Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 6
/
heiti Ólafur Þór Hallgrímsson og er Austfirð-
ingur að ætt, fæddur á Arnheiðarstöðum í
Fljótsdalshreppi, 18. september 1938. Foreldrar
mínir voru Hallgrímur Helgason (f.29.08.'09 - d.30.12.
'93) og Laufey Ólafsdóttir (f. 31.05/12), bæði ættuð úr
Fellahreppi. Faðir minn var fæddur á Refsmýri í Fellum,
en ólst upp á kirkjustaðnum Ási. Móðir mín var frá
Skeggjastöðum og þau voru sem sagt bæði Fellamenn, þó
að það ætti fyrir okkur að liggja að setjast að í Fljótsdals-
hreppi. Eg er næstelstur af sex systkinum. Elstur er Helgi
(f. 11.06/35) náttúrufræðingur á Egilsstöðum, þá kem
ég, síðan kemur Agnar (f. 20.06/40) cand. mag., búsettur
á Egilsstöðum, þá kemur Guðsteinn (f. 07.03/45) sem er
bóndi á Teigabóli í Fellum, síðan Guðrún (f. 27.05/48)
húsmóðir og starfsmaður Byggðastofnunar á Akureyri og
svo Bergljót (f. 01.03/52) húsfreyja og ferðaþjónustu-
bóndi, Haga í Aðaldal. Móðir mín er nú 85 ára og er bú-
sett á Egilsstöðum.
Foreldrar mínir voru í húsmennsku á Arnheiðarstöðum
og byrjuðu sinn búskap þar. Síðan byggðu þau nýbýli
1942 út úr Arnheiðarstöðum, sem heitir Droplaugarstaðir.
Það er mitt bernskuheimili. Droplaugarstaðir er ysti bær í
Fljótsdalshreppi næst Fellahreppnum. Ég er alveg alinn
upp í sveit þar sem ég átti mjög góða æsku og gott
bernskuheimili. Sveitin hefur alltaf átt mikil ítök í mér og
ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að alast þar upp. Ég
er afar mikill sveitamaður í mér og held að ég verði það
alltaf þó að ég hafi einnig dvalið mikið í höfuðborginni.
Ég ólst upp við venjuleg sveitastörf á venjulegu sveita-
heimili. Foreldrar mínir voru með blandað bú. Fjárbúið
var stórt og ég fór að vinna öll þessi venjulegu störf strax
og kraftar leyfðu, eins og allir gerðu á þessum tíma.
Bernskan var afar ljúfur tími og frá Droplaugarstöðum á
ég margar góðar minningar.
Eins og ég sagði þá fórum við börnin mjög snemma að
vinna og höfðum gott af. En þó að okkur væri haldið vel
að verki þá var reynt að hafa einhver frí um helgar og
brugðum við okkur þá gjarnan bæjarleið. Eitt sinn fórum
við þrír bræðurnir og gengum á Snæfell, sem er eitt hæsta
fjall landsins. Það var árið 1957, mjög eftirminnileg og
skemmtileg ferð.
Á heimilinu hjá okkur var föðuramma mín, Agnes
Pálsdóttir. Hún dvaldi hjá okkur allt til dauðadags 1970.
Móðuramma mín, Guðlaug Sigurðardóttir, frá Holti í
Fellum, var einnig hjá okkur tíma og tíma. Þessar gömlu
konur höfðu áhrif á okkur sem ég tel hafa verið mjög til
góðs. Einnig var á heimilinu hjá okkur gamall maður,
Helgi Jakobsson. Hann hafði komið með foreldrum okk-
ar frá Arnheiðarstöðum og var hjá okkur um ára bil.
Helgi var mjög gamall og lasburða. Hann var mest við
rúmið, gat þó setið í stól en gat lítið hreyft sig. Við gátum
þó spjallað við hann og ég held að við börnin höfum haft
gott af því að hafa þetta fullorðna fólk á heimilinu. Þau
fræddu okkur um ýmislegt sem fróðlegt var.
Prófpredikun í kapellu Háskólans 29. maí 1981.
Ég fermdist í Valþjófsstað 14. júní 1953. Þann dag var
yngsta systir mín, Bergljót skírð. Séra Marinó Kristins-
son sá um ferminguna. Sr. Marinó var giftur Þórhöllu
Gísladóttur , frænku minni, og var góður vinur okkar. Sr.
Marinó var mikill söngmaður og glæsimenni. Hann var
þekktur söng- og gleðimaður. Við gengum fjögur til
spurninga hjá honum, viku fyrir ferminguna og fórum þá
ríðandi, því ekki var kominn bíll á heimilið.
Á fermingardaginn fengum við far með nágranna, sem
átti stóran hertrukk. Við stóðum á pallinum. Svo safnaði
hann saman fólki á leiðinni og fyrir rest var pallurinn
orðinn þéttsetinn. Þetta þótti allsérstakur ferðamáti á
fermingardaginn, en við vorum auðvitað mjög fegin að fá
far. Fermingarveislan var svo haldin nokkrum dögum
seinna, vegna þess að við komum svo seint heim á ferm-
ingardaginn. Veislan var mjög ánægjuleg, nágrönnum og
skyldfólki boðið í betra kaffi. Föðuramma mín gaf mér úr
í fermingargjöf, sem ég átti lengi. Þetta var eftirminnilegt
og skemmtilegt.
Við systkinin vorum alin upp í guðsótta og góðum sið-
um. Við sóttum kirkju í Valþjófsstað, en einnig að Ási í
Fellum. Þangað var styttra að fara. Móðursystir mín bjó í
Ási og þangað var mikill samgangur. En þó haldið væri
vel að vinnu, var alltaf reynt að fara til messu þegar
messað var.
Skólaganga og kennsla
Ég var í barnaskóla í minni sveit, í Fljótsdalnum. Þar
var farskóli sem starfræktur var í um það bil 5 mánuði á
vetri. Þá var skólinn á bæjunum í sveitinni, mánuð í senn
á hverjum bæ. Þá var skólinn færður á annan bæ og svona
gekk þetta koll af kolli. Við vorum ekki í skólanum allan
veturinn samfellt. Oft vorum við hálfan mánuð í einu og
svo hálfan mánuð heima og lærðum þá þar. Þetta var því
322 Heima er bezt