Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.09.1997, Qupperneq 25
Bergþóra Pálsdóttir: Þættir úr lífi Einars Sigurðssonar, verkamanns á Eskifirði Fæddum að Hálsi í Geithellnahreppi 7. júlí 1885. egar ég var tveggja ára gamall man ég fyrst eftir mér,“ segir Einar Sig- urðsson og brosir sínu góðlátlega en jafnframt glettna brosi. „Við vorum þá úti að leika okkur, börnin á Hálsi í Geithellnahreppi, þar sem ég er fæddur. Man ég að við hlupum öll í spretti með ærslum og atgangi heim til bæjar, en vegna þess að ég var yngstur, urðu hin börnin á undan mér inn göngin og upp stiga sem lá upp á baðstofuloftið. Sneru þau sér þá við á pallskörinni til að horfa til mín, og eitthvert þeirra henti í mig klút eða tusku, sem lagðist yfir höfuðið á mér, svo að ég sá ekki neitt í augnablikinu. Þótt einkennilegt megi virðast, varð mér svo mikið um þennan hrekk, þó lítill væri, að ég mun ekki gleyma honum á meðan ég lifi. Eitt besta veganestið sem ég hlaut í föðurhúsum, var það að ég lærði snemma að vinna. Ólst ég þó upp við margt gott og mikið eftirlæti. Fyrir mig bar ekkert, sem í frásögur er færandi eða í letur má færa, fyrr en ég var fjórtán ára gamall. Þá bjuggu foreldrar mínir að Kambseli í Geit- hellnahreppi, afdalajörð, með okkur þrjú systkinin og eina fósturdóttur. Fóru þau þá í kynnisför um haustið út í sveitina að morgni til og komu heim aftur um kvöldið. Báðu þau mig að hirða um hey, sem var nokk- uð frá bænum og voru hin börnin með mér. Meðan ég var að snúa í heyinu fóru þau á berjamó. Það hagaði þá svo til þar í sveit, að geldneyti hreppsins voru höfð þarna á afrétti. Myndi það ekki hafa þótt fullnægjandi girðing nú, sem þau voru höfð í. Var það grjótgarður, á að giska mjaðmar hár. Höfðu nautin nú gert sér lítið fyrir og rutt hlið á garð- inn og komist þannig út. Þegar ég var búinn að snúa heyinu, fór ég að horfa á eftir hinum börnun- um. Sá ég þá nautin koma hlaupandi á svo kölluðum Eyrum, þar skammt frá, með orgum og illum látum. Skaut mér þá mjög skelk í bringu vegna minna yngri systkina. Kallaði ég til barnanna, sem voru þar skammt frá mér og sagði þeim að hlaupa sem fljótast heim. Tók ég yngsta barnið, sem var ekki nema sjö ára gamalt og átti eðlilega erfitt með að fylgja okkur hinum, á bakið og reyndi svo af fremsta megni að kom- ast sem hraðast áfram heim á leið. Neyttum við nú, eins og áður segir, allrar orku til þess að komast heim sem fljótast. Var yfir smá læk að fara á leiðinni, og þegar að honum kom munaði minnstu að við fyndum nasa- blástur á baki okkar frá nautinu sem á undan hópnum rann. Það varð okkur til hjálpar að kýrn- ar voru heima á túni og sneru nautin sér að þeim. En i bæinn komumst við og vorum þar þangað til að foreldrar okkar komu heim og með þeim gangnamenn, sem ætluðu í fjárleit daginn eftir. Þótti föður mínum ljót heimkoman og voru snör handtökin hjá honum og mannskapnum, sem kominn var, að tjarlægja nautin af túninu. Voru þau sett í rétt og síðan flutt til næsta bæjar og munu þau hafa verið flutt til síns heima daginn eftir. Höfðu nautin verið vel að verki meðan þau dvöldu heima á túninu og unnið ýmis skemmdarverk. Ruddu þau meðal annars um tveimur heyjum og eyðilögðu rófugarð. Það þótti okkur börnunum einna sárast. Þegar ég var fimmtán ára gamall fór ég frá foreldrum mínum að austasta bæ sveitarinnar, Melrakka- nesi. Var þar tvíbýli og voru átta manns, yfir bæði heimilin að telja, áður en ég kom. Þar af voru tvær gamlar konur, sem bjuggu sér, og minnist ég þeirra með þakklæti á meðan ég lifi. Leið svo timinn fram á vor, þar til á skírdag að húsbóndi minn fór aust- ur á Djúpavog. Var ég þá eini karl- maðurinn á því búi, ef karlmann skyldi kalla. Átti ég að gæta heimil- isins og passa fé á beitarhúsum, sem voru þar nær klukkutíma gang frá bænum. Á föstudaginn langa um morgun- inn, var ískyggilegt veður og spyr Heima er bezt 341

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.