Heima er bezt - 01.04.1996, Qupperneq 39
njóta innblásinna hugmynda frábærra
skálda og bókmenntasnillinga, frá svið-
um ofar þessu og hér hef ég setið og
skrifað ljóð til hennar, sem hugur minn
er jafnan hjá. Úr þessum sal var gengið
út í garðinn, sem skartaði blómum. Ég
hafði alltaf elskað blóm, sem tjáðu mér
margt. Nú virtust þau hvísla að mér
björtum draumamyndum og hugrenning-
um. Allt kringum húsið var gangstétt og
trén hneigðu sig út yfir vatnið, einkum í
einangruðu horni hans, sem var umgirt
burknum og blómarunnum, en tré skýldu
því að aftan. Þetta skot lá nokkuð frá
húsinu og varð brátt eftirlætisafskot mitt.
Jarðvegurinn var vaxinn mjúkum græn-
um mosa, mosategund, sem þið hafið
aldrei augum litið á jörðinni. Þar var
sæti, sem ég sat oft í og horfði til jarðar
og reyndi að gera mér grein fyrir hvar
heimili ástvinu minnar væri. Gegnum
ótal milljóna mflna veg gátu hugsanir
mfnar náð henni og hennar mér, því seg-
ulstraumur ástar okkar lágu nú á milli
okkar og ekkert megnaði framar að að-
skilja okkur.
Þegar ég hafði séð allt þetta og dáðst
að því, fylgdu vinir mínir mér aftur til
hússins og við settumst allir að fagnaðar-
veislu, sem þeir, vegna kærleika, höfðu
búið mér. Veisla sú var sannarlega vel
heppnuð. Þar voru rædd áform, er stuðl-
að gætu að þróun og hamingju hvers og
eins og við skáluðum í víni, sem ekki
sveif á neinn, en hressti og endurnærði
alla. Þar voru einnig framreiddir lostædr
ávextir og annað góðgæti, allt ávextir,
sem vinátta og ást gestanna í minn garð,
hafði skapað.
Bikar gæfu minnar virtist barmafullur.
Mér leið eins og í indælu draumaástandi,
sem ég hlyti brátt að vakna úr.
Loks kvöddu vinimir og fóru allir,
nema foreldrar mínir, sem fylgdu mér
upp í herbergin á efri hæð, sem voru þrjú
talsins. Tvö þeirra voru gestaherbergi,
fögur og búin vistlegum húsmunum.
Þriðja herbergið var fyrir sjálfan mig,
ætlað til hvíldar.
Þegar inn kom vakti hvílan mesta at-
hygli og vakti með mér meiri furðu en
nokkuð annað. Hún var búin snjóhvítu
klæði af fínustu gerð, bryddað gullnum
litum. Við gaflinn voru meitlaðir tveir
englar, eins og skógardísimar, en úr feg-
ursta alabastri. Þeir voru í yfimáttúru-
legri stærð og höfuð þeirra og vængir
námu við loftið. Þessar tvær englamynd-
ir voru fullkomnar að gerð og yndis-
þokka. Fætur þeirra námu vart við gólfið
svo þær virtust helst svífa yfir rekkjunni.
Þær voru karl- og kvenkyns, karlengill-
inn bar hjálm á höfði og brugðinn brand
í annarri hendi en kórónu í hinni. Vöxtur
hans og limir var fullkomið og meitlaðir
andlitsdrættir hans sýndu styrk og mildi,
í mínum augum var mynd þessi konung-
leg. Kvenengillinn við hlið hans var
lægri vexti, en dásamlega fögur. Úr and-
liti hennar skein kvenlegur hreinleiki og
fegurð. Augun voru stór og mild, þó þau
væru meitluð í alabastur, hárskrúð huldi
nær andlit og axlir. I annarri hendi hélt
hún á sjö strengja hörpu en hin höndin
hvíldi á öxl karlengilsins. Höfuð hennar
hvíldi við annan arminn og á því bar hún
sveig af hvítum liljum. Andlitsdrættirnir
voru í senn svo fagrir, með móðurlegri
ntildi, að þeir minntu helst á sjálfa guðs-
móðurina.
