Heima er bezt - 01.04.1996, Side 19
Efað hrundið af mér fæ
ykkur förusveinum.
Ekki mun ég opna bæ
oftarfyrir neinum.
(Heiðrekur Guðmundsson, bls. 42.)
Botnar Ásgríms og Heiðreks geta staðið sjálfstæðir og
alveg eins verið fyrripartar vísnanna og sést þá betur að
punktarnir eru óþarfir. I vísu Isleifs er sama líkingin í
fyrstu og þriðju línu og svo ætti að koma komma á eftir
rógburður.“
Þökkum við Hirti fyrir þennan fróðleik, en almennur
fróðleikur um vísnagerð er alltaf vel þeginn, því mörg-
um, sem eru að feta sig áfram í vísnagerð, verður allt
slíkt til stuðnings.
Áskorunin
Halldór Einarsson í Gautaborg sendir Kára Kortssyni
vísu í tilefni af yrkingum hans í 38. þætti og segir:
„I 38. ljóðaþætti blaðsins, er hlutur Kára Kortssonar
allumfangsmikill og honum til sóma, eins og vanalega.
Mig langar að heiðra hann með vísu, ófullkomin sléttu-
bönd:“
Ljóðin Kári yrkir enn,
allvel bindur málið.
Fljóðin heillar, meira menn,
meitlar vísnastálið.
Og afturábak verður vísan svona:
Vísnastálið meitlar menn,
meira heillarfljóðin.
Málið bindur allvel enn,
yrkir Kári Ijóðin.
í fyrrgreindum þætti var „hirðskáldið“ okkar, Kári, að
svara vísum sem til hans var beint. Og að sjálfsögðu báð-
um við hann að kvitta fyrir vísu okkar ágæta Halldórs í
Gautaborg, sem hann ákvað að gera á sama hátt, með
sléttuböndum:
Um Kára:
Reynir heilla fögur fljóð
frakkur stundum Kári,
leynir ekki sælusjóð
sínum þessi jjári.
Sem verður, afturábak lesið:
Fjári þessi sínum sjóð,
sælu ekki leynir,
Kári stundum frakkur fljóð
fögur heilla reynir.
Og um Halldór:
Böndin sléttu vefur vel
vísmáll halur Ijóða,
löndin bœði þokka þel,
þegnsins Flalldórs bjóða.
Afturábak:
Bjóða Halldórs, þegnsins þel,
þokka bæði löndin,
Ijóðahalur vísmáll vel,
vefur sléttuböndin.
Látum við þá vísnamálum lokið að sinni en minnum á
heimilisfangið:
Heima erbezt, Pósthólf 8427, 128 Reykjavík.
Hlaðvarpinn • •• framhald af bls 120
þveita, virði hvorki landamæri né heimshöf, svo sem t.d.
mengunin, sem af slíku hlýst.
Ja, það er ýmislegt, sem hinn hraðvirki, vestræni heimur,
þarf að horfast í augu við á næstu áratugum, og nú fer vaxandi
þörfin á að mannkyn hugsi og framkvæmi sem heild en ekki
einstaklingar, hópar eða einstakir stjórnmálamenn.
Svona er þessi stöðuga þróun í öllu sem til er, hvort sem um
er að ræða náttúru, dýr eða mannfólk.
Heimurinn í dag er eins og hann er vegna þess að hann hefur
stöðugt verið að þróast og breytast, allt frá því hann varð til í ár-
daga. og það er straumur sem við fáum ekki breytt.
Okkur er óhjákvæmilegt að fylgja honum, við erum hluti af
honum og hans stefna er aðeins ein: Fram á við.
Það er talsverður sannleikur í því, sem einn ágætur maður sagði
eitt sinn:
„Þetta fer allt einhvem veginn, það er óþarfi að vera að gera sér
einhveija rellu út af því.“
Jú, satt er það, en samt er það nú í eðli manna að velta vöngum
yfir framtíðinni og reyna að sjá hvert straumurinn liggur. Okkur er
gefið að stýra innan ákveðins ramma, jafnt í stóm sem smáu.
Og það tekst okkur vonandi að gera nokkuð farsællega, hér eftir
sem hingað til.
Guðjón Baldvinsson.
.Heimaerbezt 135