á ís- lenskri þjóðfræði og spilaði fyrir okkur á langspil. Hjá honum lærði ég margar þjóðvísur sem ég kann enn þann dag í dag. Margt af því sem ég lærði að Skógum hefur nýst mér vel og það veganesti, sem ég fór með frá Þórði, reyndist mér einhver besti undirbúningur sem mér hefði getað hlotnast til þess að taka við mínu fyrsta prests- starfþsem var að Ásum í Skaftártungu.“ Náttúrubarnið varð bókmenntasinnað Að loknu landsprófi frá Skógum settist Hanna María í menntaskóla að Laugarvatni. Hún valdi að dvelja áfram í sveitinni í stað þess að fara til Reykjavíkur og mætti til leiks full áhuga á þeim þjóðlegu fræðum sem dvölin að Skógum hafði skilið eftir. En við ný viðfangsefni kvikna nýjar glæður og ný áhugamál verða til. Þannig var nátt- Fjölskyldan á Þingvöllum að lokinni gönguferð á sunnudegi. Þórður, Hanna María, Saga, Katla, Sigurður Arni og hundarnir, Vaka og Kofri. Kofri dregur að sér athygli húsbónda síns. Vaka er í fangi yngri dótturinnar og sú eldri heldur á heimiliskettinum. Ipredikunarstólnum í Þingvallakirkju. „Líklega undir stólversi því annars vœri ég tæplega þögul í stólnum, “ segir Hanna María og brosir. 122 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.