Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 8
til kandídatsprófs heima á íslandi, þá
haft einkum borið á tveimur stefnum
eða hópum. Annars vegar þeim, sem
vildu vinna að framgangi kvennaguð-
fræðinnar innan kirkjunnar, meðal ann-
ars með breytingum á ýmsum áhersl-
um. Hins vegar hafi verið konur, sem
töldu hina kristnu kirkju svo fulla af
karltáknum að henni yrði aldrei breytt
og því viljað skilja sig frá henni og
stofna sérstaka kirkju eða söfnuði.
Þannig haft róttæknin verið mismikil á
meðal þeirra sem aðhylltust þessar hug-
myndir. Kvennaguðfræðin hafí sprottið
upp úr þeirri baráttu kvenna sem átt
hafí sér stað á undanfömum árum og
tengist því á hvern hátt konur upplifi
umhverfí sitt og samfé-
lag. Hún hafí ekkert
með það að gera á hvem
hátt manneskjan ávarpi
Guð þar sem Guð sé ekki
kyngreind vera. Innan
kirkjunnar megi hins vegar
breyta ýmsum táknum þar
sem karlímyndin sé í fyrir-
rúmi. Hanna María nefnir
ávarpið bræður í Kristi og
segir að þar megi eins standa
bræður og systur í Kristi. Hún
nefnir einnig sálma þar sem
karlímyndinni sé stillt upp.
„Afram kristmenn krossmenn,
kóngsmenn emm vér“ sé dæmi
um slíka sálmagjörð. Þetta sé her-
göngusálmur og þótt átt sé við
krossmenn Krists, þá sem berjist
fyrir Krist, séu táknin alfarið karl-
kyns og líkingamar sóttar til her-
mennsku þar sem menn berjist
fyrir föðurland sitt. Hanna María
segir kvennaguðfræðina ekki það
eina sem kirkjan hafi tileinkað sér
að undanfömu. Margvíslegar breytingar hafi átt sér stað í
mannlegu samfélagi á síðustu árum og áratugum.
„Þróunin hefur verið ör og samfélagið tekur sífellt breyt-
ingum. Þannig hafa hlutverk fólks breyst og þá ekki síst
hlutverk kvenna. Mér finnst mikilvægt að kirkjan þróist í
takt við breytt samfélag. Með því móti tekst henni að halda
hlutverki sínu, sem er að boða Guðs orð og hún verður að
kunna að nota aðferðir samtímans á hverjum tíma. Þannig
verður kirkjan að vera opin fyrir nýjungum án þess að
glata innihaldi sínu eða hlutverki.“
Hanna María minnist dvalarinnar að Asum í Skaftár-
Yngsta kynslóðin í náttúru-
frœðslu hjá Hönnu Maríu. „Hinn
þáttur starfsins snýr að
náttúrunni og er ekki síður í
uppáhaldi en prestsstörfm. “
Helgistund fyrir börn á
Þingvöllum. „Aðstæðurnar bjóða
upp á ýmiss konar form. “
tungu, þar sem hún þjónaði fyrst sem prestur og hvemig
gróðurinn þrengdi sér upp í gegnum hraun Skaftárelda. Og
hún lfkir kirkjunni við þennan gróður, sem geti þrengt sér
upp um glufur þeirrar hraunbreiðu sem stundum þekji
mannlífið.
Nýr og gamall heimur
Hanna María hefur tekið þátt í þeirri þróun, sem ein-
kennt hefur kirkjuna, því sama vorið og hún lauk guð-
Sunnudagaskólinn í
Þingvallasókn við
borðstofuborð
sóknarprestsins.
„Aðstæður
sveitapresta eru víða
þannig að heimilið
verður vettvangur
starfsins. “
124 Heima er bezt