Báðar voru þessar styttur fegurstu
listaverk, sem ég hafði augum litið, svo
mér varð um stund starsýnt á þær. Að
lokum sneri ég mér til föður míns og
spurði hvernig slík listaverk væru komin
í herbergi mitt og hví þær hefðu vængi
þar, sem mér hefði verið sagt að englar
hefðu ekki vængi. Hann svaraði:
„Sonur minn, þessar fögru styttur eru
gjöf frá móður þinni og mér og við vild-
um gjarna að þú hvfldir í skugga vængj-
anna sem tákn þeirrar verndar, sem við
viljum veita þér. Þær hafa vængi, því
þeir eru táknrænir fyrir englasviðið. Ef
þú athugar þær nánar muntu sjá að
vængirnir eru hluti klæðnaðarins, sem
hylur líkami þeirra og því ekki samvaxn-
ir líkömunum eins og listamenn jarðar-
innar gera þá. Vængirnir tákna auk þess
hæfni englanna til þess að berast á
vængjum inn í sjálfan himininn. Skín-
andi hjálmar og sverð tákna stríð, hjálm-
urinn stríð skynseminnar gegn villum,
myrkri og kúgun. Sverði hermannsins á
stöðugt að beita gegn lægri hvötum hans.
Kórónan er tákn dyggðar og sjálfsafneit-
unar. Harpan í hendi konunnar táknar að
hún er engill frá sviði hljómlistarinnar og
sveigur hvítra lilja táknar hreinleika og
ást. Hönd hennar, sem hvflir á öxl
mannsins, táknar að hún sækir styrk og
þrótt frá sterkum líkama hans, en í and-
litsfalli hennar er hin viðkvæma ást og
hlíf, sem móðirin veitir. Hún er lægri en
karlmaðurinn, því hjá þér eru kær-
leikseinkennin sterkari þeim kvenlegu.
Karlengillinn táknar kraft og vernd,
kvenengillinn hreinleika og ást. Jafn-
framt sýna bæði að hvorugt er fullkomið
án hins.“
Ég verð þó að viðurkenna að jafnvel í
þessu fagra heimili, fann ég oft til ein-
manaleika. I þessu heimili, sem ég hafði
áunnið mér sjálfur, fannst enginn til að
njóta þess með, en mér hafði ætíð fundist
gleðin tvöföld þegar einhver naut hennar
með mér. Sá förunautur, sem ég þráði
mest, var enn á jörðinni og ég vissi, því
miður, að enn rnundi líða langur tími þar
til við gætum sameinast.
Tryggur vinur minn, var kominn á
æðra svið og Hussein langt ofar okkur
báðum. Þó ég sæi þá af og til ásamt ást-
kærum foreldrum mínum, þá var þó eng-
inn góður félagi að deila lífinu með, eng-
inn sem beið mín þegar ég kom heim og
enginn, sem ég gat beðið eftir. Ég var oft
á jörðinni hjá ástvinu minni en ég fann
að vegna þroska míns í andaheimi gat ég
ekki, sem áður, dvalið þar lengi í senn.
Nú verkaði það á sál mína eins og ég
dveldi í þokukenndu andrúmslofti eða í
kolanámu og því varð ég oftar að leita
hressingar og hvíldar í andaheimum. Þar
var ég vanur að sitja í yndislegum her-
bergjunum andvarpandi:
„Gæti ég aðeins fengið einhvern að
tala við, einhverja sál með sömu hugðar-
efni, sem ég gæti rætt við um allt, sem
fyllir huga minn.“
Því var það að ég fagnaði komu
Tryggs og tillögu hans. Hann sagði:
„Ég er kominn til þín á vegum manns,
sem er nýkominn á þetta svið, en er enn-
þá heimilislaus og óskar að fá inni hjá
einhverjum vini, sem er betur settur en
hann. Hann á enga ættingja hér og því
hélt ég að þú mundir fagna félagsskap
hans.“
„Ég mun sannlega gleðjast yfir að
opna heimili mitt vini þínum.“
Tryggur hló: „Ætli hann sé ekki einnig
vinur þinn, þú þekkir hann, það er Bene-
detto.“
„Benedetto!" hrópaði ég forviða og
glaður. „Þá skal hann vera enn velkomn-
ari, komdu með hann sem fyrst.“
„Hann er þegar hér og bíður við hurð
þína. Hann vildi ekki fylgja mér inn fyrr
en hann væri viss um að þú byðir hann
velkominn.“
„Enginn er velkomnari, sagði ég. Við
skulum því sækja hann strax.“
Því næst gengum við að útihurðinni og
þar stóð hann, mjög breyttur í útliti frá
því ég sá hann síðast í hinni hræðilegu
borg á neðra sviði. Þá svo sorgmæddur,
þjáður og niðurbrotinn, en nú bjartur, í
snjóhvítum kufli eins og ég og þó angur-
værð hvíldi enn yfir andliti hans, þá var
bæði friður og von í augum hans.
Nióurlag í næsta blaði
k
Heima er bezt 155