Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 7

Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 7
Ur ættfræðinni Foreldrar Hönnu Maríu Karolína Björnsdóttir - Guðjón Jónsson (fósturfaðir) Vestmannaeyjum Asta M. Einarsdóttir - Þórður Símonarson Ölfushreppi í ý Alda Andrésdóttir Hveragerði Pétur Þórðarson ▼ Hanna María úrubarnið frá Hveragerði allt í einu orðið bókmenntasinn- aður unglingur. „Á sama hátt og áhugi minn á þjóðfræðinni vaknaði að Skógum þá hrifu bókmenntirnar mig með sér á Laugar- vatni. Þótt ég stundaði nám í náttúrufræðideild þá kynnt- ist ég Kristjáni Arnasyni, bókmenntafræðingi og kennara, og við þau kynni opnaðist mér alveg nýr heimur, sem er heimur bókmenntanna. Náttúrubarnið var allt í einu orðið bókmenntasinnað og eyddi löngum stundum við lestur góðra ritverka. Þótt löngun mín til bókmennta bættist þannig við áhuga á þjóðfræði þá varð það ekki til þess að ég hæfi nám í guðfræði. Eg hafði ætlað mér í læknisfræði og innritaðist því í læknadeild Háskóla Islands að loknu stúdentsprófi. En dvölin í læknadeildinni varð styttri en ætlað hafði verið. Eftir viku nám í læknisfræði fór ég upp á skrifstofu háskólans og innritaði mig í guðfræði." En af hverju breytti Hanna María svo snögglega um svið? Við því kveðst hún ekki eiga neitt ákveðið svar en telur að það hafi átt að gerast. „Eg álít að því hafi verið stjómað af einhverju sem ég hef ekki skýringu á. Þó má vera að þessi sinnaskipti mín í námi tengist að einhverju leyti þeim áhuga á þjóðfræði og bókmenntum, sem ég hafði öðlast í framhalds- og mennta- skóla. Þegar ég innritaði mig í guðfræðina þá ætlaði ég alls ekki að verða prestur. Prestsþjónusta hafði ekki hvarflað að mér en ég vissi að guðfræðin tengist þjóðfræði og bók- menntum með ýmsu móti. Guðfræðin er hluti af hug- myndasögu mannkyns og þar er einnig að finna margvís- lega þjóðfræði og ekki síst þá sem tengist hebreskri hug- myndafræði.“ Þótt Hanna María ætlaði sér ekki að verða prestur og henni leiddist lífið í Reykjavík þá stundaði hún engu að síður námið í guðfræðideildinni af fullum krafti. En efað- ist hún aldrei um að hún væri á réttri braut? Hún segir aldrei hafa hvarflað að sér að hætta. I náminu hafi margt höfðað mjög sterkt til sín og einkum þeir þættir, sem tengist sögu og þjóðfræði. „Á síðasta ári mínu í guðfræðideildinni varð ákveðin breyting á afstöðu minni til kristindómsins. Þá var mér gefin bók sem fjallar um kvennaguðfræði. Við lestur hennar opnaðist mér nýr heimur. Það dýpkaði trúar- reynslu mína og yndislegur tími tók við.“ Kvennaguðfrœðin - hluti af þróun kirkjunnar Undir lok guðfræðinámsins hélt Hanna María vestur til Bandaríkjanna þar sem hún dvaldi í Tennessee hjá tilvon- andi eiginmanni sínum, Sigurði Árna Sigurðssyni, sem þar var við framhaldsnám í guðfræði. Hún kynnti sér meðal annars kvennaguðfræðina frekar og skrifaði loka- ritgerð sína um þau fræði. „Þetta var yndislegur tími,“ endurtekur Hanna María á meðan við göngum niður með Öxará og höfum hætt að láta útsýni stofugluggans duga. Sigurður Árni hefur rölt á undan með börn þeirra þrjú og heimilishundarnir, þau Kofri og Varða, eru á þönum fram og til baka í snjónum, fegnir örlitlu frelsi á stað þar sem þeir þurfa annars að lúta lögum manna. En hvað er kvennaguðfræði? Er það aðeins að breyta kynímynd almættisins og ávarpa guð sinn með orðunum „móðir vor?“ Hanna María segir það af og frá. Kvennaguðfræðin snúist ekki um kynímynd Guðs almáttugs. „Kvennaguðfræðin byggir á ákveðnum forsendum sem fyrst og fremst eru grundvallaðar á reynslu kvenna. Og það eru ekki aðeins vestrænar konur sem eru að fjalla um guðfræði út frá reynslu sinni heldur má nefna dæmi um konur frá öðrum heimshlutum. Það á alveg eins við um þeldökkar konur og jafnvel þeldökka menn, sem skil- greina guðfræði út frá sinni eigin reynslu, sem getur ver- ið mjög frábrugðin þeim reynsluheimi sem við þekkjum. Kvennaguðfræðin er fyrst og fremst ákveðinn lykill að skilningi á guðfræðinni, sem er byggður á ákveðinni reynslu. Mér varð þetta ljóst þegar ég fór að lesa mér til og íhuga málið út frá forsendum kvenna.“ Hanna María segir að ýmis sjónarmið séu á meðal þeirra er aðhyllist kvennaguðfræði. Þegar hún hafi verið að kynna sér þessi mál vestra og vinna að lokaritgerð sinni t 'eima er bezt 123

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.