Heima er bezt - 01.04.1996, Síða 29
blóði storkið sverð meðferðis. Sagði
hann að vínberserkir hefðu lagt undir
sig hús hans og ástkonu í Selsvör.
Hann hefði náð sverði sínu og lagt til
orrustu. Lauk þeim fundi svo, að hann
felldi þrjá, særði fjóra en fimm komust
undan á flótta. Sýndi hann sverðið
blóðstorkna til sannindamerkis.
Eftir nákvæma skoðun, kvað einn
nærstaddra upp þann úrskurð, að
hænsnablóð væri á sverðinu. Móðg-
aðist þá Pétur og sagði leitt að svo
væri komið fyrir afkomendum Egils á
Borg, að þeir þekktu ekki lengur
mannsblóð frá hænsnablóði.
Páll Torp og Pétur
Annan maí, 1977, var Pétur, sem
oftar, í Pósthússtræti að selja frí-
merki og fálkaorður. Bar þá Pál Torp
þar að og heilsaði hann Pétri kump-
ánlega. Pétur leit seinlega við Páli og
spurði hver hann væri.
„Þekkirðu mig ekki, ég er Páll
Torp, skipstjóri á stærsta skipi ís-
lendinga, ég var áðan að skrifa undir
kaupsamning skipsins?"
„Eg met manngildi skipstjóra ekki
eftir stærð skipa þeirra,“ ansaði Pét-
ur, „ég er Pétur Hoffmann Salómons-
son, skipstjóri á minnsta skipinu.“
Sætsúpan
Haraldur Sveinsson var um tíma
kokkur vegagerðarmanna á Fjarðar-
heiði. Dag nokkurn var vel heppnuð
sætsúpa með rúsínum og sveskjum á
borðum og tóku menn hraustlega til
matar síns. Einkum bragðaðist súpan
vel. Haraldur sá að súpan mundi ekki
nægja. Hann tók þá út úr sér fölsku
tennurnar og setti þær í buxnavas-
ann. Síðan skákaði hann tarínunni
inn á borð með því, sem eftir var af
súpunni og bað piltana að skila sér
gómnum ef þeir finndu hann.
Varla þarfa að taka það fram að af-
gangur varð af súpunni.
Lárberjalaufið
Héraðsmaður flutti á Seyðisfjörð
og hóf þar verslun í litlu húsnæði.
Hann hafði enga reynslu sem kaup-
maður en reyndi að mæta kröfum
viðskiptamanna eftir getu. Eitt sinn
kom kona í verslunina og bað um
lárberjalauf. Það var ekki til. Þótti
honum það miður og pantaði þegar
100 kíló. Þegar varan kom, reyndist
umfangið meira en geymsla hans
leyfði og entust birgðirnar Seyðfirð-
ingum í áratugi.
Þýskur kafbátur heimsækir
Seyðisfjörð
Nótt eina veturinn 1941, var fólk að
koma af dansleik á Þórarinsstaðaeyri.
Sást þá til þýsks kafbáts, sem sigldi
inn með Eyrunum, nálægt landi. A
móts við Ölfuseyri var kafbátagirðing
með hliði miðfjarðar. Gætti vopnað
varðskip hliðsins.
Þegar kafbáturinn nálgaðist girðing-
una, sneri hann út með henni og lagð-
ist fáum föðmum frá varðskipinu,
með bakborðshlið að og horf út á
fjörð. Varðskipsmenn urðu einskis
varir.
Hjálmar sýslumaður var látinn vita
símleiðis um þýsku gestina og kom
hann boðum til hemámsliðsins.
Á Vestdalseyri var fallbyssuvirki og
upp af Eyrinni voru sterkir ljóskastar-
ar, sem lýstu út eftir öllum firði. Var
þeim beint að varðskipinu og kafbátn-
um og mun það ásamt loftskeytaboð-
um hafa vakið varðmanninn á stjóm-
palli varðskipsins. Sást þá frá landi að
menn hlupu að kanónu, sem var á
palli á framþilfari varðskipsins og
beindu þeir henni að kafbátnum.
Vegna nálægðar óvinarins gátu varð-
skipsmenn ekki lækkað byssuna
nægilega til þess að koma skoti á
hann.
Kafbáturinn tafði þama um hríð, en
hélt síðan út fjörð óáreittur og kafaði.
Varðskipið var ekki búið djúpsprengj-
um. Vora því send á vettvang skip
með þann búnað, sem legið höfðu
inni við bæjarbryggju, og vörpuðu
þau djúpsprengjum víða um fjörðinn,
allt að Brimnesi. Undan Brimnesi
kom upp spýtnabrak og olíubrák.
Töldu enskir sig þá hafa grandað kaf-
bátnum og hættu eftirförinni.
Daginn eftir var Þórarinn Daníels-
son á mb. Gulltoppi undir Skálanes-
bjargi að draga línu. Kom þá þýskur
kafbátur úr djúpinu og sigldi út með
Bjargi. Var áhöfnin á þilfari og veif-
uðu kafbátsmenn til Gulltoppsmanna.
Þannig komu kafbátsmenn boðum til
þeirra ensku, að siglingu þeirra um
þessar slóðir væri enn ógnað. Spýtna-
brakinu og olíunni munu kafbátsmenn
hafa skotið út í blekkingarskyni og
mun það alþekkt herbragð.
Rjúpnahópurinn
Eitt sinn, sem oftar, fór fjöldi
Seyðfirðinga til rjúpna og voru
komnir hátt til fjalla snemma morg-
uns. Nokkru síðar fór Stefnir Run til
veiðanna og hafði nestað sig með
brennivíni. Stefnir mæddist fljótt á
göngunni og sótti á hann þorsti. Sett-
ist hann þá niður í neðstu brekkunni
og gerði sér gott af nestinu.
Þegar flaskan var tóm, stillti Stefn-
ir henni upp sem skotmarki. Skaut
hann síðan í ákafa og reyndi að hæfa
flöskuna, en árangurslaust. Gekk á
þessu þar til skotin þraut.
Lítið hafði verið um rjúpu þennan
dag og þegar hinir kappsamari veiði-
menn uppi í fjallinu, heyrðu skot-
hríðina neðan úr dalnum runnu þeir á
hljóðið. En vonbrigðin voru mikil
þegar þeir sáu hvernig ástatt var.
Merar-Jón
Jón Þorsteinsson var mikill hesta-
maður og fékk af því viðurnefnið
Merar-Jón. Hann annaðist árum sam-
an vöruflutninga fyrir Johan Ellerup,
sem átti Apótekið og Efnagerð Seyð-
isfjarðar. Hafði Jón bæði hestvagn
og hestasleða til starfans. Þegar hús-
in í Seyðisfjarðarkaupstað voru núm-
eruð, fékk Jón þann starfa að festa
númeraplötumar á húsin. Karl Jónas-
son átti leið um þar sem Jón var að
festa upp húsnúmer.
„Sæll vert þú, nú-mera Jón,“ sagði
Karl, um leið og hann gekk hjá.
Heima er bezt 145