Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Síða 6

Heima er bezt - 01.09.1998, Síða 6
Ætt og uppruni Foreldrar mínir voru Eyfirðing- ar og fluttu hingað að Egilsá frá Efri Rauðalæk á Þelamörk, vorið 1905. Reiddi móðir mín Freyju Ólafsdóttur frændkonu mína og fóstursystur í kjöltu sér, þá sex ára bam og mig undir belti, líklega hálfgerðan frosk á því tímaskeiði. Faðir minn, Friðfinnur, var fæddur að Sörlatungu í Hörgárdal 20. apríl 1858. Faðir hans var Jó- hann Jónsson, Jónssonar bónda að Naustum við Akureyri, Bene- diktssonar. I ættum Skagfirðinga eftir Pétur Zhopaníasson er föður- ætt mín skakkt rakin. Þar er Jón langafi minn sagður Sigmunds- son. En svo vel vill til að ég á ætt- artölu þessa langafa míns eftir Torfa Sveinsson á Klúk- um, samda 1832 og birta í bók minni „Örlög og ævintýri“ Il.bd. bls. 87-95. Bróðir Jóns á Naustum var Þorvaldur Jónsson bóndi Stóra-Eyrarlandi og áttu þeir sína systur- ina hvor, hét kona Þorvaldar Margrét Jónsdóttir, en Krist- björg kona Jóns. Þorvaldur á Eyrarlandi var föðurfaðir Jóhanns bónda á Lýtingsstöðum, móðurföður dr. Brodda Jóhannessonar og Jóhanns bónda á Silfrastöðum. Föðurmóðir mín var Friðfinna Friðfinnsdóttir bónda að Espihóli, Grímssonar græðara. Kona Gríms var Sigurlaug Jósepsdóttir (Bama-Jóseps), Tómassonar í Hvassafelli. Fyrri kona Jóseps og móðir Sigurlaugar, var Ingibjörg Hallgrímsdóttir smiðs og skurðlistamanns og systir Þor- láks í Skriðu í Hörgárdal. ( Sjá Örlög eg ævintýri I. bd.) Móðir mín, Kristín Guðmundsdóttir, var fædd 4. mars 1873, að Nýjabæ í Hörgárdal (nú í eyði). Móðurfaðir minn Guðmundur, var fæddur 1848. Móðir hans var Helga Gísladóttir bónda að Hofi í Hörgárdal, Halldórs- sonar frá Hrísum í Svarfaðardal. Bræður Gísla voru Þor- leifúr bóndi í Pálmholti og Sveinn bóndi í Skarði í Siglu- firði. Helga Gísladóttir bjó lengst að Myrká og oft kennd til þess bæjar, bjó þar til hárrar elli. Hún var þrígift, lifði menn sína alla og bætti börnum í bú milli manna. Heimil- ishættir Myrkárfólks voru með talsvert öðrum hætti en almennt gerðist á þeirri tíð. Um hana og Guðmund afa minn er sérstakur þáttur í Örlögum og ævintýrum, I.bd. Móðurmóðir mín og kona Guðmundar var Lilja Gunn- laugsdóttir frá Nýjabæ, Gunnlaugssonar bónda Féeggs- stöðum í Barkárdal Ey., Magnússonar. Kona Féeggja- staða-Gunnlaugs var Guðrún Grímólfsdóttir dótturdóttir Bjama Rafnssonar (hins gamla) á Skjaldarstöðum. „Bjarni náði 97 ára aldri og sló á öðru hné sínu síðasta sumar,“ segir Espólin í ættartölum sínum. Þau Guðrún og Gunnlaugur fluttu til búskapar að Féeggsstöðum vorið 1785. Samkvæmt munnmælum var þá bústofn þeirra sem hér segir: Ein kvíga komin að burði, fjórar ær, hrútur veturgamall og eitt hross. Á þessum bæ bjuggu þau hjón tuttugu og sex ár, áttu saman tuttugu börn og Guðrún eitt fýrir hjónaband. Árið 1800 er Gunnlaugur orðinn tíundar- hæsti bóndinn í Skriðuhreppi. Frá þessu ásamt fleiru er nánar greint í bókunum Örlög og ævintýri I. og II bd. Þegar foreldrar mínir fluttu að Egilsá vorið 1905 var allt hér í niðurníðslu, bæði tún og hús, svo að strax varð að hefjast handa við umbætur eftir því sem lítil efni leyfðu og kom sér þá vel að faðir minn var talsvert hagur, smíðaði flest eða allt sem heimilið þurfti, enda sjálfs- þurftar búskapur stundaður á þeirri tíð, eftir því sem frekast varð við komið. Baðstofuna endurbyggði hann á næsta eða þamæsta ári. Það var því enginn hallarbragur á þeirri baðstofu sem Kristín Guðmundsdóttir bjó í, þegar hún kenndi sér jóð- sóttar 9. des. 1905. Hríð var á og hafði Jóhannes (síðar bóndi í Grundarkoti) sonur Bjarna bónda í Borgargerði verið fenginn til að sækja ljósmóðurina Guðrúnu Þorkels- dóttur á Þorleifsstöðum. Guðrún var skörungskona, bæði nærkona og hjúkrunarkona sveitarinnar um langt skeið. Brutust þau Jóhannes hingað frameftir yfir vatnsföll, ftill af krapi í allvondri hríð. En strákur sá, er getinn var í eyfirskum byggðum og hingað til hafði alið aldur sinn á hlýjum og notalegum stað, þráaðist við að koma út í heiminn við þvílíkar aðstæður og ekkert gekk. Sitjandi fæðing er víst til, og er mér sagt, að loks væri það ráð tekið. Tók faðir minn móður mína á kné sér og greiddist þá loks hagurinn með mikilli þraut, og grettur og rauð- þrútinn barnunginn skreið út í heiminn. Hefur strákur sá alið aldur sinn hér að Egilsá allar götur síðan. 322 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.