Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Síða 27

Heima er bezt - 01.09.1997, Síða 27
Fórum við nú af hvalbaki niður á dekk. Kom þá skipstjórinn til okk- ar. Var það miðaldra maður, mjög viðkunnanlegur, sem og skipshöfn- in öll. Þegar hann hafði fengið vit- neskju um það að við værum allir komnir á dekk, skipaði hann stýri- manni að sigla skipinu aftur á bak og þegar það skreið til baka losnaði báturinn samstundis af stefni hans og sökk á fimm mínútum. Vorum við nú gestir á togaranum í tuttugu og fjóra tíma í góðu yfirlæti. Lét skipstjóri liggja við akkeri þangað til þokunni létti en sigldi þá inn til Norðfjarðar, því að þar var þáverandi konsúll bresku stjórnarinnar, Páll Þormar. Þegar til Norðíjarðar kom, fór ég til læknis, Eiríks Björnssonar, og gerði hann að sárum mínum og þeim meiðslum sem ég hlaut. Flófust svo réttarhöldin og vorum við yfirheyrðir í þrjú skipti. Komumst við svo heini frá Norðfirði að kvöldi hins þriðja dags. Man ég ekki nafn togarans, en nafn skipstjórans var Sigurður, þýtt á íslensku. í nóvember sama ár kom þessi sami togari til Eskifjarðar með veik- an mann. Hitti ég þá þennan sama skipstjóra að máli. Heilsaði hann mér eins og kunnugum manni og var mjög vingjarnlegur. Var hann þá stýrimaður og sagðist hafa misst skipstjóraréttindin í tvö ár fyrir þetta. Ári seinna sigldi Einþór Stefáns- son, sonur Stefáns Þórarinssonar bónda á Mýrum í Skriðdal, á báti til Englands. Var hann túlkur við réttar- höldin vegna ásiglingarinnar á Njál. Hitti hann þá aftur þennan sama skipstjóra sem spurði aftur um líðan okkar og lét þess getið að hann fengi ekki skip til umráða fyrr en eftir tvö ár. Hefði hann orðið manni að bana hefði hann ekki fengið skipstjórarétt- indi fyrr en eftir fimm ár. Þess má geta að þegar þetta gerð- ist, þá var Magnús Gíslason sýslu- maður i Suður-Múlasýslu. *“* •«»/ • it ‘rí- (» ui, •**<«• \ír. .H. '* ty™ wíhjM Wpr fr»u). Fjallbonan 3. apríl 1902. Mjaltir. Eins og mörgum er kunnugt, en þó færrum en skyldi og ætla mætti, er í Búnaðarritinu 1-2 (14. ár) 1900, „Leiðarvísir um meðferð mjólkur,“ eftir Hans Grönfeldt Jepsen. Ritgerð þessi nær yfir bls. 62-177. Að aðalefninu til stefnir hún að því að gefa upplýsingar um nauðsynleg skil- yrði fyrir því að hér á landi verði kom- ið á sómasamlegri og gagnlegri smjör- gerð, er staðist geti samkeppni að gæðunum til á heimsmarkaðinum, en þar að auki er hún stórmerkileg og þar eftir gagnleg, fyrir landbóndann, og það svo, að hún ætti að komast inn á hvert heimili hér á landi, þar sem ein eða fleiri kýr eru. Og meira, hún þarf ekki einungis að vera í þeirra höndum, sem ffamleiða mjólk, heldur líka allra þeirra, sem kaupa mjólk, þvi það gild- ir ekki síður um mjólkina en hverja aðra fæðu, sem keypt er til manneldis, að nafnið eitt gefur ekki fulla trygg- ingu fyrir gæðunum. Tveir menn kaupa mjólk, annar af honum Ráð- vandi, hinn af honum Ref. Nú getur verið betri kaup í pottinum á 20 aura ffá Ráðvandi, en 16 aura ffá Ref. Þar að auki getur það verið af mörgum ástæðum að seljendum sé það ekki sjálffátt að mjólkin sé léleg, t.d. léleg- ar kýr og kjamlítið fóður. Ritgerðin getur ekki gefið fullnægj- andi upplýsingar um að meta gæði mjólkurinnar, menntunarleysið og verkfæraleysið, en hún fullvissar menn um það að ekki standi á sama Gluggað í gömul blöó og forvitnast um það, sem efst var á baugi fyrir nokkuð margt löngu. Umsjón: Guðjón Baldvinsson undir hvaða skilyrðum mjólkin sé ffamleidd. Hér af getur hvert mjólkur- heimili lært margt og mikið til gagns og sóma, sérstaklega viðvíkjandi hirðu á kúnum, fjósunum, mjólkinni og allri hreinlætismeðferð á mjólk og mjólk- urílátum. Ég get ekki stillt mig um að minnast á eitt sérstaklega, sem höfundurinn tekur svo skýrt og gagnlega ffam, það er, að eftir því sem hann til þekkir, sé það fágætt að vinnumenn kunni að mjólka. Þetta er víst hverju orði sann- ara, og sýnir best hvað við erum sein- látir og hugsunarsnauðir, þegar um það er að ræða að hrista af sér hlekki vanans og gamalla hleypidóma. Það mun allvíða lifa enn í hugsun- arhætti manna, að það sé óvirðing fyrir karlmanninn að mjólka. Þetta er sú vinna, sem hver karlmaður ætti að kunna, eins vel bóndinn sem konan, og ef, eins og höfundurinn bendir til, piltum væri kennt þetta gagnlega og skemmtilega verk eins og stúlkubörn- um, þá kemur sá tími að allir karl- menn kunna að mjólka og er tími til þess kominn. Hvað á að segja um þá menntun og menningu á þessum tím- um, þegar mörg heimili hafa engan kvenmann nema konuna, börnum hlaðna, ef til vill veika og vanfæra, Heima er bezt 343

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.