Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Síða 16

Heima er bezt - 01.09.1997, Síða 16
Bræðrapartur er stórt og virðulegt hús og var á þessum tíma næsta hús við Stapann, en svo heitir all hár klettarani á milli Voga og Njarðvík- ur. Eiginkona Guðmundar var bæði myndarleg í útliti og verkum sínum. Þarna ríkti röð og regla á öllum hlut- um og hér átti ég góðar stundir. I upphafi vertíðar rerum við oftast út fyrir Garðsskaga með línu og við fiskuðum alltaf í góðu meðallagi, miðað við aðra báta. Frátafir frá sjó voru ekki miklar, enda tók táin á Skaganum mikið úr sunnanáttinni, sem annars hefði oft orðið slæm. A meðan við rerum svona langt út náðum við aðeins einum róðri á dag og það þótt gott. Um páskaleytið fara að koma fféttir af góðu fiskiríi í Grindavík og þá er skipt um veiðarfæri, línan lögð til hliðar en þorskanet sett í sjó, nokkru utan við Stapann og þar fisk- uðum við þokkalega framan af en síðan fer fiskur smátt og smátt að minnka þarna ytra. Við förum að færa okkur nær og nær Stapanum. Svo gerist það einn dag, er við förum að draga upp net- in, að mikill fiskur er í þeim. Við fyllum bátinn og leggjum netin aftur og höldum svo til lands en þangað er örstuttur spölur. Er við höfðum land- að aflanum höldum við á ný út í net- in og allt fer á sömu leið. Næstu daga gekk allt eins og fyrr segir að öðru leyti en því að við fær- um netin alltaf nær og nær hamra- veggnum og tvisvar eða þrisvar fór- um við þrjár ferðir yfir daginn og fengum sem næst fullan bát í hverri ferð. Hvað þetta fiskirí stóð lengi man ég nú ekki, en einhveija daga var það. Síðan fór að draga úr afla þarna uns hann hvarf alveg. Það sem eftir var af vertíðinni vorum við að leita fiskjar vítt og breytt um allan sjó en lítið aflaðist. Þann tíma sem við fiskuðum sem mest við Stapann var gott fiskirí í Grindavík en því lauk þar á sama tíma og hjá okkur. Fyrir mig, sem var ný byrjaður fiskimennsku, var það ævintýri lík- ast að sjá netin lögð upp að háum hömrum Stapans, á að því er virtist miklu dýpi og fýllast þar á stuttum tíma af rígaþorski. Þar sem ég fór í upphafi nokkrum orðum um bátana í Grindavík og vitnaði til þess að bátur okkar hefði verið af svipaðri gerð, langar mig til að fara nokkrum orðum um fatnað sjómanna þessara ára, því ekki var hann síður ólíkur þeim fatnaði sem nú tíðkast, en bátarnir. Eins og að líkum lætur þurftu menn að vera vel og hlýlega klæddir, þar sem ekkert skýli var fýrir veðri og ágjöf. Ekki var heldur hægt að vinna sér til hita því engar voru ár- arnar lengur. Innst fata voru allir í langerma prjónaskyrtu og öklasíðum prjóna- buxum og auðvitað voru þessi fot al- farið úr íslenskri ull og þeir, sem höfðu háðið í hávegum, sögðu gjarn- an að íslenskir sjóarar klæddust sjálfu foðurlandinu innst fata. Á fótum báru menn vel þæfða ull- arsokka. Að ofan voru flestir í lé- reftsskyrtu og ullarpeysu og auðvit- að voru þær báðar ermalangar. Hér utan yfir kom svo oft þunn úlpa. Hið neðra voru menn í þykkum ytri buxum er mest líktust gömlu, góðu, heimaofnu vaðmálsbuxunum. Á höndum báru allir svo svellþykka og vel þæfða ullarvettlinga er í dag- legu tali voru nefndir sjóvettlingar. Yst fata komu svo vaðstígvél er upphaflega voru hnéhá, en ofan á þau var límd rauð slanga, sem gerðu þau svo há að þau náðu upp í nára. Þá kom sjóstakkur með kraga sem hindraði aðgang regns eða sjávar niður með hálsi, stakkurinn náði nið- ur fyrir hné. Efst trónaði svo sjóhatt- urinn á höfði manns. Hann var fóðr- aður að innan og á honum voru börð er hrintu allri vætu frá hálsi. Allur þessi mikli fatnaður var þungur og fyrirferðarmikill, en það þurfti líka mikið til að halda manni heitum í frosti og ágjöf á langri leið. Væri mjög kalt á út- eða innstím- inu skiptust menn gjarnan á, svo sem hægt var, að sitja sem næst vél- inni og reykrörinu og orna sér þar. Þeir, sem ekki komust að vélarhlýj- unni, börðu sér hraustlega til hita. Færi svo að vélarylurinn og bar- smíðamar dygðu ekki til, var þrauta- lendingin sú að láta hinn kalda taka góðan slatta af neftóbaki í nef sitt og fyrir þá, sem slíku voru óvanir, reyndist þetta oft hið besta ráð. Annars er það svo skrýtið að kuldi á sjó er að mínu mati aldrei eins napur og nístandi og kuldi í landi. Þessu til staðfestu get ég sagt að ég hef þekkt marga sjómenn, sem aldrei kvörtuðu undan sjávarkulda en voru hinsvegar hinar mestu kuldaskræfur í landi. Af hverju þetta getur stafað veit ég ekki, en svona er það samt. Guðmundur Kortsson var góður, gætinn og farsæll skipstjóri og heima fyrir var hann afar gæfur og spakur maður. Um leið og landfestar höfðu verið leystar og báturinn var kominn svo langt frá bryggju að öllu væri óhætt, tók Guðmundur af sér hattinn, það er gula, góða sjóhattinn, setti upp hátíðlegan svip og hóf lestur sjóferð- arbænar, hægt og virðulega, en þegar komið var fram í bænina fór hann að flýta sér við lestur hennar, hespaði henni af, rak sjóhattinn á höfuð sér og fór að skammast með miklum til- þrifum, en það óvenjulega var að all- ar skammirnar dundu alltaf á einum og sama hásetanum. Annarra lagði hann aldrei til. Þetta sérkenni Guð- mundar varð ég aldrei var við hjá öðrum skipstjórum sem ég kynntist. Það, sem mér fannst líka all merkilegt var, að sá sem skammirnar fékk virtist ekki sjá neitt óeðlilegt við þetta og tók öllu með þögn og þolinmæði. Já, það er óhætt að segja að sinn er siðurinn á hverjum stað. d 332 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.