Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 28
Af blöðum fyrrir tíðar þó til séu tveir karlmenn á heimilinu, bóndinn og vinnumaður eða vaxinn sonur, þá verður konan samt að mjalta, þó hún sé búin að taka létta- sóttina, og þegar það ekki getur leng- ur gengið, verður að senda á annan bæ, ef til vill nokkrar bæjarleiðir, til þess að fá kvenmann til að mjalta þó ekki sé nema ein kýr? Þegar manninum ber að stúlkunni ætti hún fyrst að spyrja hann: „Kanntu að mjólka?“ og ef það er ekki, biðja hann að læra betur. Ég minnist ekki að hafa neins staðar les- ið það lögmál að konan skuli mjalta búpening en ekki karlar. Það er sorglegt deyfðarmerki, að ekki skuli allur þorri bænda kaupa Búnaðarritið, en þar sem það er nú eins og það er, geta menn samt feng- ið þessa ritgerð keypta sérstaka, því stjórn Búðaðarfélagsins hefir svo heppilega íyrir séð, að láta sérprenta hana, því hún hefir, eins og vænta mátti, kunnað að meta gildi hennar. Ég tel það minnkun fyrir sveita- bændur, ef þessi sérprentun af rit- gerðinni selst ekki upp, og eftir- spurnin krefji að hún verði endur- prentuð, eða ef Búnaðarritið ber sig nú ekki sjálft, svo að félagið verður að leggja því styrk til þess að það geti haldið áfram. En miður gagnlegt blað, sem með hroka, stóryrðum og gorti, sparkar með afturklaufunum móti aðal vel- ferðarmálum landsins, það selst svo að útgáfan borgar sig vel. Þetta sýnir betur en flest annað á hvaða menningarstigi við stöndum. Gamalíel á Mel. Fjallkonan 23. desember 1902. Trúlofunarhringurinn. Hann hefir ekki jafnan verið bor- inn á fjórða fingri eins og nú er títt. Á fyrri tímum var hann heldur ekki sléttur og einfaldur eins og nú. Hann var þá oft settur gimsteinum og bor- inn á vísifingri á hægri hönd. Til eru í Rómaborg margar gamlar myndir af Fjallkonan 21. júlí 1903. Áskorun til bindindisvina frá drykkjumannakonum. Munið eftir því, að W. O. Breið- fjörð hætti áfengissölunni einungis fyrir bindindismálið, og kaupið því hjá honum það, sem þið fáið þar eins gott og ódýrt og annarsstaðar, sem flest mun vera nú af hans fal- legu, miklu og margbreyttu vöru- birgðum. Maríu mey og ber hún þar, að heiðn- um sið, hringinn á vísifingri. í sum- um löndum bera menn trúlofunar- hringinn á vinstri hendi í stað hægri. Sá siður er sprottinn af þeirri fornu trú að frá fjórða fingri á vinstri hendi liggi æð beint að hjartanu. Aftur er það af kirkjunnar toga spunnið, að hringurinn færðist um set frá vísi- fingri og á svo nefndan baugfingur. Tildrögin til þess voru þau, að á fyrstu dögum kristninnar var það tíska að presturinn, sem gaf hjóna- efnin saman, lét hringinn fyrst á þumalfingurinn á þeim og sagði um leið: „í nafni föðurins,“ síðan á vísifingurinn og sagði: „í nafni sonarins," því næst á löngutöng og sagði: „I nafni heilags anda,“ og um leið og hann sagði „Amen,“ lét hann hringinn á baugfingur. Þar hefir hann síðan átt sæti. Fjallkonan 15. apríl 1903. Ofan úr sveitum. Úr Rangárvallasýslu 24. mars 1903. Eins og tíðin var indæl framan af vetrinum, með einlægum blíðviðrum og þýðum, eins hefur hún verið stirð og harðindasöm nú síðan að leið fram á útmánuðina. Það breytti held- ur til lakari veðuráttu með sólstöðun- um, svo allsstaðar varð að taka fé á gjöf og sumsstaðar hross. En aðal- lega lagði á með þorrakomunni, með snjó og umhleypinga, og hefur það haldist fram að þessum tíma, snjó- komur alltaf meiri og meiri og nú eru orðin svo mikil snjóþyngsli að naumlega er hægt að komast húsa á milli til að bjarga skepnunum. Það hefur verið eina hlífðin að frost hafa verið mjög væg. Aldrei hefur verið hægt að komast hér á sjó til fiskileita, en sjómenn, sem róa í Vestmannaeyjum, komust þangað 10. þessa mánaðar, því þá hægði sjó svo, að þeir gátu komist og voru menn orðnir langeygðir eftir leiði, bjuggust við að eyjarskeggjar væru farnir að hella í sig þorskinum, en gæftir hafa verið stirðar, svo búast má við að aflalítið sé þar ennþá, en útlit er fyrir að fiskur sé kominn, eða svo er að sjá á hinum útlendu fiski- skútum, sem hér liggja á fiski fast við land, dag eftir dag. Það er sorg- legt að sjá útlend auðmannafélög vera að skafa botninn í landhelginni okkar og flæma fiskinn á djúpið með niðurburði, ef svo einhvem tíma gæfi á sjó, eru grunnmiðin, sem landsins börn geta notað, orðin þurr. Talsvert hefur orðið rekavart hér í vetur, helst af sívölum reka, en minna af köntuðum. Heilsufar er heldur gott og hefúr verið í vetur, þó hefur verið að stinga sér niður lasleiki í börnum, svo tvö hafa dáið hér í sveitinn í vetur og þrjú gamalmenni. Svo er að heyra sem Austur-Ey- fellingar séu illa ánægðir með þá til- högun að lækni þeirra skuli vera gert að skyldu að sitja austur í Vík í Mýr- dal, eða sem næst henni. Þegar lækn- irinn er kominn þangað er Fjallabú- um engu hægra að vitja læknis þang- að heldur en eins og var, út að Stór- ólfshvoli. Lítið er pólitíkinni haldið hér á lofti nú um þessar mundir, hún er lát- in sofa í næði í þessari harðindatíð, en verður að líkindum vakin upp með vorfuglunum, þá eldljömg eftir vetrarmókið. Vel geðjast mönnum hér að „Bændamálum,“ eftir Brodda, sem birst hafa í Fjallkonunni. Það er ánægja að lesa slíkar greinar, þar er 344 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.