Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Page 25

Heima er bezt - 01.04.1996, Page 25
Hjallakirkja, eins og hún lítur út í dag. sé kórrétt frásögn þess, sem gerðist þessa örlagaríku daga á Þingvöllum. En hvaðan hljóp þá maðurinn, sem þurfti að segja þingheimi að jarðeld- ur væri upp kominn í Ölfusi og hvar var sá eldur ? Jón Jónsson, jarðfræðingur, hefir sennilega rannsakað hraunin á Reykjanesi meira og betur en nokkur annar. Hann segir, að það sé langt síðan að menn töldu sig vita að gos þetta hafi verið annaðhvort við Hveradali eða Meitla. Þurfti þá nokkur að leggja á sig hlaup til þess að segja mönnum frá hlutum, sem þeir hlutu að standa og horfa á, a.m.k. ef einhver gjóska hefir fylgt gosinu? Jón er hinsvegar ekki trúaður á þetta Hveradala-, Meitlagos árið 1000, en bendir á gos úr Eldborg norðan Lambafells og segir um það: „Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að hér sé fundið hraun það, sem get- ið er um í Kristnisögu, hið raunveru- lega Kristnitökuhraun og heimildirn- ar um þetta gos hið fyrsta, sem skráð er í sögu þjóðarinnar, því í meginat- riðum rétt.“ (Jón Jónsson: Kristni- tökuhraunið. Náttúrufr. 49. árg. Sjá einnig: Sigmundur Einarsson: „Hell- isheiði og Kristnitökuhraun“ í Eyjar í eldhafi, Rvk. 95). Sé þessi skoðun Jóns rétt er ekki að furða þó kristnir menn á Þingvöll- um hafi haldið ró sinni. Svo vel hafa þeir Hjallafeðgar - Þóroddur goði, maður hniginn að aldri, sem hafði búið allan sinn búskap að Hjalla, og Skafti sonur hans, fæddur þar og uppalinn - þekkt landið þarna að þeir vissu upp á hár að bænum að Hjalla stóð ekki hin minnsta ógn af gosi norðan Lambafells. Þóroddur goði hverfur hinsvegar ekki af spjöldum sögunnar við þing- slitin árið 1000. I Hungurvöku segir, þegar verið er að kynna fyrsta ís- lenska biskupinn: „Gissur hvíti átti þrjár konur [...] Gissur átti síðast Þórdísi dóttur Þór- odds goða að Hjalla í Ölfusi og áttu þau margt barna. Þeirra son var ísleif- ur.“ (Byskupas. I. Rvk.1948 bls. 3). Það er svo ekki fyrr en 1541 að nafn Hjalla er næst skrifað með stór- um stöfum í Islandssögunni. í maílok það ár komu herskip und- ir stjórn Kristofers Hvitfeldts til Reykjavíkur. „Þetta var fyrsta herförin gerð til beinnar íhlutunar um stjórnarhætti á Islandi. Þeir Gissur [Einarsson, bisk- up] og Kristofer hittust og að þeim fundi loknum hélt flokkur hermanna austur að Hjalla í Ölfusi, en þar dvaldist Ögmundur [Pálsson, síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti] hjá systur sinni. Þangað komu hermenn- imir 2. júní, handtóku Ögmund og fluttu hann með sér um borð í her- skip.“ (Björn. Þorst. og Bergst. Jónss: Is- landssaga til okkar daga. Rvk. 1991 bls. 185). Segja má, að eftir þetta sé saga Hjalla eins og flestra annarra bæja á landinu. Þar gerðist nánast ekkert annað en að kynslóðir komu og kyn- slóðir fóru. Allar börðust þær fyrir tilveru sinni á svo til sama hátt með samskonar verkfæmm þar til tuttug- asta öldin flutti með sér ný tól og tæki og e.t.v. umfram allt algjörlega nýjan hugsanagang. Auðvitað væri það hrein söguföls- un, að segja að ekkert hafi gerst öll þessi ár. Sum haustin var heyjað og matarforðinn ærinn svo bændur gátu mætt vetri í öruggri vissu um að bæði menn og málleysingjar hefðu nægan mat til næsta vors. A öðrum tímum brast uppskera sumarsins svo algjörlega, að fyrirsjánlegt var að á útmánuðum mundi hungurvofan glotta úr hverri gátt. Aldrei var þetta þó verra en í Móðuharðindunum. Þá „hafði búfé stráfallið svo að sumarið 1785 var varla eftir nema fjórðungur sauðfjár og helmingur nautpenings. Þá hafði látist fimmti hver íslendingur, um 10 þúsund manns. Árið eftir geisaði bólusótt eins og útgönguvers á hörm- ungunum og hreif með sér um 1500 manns.“ (B.Þ. og B.J. Rvk. 1991 bls. 252). Það er skiljanlegt, að jarðeldar við Hveradali eða Meitla geti haft SÍn áhrif á bæi í Ölfusinu, en hvemig get- ur saga Hjalla fléttast inn í hörmung- arnar, sem stöfuðu af Skaftáreldum? i Heima er bezt 141

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.