Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Side 12

Heima er bezt - 01.09.1997, Side 12
Hjónin með Guðfmnu dóttur sinni á fermingardegi hennar, 26. maí 1996. aði mig að hugsa um það að vera þarna 5-6 ár. Fannst það óratími og gerði mér engar grillur með það. Ég bjóst ekki við því að klára og ákvað bara að sjá hve langt ég kæmist. En ég á mjög góðar minn- ingar frá þessum tíma, bæði við nám, félagsstörf og kynningu við allt þetta góða fólk. En allt tekur enda og ég lauk námi 29. maí 1981. Síðasti liðurinn í prófinu eru prófpredikanir og þær fluttum við 29. maí. Það var mjög eftirminnilegur dagur. Þá predika guðfræðingar fyrir prófdómendum. Þarna var margt fólk komið til að fylgjast með útskriftarnemunum. Þar á meðal var Þórarinn Þórarins- son, en hann hafði fylgst með mér allan tímann. Hann bar mikið lof á predikunina mína og sagði það við mig á eftir: „Hún bar alveg af, þín predikun.“ Ekki veit ég nú hvort það var, en Þórarinn hafði alltaf mikinn metnað fyrir hönd Eiðamanna, eins og hann sagði, svo var hann sjálfur guðfræðingur. Sumarið áður, 1980, fór ég í starfsþjálfun á Akureyri, hjá prestunum þar. Það var einn liður í náminu að guð- fræðinemar færu tvo mánuði út á land og ég fór til Akur- eyrar. Þar fór ég á elliheimili, predikaði í Akureyrar- kirkju, fylgdist með prestverkum og lærði af prestunum. Þetta voru þeir sr. Pétur Sigurgeirsson og sr. Birgir Snæ- björnsson. Þeir reyndust mér sem sannir bræður. En þegar ég útskrifaðist þá stóðu málin þannig að Ból- staðarprestakall í Austur- Húnavatnssýslu var laust og ég ákvað að vígjast þangað. Þá hafði verið prestur þar sr. Hjálmar Jónsson. Hann var búinn að koma til mín og hvetja mig til að sækja um Bólstað, því ekki var honum sama um hver kæmi þangað. Mér leist vel á það, þetta var í sveit og sveitin átti alltaf sterk ítök i mér. Einnig hafði vígslufaðir minn sr. Sigurbjörn Einarsson hvatt mig. Það varð úr að ég sótti um og þremur dögum seinna 31. maí 1981 var ég vígður þangað. Það var einn af þessum stóru dögum í lífi mínu. Við vígðumst saman þrjú, sr. Dalla Þórðardóttir á Mikla- bæ, sr. Torfi Hjaltalín á Möðruvöllum og ég. Við vorum vígslusystkini og fór vel á með okkur þremur. Þetta var fal- legur dýrðardagur, glampandi sól og heitt. Ég var settur í það að útdeila við altarisgönguna, með Sigurbirni biskupi. Hann vildi fá mig í það, líklega af því að ég var eldri en þau hin. En einhvern veginn komst ég fram úr því. Þarna var margt af mínu fólki, faðir minn og Egill sonur minn og að sjálfsögðu minn gamli skólameistari, Þórarinn Þórarins- son. Að athöfninni lokinni sagði Þórarinn: „Nú er ég búinn að fylgja þér alla leið.“ Hann lét sig ekki vanta, gamli maðurinn. Fjölsbyldan og starfið Á árunum mínum í guðfræðideild kynntist ég seinni konu minni, Steinunni Ólafsdóttur, f.27. maí 1944. Hún er ættuð af Suðurnesjunum, úr Grindavík og Keflavík. Steinunn átti áður dreng sem heitir Knútur Eðvarðsson, f. 2. febrúar 1970. Saman eigum við svo tvær dætur. Þær heita: Guðfinna f. 31.janúar 1982 og Gunnhildur f. 19. júlí 1984. Það var ekkert að orðlengja það að 1. júlí fluttum við norður að Bólstað. Við þurftum að viða að okkur nauð- synjahlutum í búið áður en við fórum. Það var ýmislegt sem vantaði, ísskápur og fleira nauðsynlegt, sem við átt- um ekki til. Það var svol2. júlí sem ég var settur inn í embætti af prófastinum, sr. Pétri Ingjaldssyni í Bólstaðar- hlíðarkirkju. Það var einn af þessum eftirminnilegu dög- um. Fyrstu dagarnir í Bólstað í Svartárdal er ógleymanlegir. Þarna var ég allt í einu kominn í prestskap sem ég hafði verið settur inn í. Það var alltaf eitthvað spennandi að gerast. Fyrsta sumarið var ég mikið einn vegna þess að Steinunn vann hjá Félagsmálastofnun og hafði gert í mörg ár, en hún lærði uppeldis og sálarfræði. Fyrsta prestverkið sem ég vann þarna, var reyndar ekki í mínu prestakalli, heldur prestakalli sr. Péturs Ingjalds- sonar. Hann þurfti að bregða sér austur á land í sumarfrí og bað mig að jarðsetja gamla konu í Höskuldsstaðasókn. Það var mjög eftirminnilegt. Ég bjó mig undir þetta eins vel og hægt var, ræddi við ættingja, en ég hafði aldrei séð blessaða gömlu konuna. Það var skrýtin tilfinning að 328 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.