Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Page 23

Heima er bezt - 01.09.1997, Page 23
Veit þó ei hvað vinnast má, vinur þína ósk aðfylla. Þreki eyðir ellin grá, andans gjörirfjöri spilla. „Benedikt lifði lengur en Guð- mundur, var þá orðinn svo andlega sljór að hann gat ekki uppfyllt lof- orðið og hefur honum eflaust fallið það þungt, því þeir voru góðir vinir.“ Staka eftir Benedikt: Allt bar til í einu þar, á féll bæjar sýkin, konan fœddi, kýrin bar, köttur gaut og tíkin. Þegar Benedikt varð 70 ára, 15. febrúar 1920, orti hann 34ra erinda ljóðabálk um ævi sína. Birtum við hér þau 23 fyrstu: Æviminning Lengjast skuggar, lækkar sól, lífins hallar degi, fjúka tekur fönn í skjól, færð er þung á vegi. Dreg ég liðin æviár, undan gleymsku hjúpi, endurminning mörg og sár muna rís úr djúpi. Mátt hef ég líða marga þraut, margt og okið bera, oft hefur mér mín ævibraut, ógreið fundist vera. Fátœkt í ég fœddist hér, þótt foreldra ætti ég góða, heimurinn litla hlýju mér hafði til að bjóða. Veikur og aumur var ég þá, vafinn böndum nauða, lífs voru merkin föl og fá, flest mér benti á dauða. Samtfyrir hœrri hjálpar ráð og hjúkrun móður blíða, furðu þroska fékk ég náð, frá þegar tók að líða. Létt mín barna lundin var, lífs mig böl ei þjáði, þriðja árið ævinnar, upp svo renna náði. Bernsku gleðin blíð mérfrá, burt þá hvarf í skyndi. Heimilið kom óvænt á ærið þung veikindi. Lá ég veikur langa hríð, lífsvon sýndist færri, heilsubót þó hlaut um síð, heli kominn nærri. Margar þess ég menjar ber, misstist líkams þrekið, vart á heilsu heilum mér hef ég síðan tekið. Æskan varð mér ekki blíð, oftast kröm mig þjáði. Okomna um ára tíð engu fögru spáði. Minnar ungu œvitíð ekki við mér brosti, visnaði œsku vonar hlíð vonleysis í frosti. Mörg þótt reynum meiðsla sár og mœðu lífs umsvifa, vonum horfin œsku ár ég held þyngst að lifa. Minn þótt líkams mátt og dug, mætti veikan kalla, andinn vildi fara á flug og fljúga um heima alla. Hann þótt reyndi að herða dug og hærri kanna löndin, hans að mestu heftu flug holds veikleika böndin. Hjarta ég átti heitt og blítt, sem hjálpa öllum vildi, heimurinn þar að hlynnti lítt, hann það aldrei skyldi. Oslökkvandi illsku þrá, innst í sálardjúpi, eins og falin eldur lá undir dularhjúpi. A mig veröldyggldi bnín, ýms mér skeyti sendi, illum hœðnis augum hún oftast til mín renndi. Bar ég tíðum grátið geð, gremju oft var sleginn, hugarkvíða horfði með hryggur fram á veginn. Yfir hann geisla engum brá, sem andann mætti hugga, umhverfis ég aðeins sá auðnu og dimma skugga. Vel ég fann minn veika þrótt að valda byrði kífsins, óttaðist því að félli fljótt flatur í stríði lífsins. Móðirin hafði hreina trú, hjá mér ungum vakið, var það eina verjan nú, sem voðann gœti hrakið. Vakti innra von mér hjá, þótt veikti hjartað kvíði, guðs að mundi gæskan há gefa mér þrótt í stríði. Seinni helming ljóðbálks Bene- dikts munum við svo birta í næsta blaði. Helga Baldvinsdóttir sendi okkur einnig fyrirspurn sína um þulu, sem hún telur að hefjist svona: Himnarikis hurð var lœst um háttatíma, englaskarar allir hrutu, yndislegra drauma nutu. Biðjum við því vinsamlegast þá lesendur sem kannast við þuluna að senda okkur framhald hennar og ein- hverjar frekari upplýsingar ef til eru. Látum við það verða lokaorð þátt- arins núna og kveðjum að sinni. Heima er bezt, Pósthólf8427, 128 Reykjavík. Heima er bezt 339

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.