Heima er bezt - 01.04.1996, Qupperneq 20
Ingvar Björnsson:
Þó að tnikið hafi verið ritað um
jarðelda þá, er geysuðu hér árin
1783-84, og hörmungar þœr er
þeir leiddu yfir þjóðina, finnst
mér að ekki hafi verið farið
nógu mörgutn orðum um
manninn, setn bar höfuð og
herðar yfir samtíð sína, með
hjálparstarfi sínu við alla þá, er
þar áttu um sárt að binda.
Manninn, sem lagði dag við
nótt og heilsu sína að veði í
þeitti hildarleik. Manninn, sem
talið var, að hefði ttteð kyngi-
krafti bætiar sinnar, stöðvað
œgimátt hraunflóðs þess, sem
stefndi á yfirfulla og lokaða
kirkju safnaðar hans.
lerkurinn
sím Jón Steíngrímsson
SZ^Ó að ég viti, að ekki sé
unnt að gera máli hans
mikil skil í stuttri grein,
langar mig til að vekja hér athygli á
ýmsu, sem ég hef týnt saman um
þennan einstaka afkastamann á svo
mörgum sviðum.
Jón Steingrímsson var fæddur 10.
september árið 1728 að Þverá í
Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar
hans voru hjónin Steingrímur Jónsson
og Sigríður Hjálmsdóttir, sem bæði
ráku ættir sínar til mætra klerka og
kennimanna.
Vorið 1737, sem var gott framan af,
gerði skyndilega mikið fárviðri, svo
að margir misstu fé sitt að mestu eða
öllu leyti. Margir menn, sem voru á
norðurleið, fórust í þessum veðurham,
er var svo harður, að fuglar úr Drang-
ey fuku langt á land upp.
Steingrímur og Sigríður misstu fé
sitt, utan fjörutíu kindur, sem tveir for-
ustusauðir björguðu í hús. Stuttu síðar,
eða hinn 6. júní 1737, andaðist Stein-
grímur, faðir Jóns, og þegar hann lést,
áttu þau hjónin fjögur böm, og hið
fimmta bar Sigríður undir belti sínu.
Með hjálp góðra manna tókst Sig-
ríði að halda áfram búskap og losna
þar með við að tvístra búi sínu og
börnum, en það varð oftar en ekki
neyðarúrræði þeirra kvenna, sem
misstu maka sína. A þessum tímum
var það ekkert sjálfgefið, að ekkjur
fengju að halda ábúðarrétti jarða
sinna, nema því aðeins að þær giftust
strax aftur.
Sér til aðstoðar við bústörfín réð
Sigríður ráðsmann, sem Ólafur hét,
og var hann hjá henni nokkurn tíma,
eða uns hann gifti sig og hóf búskap
sjálfur.
Meðan Ólafur var ráðsmaður, hafði
Jón sig lítt í frammi við bústörfm,
enda lynti þeim ekki saman. En þegar
Ólafur var farinn, tók Jón sig á og fór
nú að ganga að slætti, dengdi ljái og
smíðaði ýmis verkfæri, sem hann
vanhagaði um, en hélt þó áfram
sjálfsnámi, svo sem kostur var á. Með
góðra manna aðstoð komst hann í
Hólaskóla árið 1744, þá aðeins 16 ára
að aldri.
Fyrsta vor sitt í skólanum varð Jón
lægstur í einkunnum, næsta vor í
miðjum öðrum bekk og hið þriðja
með hæstu einkunn yfir allan skólann.
Þessi framganga varð Jóni erfíð, því
að höfðingjar og synir þeirra litu það
ekki hýru auga, að hann, ekkjusonur-
inn, skyldi verða þeim efri.
Það má lesa á milli lína í ævisögu
Jóns, að einmitt það, að hann skyldi
skara fram úr öðrum, sem töldu sig
honum æðri, hafi orðið honum mikill
fjötur um fót og upphaf margra þeirra
deilna, sem hann lenti í við ýmsa stór-
bokka allt til æviloka sinna.
A skólaárum sínum samdi Jón mörg
lærdómskver fyrir aðra nemendur og
sjálfan sig, en þessi kver seldi hann að
mestu síðar.
136 Heima er bezt