Heima er bezt - 01.04.1996, Qupperneq 15
•••••••
•••••••••••••••••••
voru taldir og eru meðal þeirra þess-
ir:
1. Að skilkúpan í skilvindunni
sé sem auðveldust til að komast
að, til að hreinsa hana vel.
2. Að sem fæst stykki séu, sem
daglega þarf að hreinsa, og að
sem auðveldast sé að gera það
vel.
3. Að gangverkið sé alveg inni-
lukt í vélinni.
4. Að mjólkurfatið taki sem
mest, og standi sem neðst, næst
gólfi.
5. Að ekki séu bognar, mjóar
pípur í skilkúpunni, eða aðrir
krókar eða smugur, sem örðugt
er að hreinsa vel.
6. Að sem auðveldast sé að bera
á vélina daglega.
7. Að skilvindan kosti í útsölu
hér, aðeins eðlilega mikið til
samanburðar við verð hennar
frá fyrstu hendi.
Þjóðótfur 23. október 1892.
Ofsaveður
undir Eyjafjöll-
um
Ofsaveður mikið gerði undir Eyja-
fjöllum, 28. f.m. Fuku þá tvö skip og
brotnuðu í spón; var annað stórt skip,
er notað hafði verið til sjóróðra í
Vestmannaeyjum en hitt sexróinn
bátur.
Á Hrútafelli fuku um 100 hestar af
heyi, er komið var í garð. I Hlíð rauf
20 hús og á Raufarfelli lamdi 13
kindur til dauðs.
I grjótgarða rofnuðu stór skörð og
sumir menn meiddust af grjótflug-
inu. 10-20 grágæsir fundust eptir
veðrið, sumar vængbrotnar og sumar
lamdar til dauðs.
Þykjast menn ekki muna jafnmikið
ofsarok þar eystra.
Þjóðólfur 13. október 1893.
Minning
Hinn 13. júní síðastl. andaðist Þur-
íður Einarsdóttir, kona Jóns bónda
Loptssonar sýslunefndarmanns á
Vestri-Geldingalæk, tæplega fimm-
tug, fædd 1845.
Hún var dóttir Einars sál. í Gunn-
arsholti Guðmundssonar, Magnús-
sonar, en móðir Einars var Guðrún
Pálsdóttir frá Keldum, er seinna gipt-
ist óðalsbónda Guðmundi Brynjólfs-
syni s.st., en móðir Þuríðar sál. er
Vigdís Jónsdóttir, ættuð úr Skapta-
fellssýslu, alsystir Jóns óðalsbónda í
Fljótsdal, Helga sál. á Lambastöðum
og þeirra systkina.
Þuríður sál. var góð kona, stillt og
hógvær, góðsöm og gestrisin, gaf sig
ekki mikið útávið, en stundaði því
rækilegar heimili sitt; hún var ástrík
manni sínum og góð móðir barna
sinna og fósturbarna; hennar er því
almennt saknað og mest af þeim, er
henni vóru nákomnastir.
Hún var jörðuð á Keldum 24. júní
og mátti fullkomlega heimfæra við
það tækifæri orð þjóðskáldsins:
„En hverju vensla-vinir tapa,
vottinn má sjá á þeirra grát. “
Þjóðólfur 13. október 1893.
Læknis-
yfirlýsing
Sonur minn, Sigurður Oskar, fædd-
ist 21. apríl 1892, hraustur og heil-
brigður að öllu leyti, en hálfsmánað-
ar gamall veiktist hann af „influ-
enza“ (la grippe), er einkum lagðist
þungt á meltingarfærin og varð, upp
úr því magaveiki (catarrhus gastricus
gastroatasie).
I 3 mánuði reyndi jeg öll þau
„homöopatisku“ lyf, er ég hugði að
hjálpað gætu, en það kom fyrir ekki.
Ég sneri mér þá til „allopatha“ og
fékk hjá þeim bæði meðalaávísanir
og meðul í 9 mánuði; en þessar til-
raunir þeirra til að lækna son minn
heppnuðust þeim ekki, fremur en
mér.
Þrátt fyrir alla þessa meðalabrúk-
un, ákveðið matarhæfi o.fl., hnignaði
drengnum jafnan meir og meir.
Magaveiki hans var orðin að búks-
hlaupi (catarrhus intestinalis, inherit-
is catarrhalis). En þá tók ég að láta
son minn brúka Kína-lífs elixir V.
Petersens, sem ég þegar áður hef
mælt með. Hefur nú verið eytt úr 2
flöskum af bitter þessum (1/4 úr
matskeið þrisvar sinnum á dag í
kaffidropa), og mér er sönn ánægja
að votta, að hið veika barn mitt er
orðið alheilbrigt.
Vil ég því ráða öllum, sem eiga
börn er þjást af magaveiki eða tær-
ingu, að reyna bitter þennan, áður en
farið er að nota önnur lyf.
í sambandi við þetta skal ég leyfa
mér að geta þess, að hinn fyrrgreindi
Kína-lífs-elixir hr. Petersens, hefur
læknað 5 menn, er þjáðust svo mikið
af sjósótt, að þeir þoldu ekki að vera
á sjó. Ég réð þeim þá, að taka inn 5-9
matskeiðar af bitter þessum daglega,
áður en þeir létu frá landi og er þeir
væru komnir á sjó út. Nú eru þessir
menn öldungis lausir við sjósótt
(nausea marina). Þér, sem þjáist af
sjósótt, skuluð því reyna bitter þenn-
an!
Að lokum skal þess getið, að ég
hef keypt þennan Kína-lífs-elixir hjá
hr. kaupm. M.S. Blöndal í Hafnar-
firði. En varið yður á eptirlíkingum,
landar mínir!
L. Pálsson, lœknir.
Kína-lífs-elíxirinn fœst hjá flestum
kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera vissir um að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixir, eru kaup-
endur beðnir að líta vel eptir því, að
V.P./F. standi á flöskunum í grænu
lakki og eins eptir hinu skrásetta
vörumerki á flöskumiðanum, Kín-
verji með glas í hendi, og firmanafn-
ið Valdemar Petersen, Fredrikshavn,
Danmark.
>•••••••••£»•••••••••••
ÆtX. Heima er bezt 131
##########################«###«###«#