Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 10
allt öðrum toga og voru raunar
fyrsta áfallið í lífi mínu.“
Oft er rætt um að bameignir
setji konum ákveðnar skorður á
vinnumarkaði. Vinnuveitendur
veigri sér við að ráða konur á
barneignaskeiði til starfa af ótta
við að þær verði frá að hverfa til
að fjölga mannkyninu. Einnig að
erilsöm störf henti ekki mæðrum
á meðan börnin eru lítil. Um það
getur sitt sýnst hverjum en koma
fyrsta bams þeirra Hönnu Maríu
og Sigurðar Arna í heiminn varð
til þess að hún tók ákvörðun um
að láta af prestskap.
„Bamsburðarleyfið var stutt,
ekki nema þrír mánuðir, og gerði
það mér erfitt fyrir við að sam-
eina umönnun barnsins því að
rækja skyldur mínar við sóknar-
bömin eins og ég vildi. Tilkoma
barns er ætíð stór stund og fylgja
því ýmsar skyldur sem falla ekki
alltaf nægilega vel að þeim kröfum, sem gerðar eru til
fólks á vinnumarkaði. Eg hreinlega treysti mér ekki til
þess að sinna prestsstarfinu af þeim krafti sem ég taldi
nauðsynlegt, ásamt því að annast ungbarn. Því ákvað ég
að láta af störfum og svo fór að maðurinn minn tók við
störfum sóknarprestsins á meðan ég einbeitti mér að upp-
eldinu.“ Hanna María segir að þótt þau hjónin hafi tekið
sameiginlega ákvörðun um þetta þá hafi hún aldrei verið
fyllilega sátt við hana í hjarta sínu. En skömmu síðar hafi
einnig komið upp sú staða, sem benti til að þau myndu
ekki ílengjast í Skaftártungunni.
„Okkur hafði dreymt um tvö samsíða prestaköll þannig
að við gætum bæði starfað sem prestar án þess að þurfa
að halda tvö heimili, jafnvel hvort í sínum landshluta.
Þetta virtist í fyrstu vera fjarlægur draumur en þó fór
svo að þessi möguleiki komst í augsýn þegar norður í
Þingeyjarsýslu losnuðu tvö samsíða prestaköll, Staðar-
fellsprestakall í Kinn og Hálsprestakall í Fnjóskadal.”
„Samlokubrauð“ og draumastaða
„Við sóttum um; ég um Hálsprestakall og Sigurður
Arni um Staðarfell og við fengum bæði prestaköllin. Við
bjuggum fyrst að Staðarfelli en síðar á Hálsi. Þingeyingar
kölluðu þetta „samlokubrauðið“ og víst var þetta einstök
staða, að hjón, sem bæði voru prestar, þjónuðu hvort sínu
prestakallinu og brauðin lægju landfræðilega saman.“
En þótt þetta hafi verið draumastaða þeirra hjóna þá
kom í ljós að draumastöðurnar voru fleiri og aftur ákváðu
þau að leggja lykkju á leið sína.
„Eftir eitt ár í samlokubrauðinu var rektorsstaða Lýð-
háskólans í Skálholti auglýst laus
til umsóknar. Heimir Steinsson var
þá fyrir nokkru tekinn við stöðu
þjóðgarðsvarðar og prests á Þing-
völlum, þeirri stöðu sem ég gegni
nú, og eftirmaður hans í Skálholti
var einnig horfinn til annarra
starfa. Þetta hafði verið drauma-
staða mannsins míns og þegar
tækifærið bauðst gat hann ekki lát-
ið það ganga sér úr greipum. Sam-
lokubrauðið var því leyst upp og
hann fór suður til Skálholts til þess
að stjórna skóla, en ég hélt áfram
prestskapnum á Hálsi. Þegar þarna
var komið sögu höfðum við eign-
ast annað barn og nú hófst einn
erfiðasti kaflinn í lífi mínu.“
Hanna María segir að það að
vera ein með tvö lítil börn og
starfa sem prestur í sveit hafi ekki
verið auðvelt.
„Á þessum tíma fékk ég til mín
konu sunnan úr Skaftártungu,
konu, sem ég hafði kynnst þegar ég var prestur að Ásum.
Hún hafði „aðeins“ alið 12 börn og komið þeim öllum til
manns, þannig að ekki verður annað sagt en hún hafi átt
gott ævistarf að baki. Vera hennar að Hálsi varð mér
ómetanlegur stuðningur þann tíma, sem ég var þar ein
með börnin. Þann tíma gerði einnig mikið vetrarríki á
Norðurlandi, meira en við Sunnlendingar eigum að öllu
jöfnu að venjast og allar samgöngur urðu ákaflega erfið-
ar. Ég spurði sjálfa mig stundum hvað ég væri að fást við
þegar ég var að ganga síðasta spölinn heim að prestssetr-
inu á Hálsi, ein í ófærðinni með nokkra innkaupapoka og
litlu bömin mín í fanginu. Þessir erfiðleikar urðu til þess
að ég lagði ekki í að búa og starfa áfram fyrir norðan.
Þótt sárt væri að sleppa prestakallinu og yfirgefa það
ágæta fólk, sem bjó þar þá varð sú ákvörðun ekki umflú-
in að hverfa á braut. Ef til vill má kalla það annað áfallið
í lífi mínu.”
Alltaf valið mér baráttu
Hanna María hélt suður til Skálholts þar sem hún tók
til við uppbyggingu Skálholtsskóla ásamt manni sínum
sem þá hafði gegnt rektorsstöðunni um eins árs skeið.
„Ég hef alltaf verið einstaklega lagin að velja mér erfið
og krefjandi hlutverk og mér finnst að ég hafi ævinlega
staðið í baráttu þar sem ég hef fundið mér starfsvettvang.
Ef til vill má orða það svo að ég hafi sjálf kosið mér það
hlutskipti að berjast. Þegar ég settist í guðfræðideildina
þá var aðeins ein kona starfandi prestur hér á landi, Auð-
ur Eir Vilhjálmsdóttir en síðan bættust þrjár við, ég, Dalla
Þórðardóttir, dóttir Auðar, og Agnes Sigurðardóttir. Við
Með sr. Tómasi Guðmundssyni, prófasti
Arnesinga á kirkjutröppum Þingvalla að
lokinni vísitasíu. „ Umgjörð kirkjudyranna
er sérstök og myndast ákqflega vel. “
126 Heima er bezt