Heima er bezt - 01.09.1997, Page 10
um kennarastöðu þar. Aðal astæðan fyrir þvi að
við fórum frá Laugum var sú að við höfðum
ekki nægilega tryggt húsnæði, og svo var nú
eitthvað sem togaði í mann austur.
Fyrsti hluti Hallormsstaðaskóla var tekinn í
notkun á miðjunr vetri 1967. Fyrsta veturinn á
Hallormsstað vorum við bara tveir kennarar, ég
og Guðjón Jónsson frá Eskifirði. Við Þórhildur
áttum eftir að ílengjast þarna töluvert. Fyrst vor-
um við hjá foreldrum hennar en fluttum síðan í
skólann, í íbúð þar. Svo var það haustið 1969
sem við fluttum að Sólheimum sem er í Hall-
ormsstaðaskógi. Það er gamalt steinhús sem
foreldrar hennar áttu og við gerðum upp. Á
sumrin vann ég alltaf hjá Skógrækt ríkisins á
Hallormsstað og byrjaði reyndar þar fyrst 1962,
vorið sem ég lauk kennaraprófi. Þarna vann ég
svo nánast á hverju sumri ffam til ársins 1980.
Árin á Hallormsstað voru góð, þó að auðvitað gengi á
ýmsu. Skólinn var nýr og í mótun, því fylgja oft ýmsir
vaxtarverkir. En svo er það eins og oft er í lífinu,
að ekki fer allt eins og maður ætlar. Það komu
brestir í hjónaband okkar 1973 og við skildum
að skiptum. Þórhildur fór með börnin og flutti
að Laugum. Það var úr vöndu að ráða um hvað
gera skyldi, fyrst að þessi breyting varð á. Það
endaði með því að ég tók mér ársfrí frá kennslu,
fór suður og settist í guðfræðideildina.
Með prestum í Húnaþingi á héraðsfundi á Skagaströnd,
13. september 1981.
Ætlaði að verða djákni
Ég ætlaði mér ekki að verða guðfræðingur,
fékk leyfi til að sækja tíma í deildinni, án þess
þó að taka nokkur próf. Þennan vetur fékk ég
nasasjón af því hvernig þetta nám var. Það sem
lá að baki var það að um þetta leyti var svo kall-
að djáknanám í umræðunni. Þá var miðað við
einn vetur í guðfræðideild. Þá hafði verið vígð-
ur einn djákni, Einar Einarsson í Grímsey. Hann
tók einn vetur í guðfræðideildinni og starfaði í Grímsey,
við hlið prestanna á Akureyri. Hann sá um predikanir,
barnastarf og fleira. Það vakti fyrir mér að verða djákni
og sá möguleiki var ræddur. En það kom í ljós að ekki
var grundvöllur fyrir djáknanáminu svo að það gufaði
upp.
Mér líkaði mjög vel í deildinni og var afar vel tekið. En
þar sem ég var aðeins í ársleyfi fór ég aftur og kenndi
einn vetur á Hallormsstað. Ég bjó áfram að Sólheimum
og dvaldi þar svo áfram á sumrin með börnin hjá mér,
lengi vel, og vann við skógræktina.
Eftir miklar vangaveltur hætti ég sem kennari og sótti
um inngöngu í guðfræðideildina. Ástæðan var fyrst og
fremst þessar breytingar á mínum persónulegu högum og
svo einnig að ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á trúmál-
Með börnunum á fermingardegi Laufeyjar. Sitjandi frá
vinstri: Laufey og Ólafur. Standandi: Egill og Páll.
um. Móðir mín var mjög trúuð kona og ég hafði sterka
trú úr mínum foreldrahúsum. Ég hafði líka alltaf haft
mikinn áhuga á kirkjunni og öllu sem henni við kom og
hafði starfað innan hennar. Ég var líka óspart hvattur til
að fara í guðfræðinámið af mörgum góðum mönnum og
þar á meðal af Þórarni Þórarinssyni, mínum gamla læri-
föður. Það var líka ómetanleg reynsla að vera þennan
fyrsta vetur í guðfræðideildinni og hafði auðvitað áhrif á
þessa ákvarðanatöku, þar sem ég hafði kynnst deildinni
dálítið. Um þetta leyti var deildin líka að opnast. Áður
urðu menn að hafa stúdentspróf, en ég hafði bara mitt
kennarapróf. Meðan ég var í þessu námi voru töluvert
326 Heima er bezt